Vikan


Vikan - 07.05.1998, Síða 36

Vikan - 07.05.1998, Síða 36
BÖKUDEIG: 250 g hveiti 125 g smjörvi eða sinjör 1 dl volgt vatn eingöngu thymian 6-8 snúningar úr piparkvörn- inni (svartur) 1/2 tsk. salt 4 msk. ólífuolía 1/2 tsk salt Hveitinu er sáldrað í skál ásamt salti. Smjörvinn er mulinn saman við hveitið með lófunum, verður fínkorna. Volgu vatninu blandað sam- an við og deigið hnoðað lítil- lega. Hveiti stráð yfir og látið bíða á köldum stað meðan fylling- in er gerð. Ath.! Það sparar tíma og fyr- irhöfn að margfalda upp- skriftina og geyma í frysti eða kæli til seinni tíma. Bökudeig geymist í kæli í fjóra daga. Þessi uppskrift gerir ca. 400 g bökudeig (þ.e. rúmlega ein baka). LAUKBAKA: 300 g tilbúið bökudeig 8laukar 2 tómatar 1 lítið glas ansjósur (ca.10 flök) 6-8 svartar ólífur 1 msk. Provence krydd eða Fletjið bökudeigið út með kökukefli á hveitistráða borðplötu, setjið einnig hveiti á keflið. Deigið á að vera u.þ.b. 3 mm að þykkt. Grunnt, kringlótt bökuform er smurt og hveiti stráð yfir. Deigið lagt varlega í formið og látið ná út fyrir barma formsins. Snyrtið barmana með hníf, rúllið upp á deigið með fingrunum og klípið svo það haldist upprétt. Botninn er stunginn með gaffli. Laukarnir eru afhýddir, skornir í þunnar sneiðar og steiktir í olíu þar til þeir eru glærir. Kryddið með salti og pipar, síðan er u.þ.b. 3 msk. vatn sett út í volgan laukinn á pönnunni. Hellið lauknum af pönnunni ofan í hráa bökuna og raðið tómötum í hring ofan á lauk- inn. Ansjósuflökununr er raðað á milli tómatanna, ólífurnar settar hér og þar og síðast er Provence kryddinu stráð yfir alla bökuna. Bakið í 20-25 mínútur í 200- Frænkurnar Ingibjörg Ásta Faaberg og Ingibjörg Pétursdótt- ir eru listakokkar. Asta töfra fram glæsilega rétti í litla hús- næðinu við Tryggvagötu. 220 gráðu heitum ofni. Notið ekki blástur. Laukbakan er borðuð köld. GRÆNMETISBAKA: 300 g tilbúið bökudeig 1/2 blómkálshaus (lítill) 1 búnt ferskt spergilkál 1 búnt vorlaukur 2 meðalstórir kúrbítar 1 hvítlauksrif 5-6 egg 1 peli rjómi salt og pipar estragon rifinn ostur, u.þ.b. 100 g 4 msk. ólífuolía Aðferð: Þvoið og skerið vorlaukinn í sneiðar. Hreinsið kúrbítinn og skerið langsum. Látið krauma á pönnu í olíunni ásamt mörðum hvítlauknum. Kælið. Blómkálið og spergilkálið er hreinsað og skorið og síðan soðið í litlu saltvatni í 4 mín. Kælið. Deigið er flatt út með köku- kefli, sett í bökuform, stung- ið með gaffli og snyrt til. Þá er kúrbítnum og lauknum raðað í botninn á hrárri bök- unni, þá kálinu og síðast er eggjahrærunni hellt yfir (þ.e. egg, rjómi og krydd slegið saman). Síðast er ostinum stráð yfir grænmetið og bakan bökuð í miðjum ofni í u.þ.b. 45 mín- útur við 190 gráður C. EPLABAKA MEÐ HNET- UM OG RÚSÍNUM: 300 g tilbúið bökudeig 10 msk. eplamauk (úr dós eða krukku) 5 epli, gul eða græn 2 msk. sykur 2 msk. smjör 100 g rúsínur 2 msk. romm (eða heitt vatn) 200 g furuhnetur (hægt er að nota hvaða hnetur sem er, eða möndlur, jafnvel blanda saman tegundum) Leggið rúsínurnar í bleyti í rommi og örlitlu heitu vatni. Fletjið deigið út með köku- kefli á hveitistráða borð- plötu. Sjá lið A) með lauk- bökunni! Eplamaukinu er smurt yfir botn kökunnar. Þá er helm- ingnum af rúsínunum og 1/3 af hnetunum stráð yfir maukið. Eplin skræld og skorin í skífur og raðað ofan á. Raðað er frá barmi inn að miðju, í fjórar áttir og síðan þvers á milli, þannig að mynstur myndist. Stráið rúsínum og hnetum ofan á og á milli eplabitanna. Sykrinum er stráð efst og litlar smjörklfpur settar hér og þar. Bakið í 20-25 mínútur í 200- 220 gráðu heitum ofni. Notið ekki blástur.B 36

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.