Vikan


Vikan - 07.05.1998, Side 44

Vikan - 07.05.1998, Side 44
Það er miðvikudagur í Barcelona. Úti er svalt, þrumur og eld- ingar. Ekki ákjósan- legt veður fyrir Jessicu, sem er að klæða sig til að fara í vinn- una. Hún velur fötin af kost- gæfni, klæðnaðurinn ber þess vitni að hún vinnur ekki á skrifstofu. Jessica er vændis- kona, ein af fjölmörgum í Barcelona. Á Spáni er mikið atvinnuleysi og bitnar það illa á konum. Æ fleiri leiðast út í vændi. Oftast eru það konur sem hafa enga menntun eða mæður sem á þennan hátt framfleyta fjölskyldu sinni. En svo eru aðrar sem stunda vændi einfaldlega vegna þess að með því móti geta þær haft góðar tekjur. Ég fylgdist með Jessicu að störfum þennan votviðrasama dag. Hún gaf mér leyfi til þess og er fús til að svara spurningum mínum, gegn greiðslu. Hún stundar götuvændi frá fjölmennu horni á Ronda San Antoni, ásamt nokkrum öðrum kon- um. Hún er yngst í hópnum, 28 ára, og hefur stundað vændi í þrjú ár. Það heldur áfram að rigna. Klukkan er að verða sjö þeg- ar við komum á hornið við Goya leikhúsið. Þrátt fyrir veðrið eru þær á sínum stað, konurnar sem deila horninu með Jessicu. Þær líta mig hornauga, gefa til kynna að þær séu ekki hrifnar af nær- veru minni. Ég hef orð á því við Jessicu að flestar séu kon- urnar komnar af léttasta skeiði. „Flestar þeirra eiga dapurlega sögu. Þær hafa margar stundað vændi í þrjá- tíu ár,“ segir Jessica og bætir við: „Meðan þær voru ungar voru þær á snærum mellu- dólga sem hirtu af þeim af- rakstur dagsins og skömmt- uðu þeim lágmarks vasapen- inga. Melludólgar vinna þannig. Þeir ná tangarhaldi á konunum. Þær telj a sér trú um að þær elski þá og að sú ást sé endurgoldin. En upp til hópa eru þetta skíthælar sem fara illa með konurnar. Þegar þær eldast eru þær látnar sigla sinn sjó. Konurnar hér þakka fyrir alla smáaura sem þær fá. Flest- ar eiga varla föt til skiptanna þótt þær standi hér á hverju kvöldi." Meðan við bíðum eftir merki frá fyrsta viðskiptavini kvöldsins segir Jessica mér frá aði að stunda vændi eftir að pabbi hennar flutti aftur til Ní- geríu. Jessica segir hann ekki vita hvernig hún vinni fyrir sér. Hún hlær og segir að í raun og veru hafi það verið mamma hennar sem kenndi henni að selja varning á götunni. „Hún ræktaði kjúklinga og seldi á götumörkuðum. Ég hjálpaði henni oft, stundum fór hún snemma heim, leyfði mér að halda sölunni áfram og halda peningunum. Líklega grunaði hana ekki að ég væri mörgum árum seinna aftur í götusölu. En nú sel ég allt annað en kjúklinga. Það er undarleg tilfinning að standa þarna á horninu. Mér líður líkt og konu sem bíður auðmjúk eftir að vera boðið upp í dans eða eins og böggli á uppboði sem býður þess að boðið sé í hann. Ég anda létt- ar þegar fyrsti viðskiptavinur- inn gengur í átt til Jessicu og þau ganga burt. Þetta er eldri maður, klæddur í gallabuxur og gallajakka. Ég sest inn á kaffihúsið á horninu, finn að Öruggari með eldri mönnum Það er hætt að rigna þegar Jessica kemur til baka. Hún segir að það kosti tíu þúsund peseta (u.þ.b. fimm þúsund krónur) að fara upp á hótel- herbergi með henni. Hún vinnur fjórar klukkustundir, öll kvöld nema mánudaga. „Mennirnir kaupa sér í raun og veru eina klukkustund með mér, en það er sjaldgæft að þeir séu svo lengi. Ég vona alltaf að þeir ljúki sér af á nokkrum mínútum. Áður fyrr afgreiddi ég sjö til átta menn yfir kvöldið, núna yfirleitt fjóra til fimm. Best líður mér með eldri mönnum, ég er ör- uggari með þeim.“ Hún man ekki eftir fyrsta viðskiptavin- inum. „Líklega hef ég verið svo skelkuð að ég hef þurrk- að hann úr minninu.'1 Meðan Jessica fer með næsta viðskiptavini fæ ég mér ann- an kaffibolla. Ég sit áfram og virði Jessicu fyrir mér þegar hún kemur til baka. Hún er falleg kona, hávaxin með sítt

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.