Vikan


Vikan - 07.05.1998, Side 47

Vikan - 07.05.1998, Side 47
í/uc/Hf &Titícía... y ; Hulda GuömundsdóUir félagsráðgjafi svarar bréfum lesenda. Fyllsta trúnaöar er gtctt og hréf birt ttndir dtdefni. Settdiö bréfin til: „Kœra lliilda“ Vikan, Seljavegi 2 101 Reykjavík. Hægt er að hringja í símsvara Vikunnar sími: 515-5690 Kæra Hulda Það er erfitt að bera upp erindi mitt, enda hef ég ekki sagt nokkrum manni frá þessu. Ég er 44 ára og hef verið gift ágætis manni í 24 ár. Við eigum stóra fjöl- skyldu og allt er í lagi, nema það að eftir að hann hætti að reykja um áramótin 1996 hef- ur hann stöðugt verið að þyngjast. Hann er orðinn vel feitur í dag og það fer honum alls ekki. Hann er másandi og blásandi, passar ekki í fötin sín og svitnar miklu meira en áður. Ég tók þessu vel til að byrja með, skildi að hann þurfti að borða til að gleyma sígarettunum en nú er komið nóg og ég hef ekki lengur kyn- ferðislegan áhuga á honum. Þetta er komið í hnút hjá okk- ur, ég sný mér undan þegar hann vill sofa hjá mér, eða fer svo seint í rúmið að hann er sofnaður. Ég hef hvatt hann til að hreyfa sig meira, reyni að elda ekki fitandi mat - en allt kem- ur fyrir ekki. Hann fæst ekki til að gera neitt í þessu þrátt fyrir að mér finnist hann ekki spennandi svona. Hann verð- ur bara stöðugt óánægðari með sig og ég pirraðri á að hann geti ekki tekið sig í gegn. Geturðu bent mér á leið til að bæta sambandið? Elfa Kœra Elfa Þakka þér fyrir bréfið. Spurning þín er mjög áhuga- verð. Þið hjónin hafið verið að fjarlœgjast undanfarið eftir langa sambúð. Spurningin er hvort eitthvert mein búi undir annað en holdafar og útlit mannsins þíns. Það virðist þurfa að endurnýja og rækta samband ykkar í heild efhlut- irnir eiga að komast ísamt lag. Þú þarft að spyrja sjálfa þig: „Hvaðgetéglagtaðmörkum“ til að bæta ástandið og hjálpa manninumþínum til að vinna bug á vanda sínum? Jaþiframt þvísem þú þarft að líta í eigin barm eins vel og þú getur. I öllum samböndum bera báð- ir aðilar sinn hluta ábyrgðar- innar og það þarf að skoða báðar hliðarnar. Hvað getur þú gert til að hjálpa mannin- um þínum til að bæta sína sjálfsímynd og áhuga fyrir sjáljum sér? Þið þurfið aðgefaykkurtíma og nœði til að ræða málin. Og gera eitthvað fyrir ykkur sjálf til að endurnýja og byggja upp það sem tapast hefur. Með því getur mikið áunnist í að bæta samlífið á öðrum sviðum. Ennfremur getur þú vakið áhuga mannsins þíns á að stunda einhverjar íþróttir eða líkamsrækt til að bœta líkam- legt ástand sitt, þóttþað eitt og sér sé e.t.v. ekki nóg. Félags- legu þættina þarflíka að rækta. Berisameiginlegviðleitniykk- ar ekki tilætlaðan árangur kemur til greina að leita sér- hæfðrarmeðferðartil að vinna sig út úr þessari óheillaþróun sem þú lýsir. Hulda Guðmundsdóttir Kæra Hulda Ég er óánægð með sj álfa mig, einkum útlitið, og verst er að ég er með svo lítil brjóst að ég óttast að það eigi stóran þátt í því að gera mig mjög óaðl- aðandi í augum karlmanna. Vinkona mín var að hvetj amig til að fara í brjóstastækkunar- aðgerð. Hvað finnst þér? Sigga Kœra Sigga Þakka þér fyrir bréfið. Brjóstastækkun eraðgerð eða ráðstöfun sem gengur útá það að konan óskar eftir að gera sjálfa sig meira aðlaðandi í augum annarra - einkum karl- manna. Þessu erœtlað að gera þærmeiraspennandi kynferð- islega í augum þeirra þótt að öðru leyti hafi það ekki áhrif á persónuleika þeirra eða út- geislun. Samfaraþessu kemur upp sú hugmynd hvort karl- menn œttu ekki að fá spraut- að í sig efni til að stækka axl- ir sínar, t.d. til þess að gera sig karlmannlegri og hugsanlega áhugaverðariíaugum kvenna. í heild eru svona gervibreyt- ingar á líkamanum verulegt hégómamál sem persónuleiki og sjarmi fólks byggist ekki á eða ætti ekki að byggjast á. Sjálfstraust og sjálfsímynd eiga að byggjast á ræktun ann- arra þátta persónuleikans og mannræktímikluvíðariskiln- ingi. Líkamsaðgerðir eru yfir- borðsleg aðferð og árangur þeirra getur oft verið skamm- vinnur. Kæra Hulda Ég er fráskilinn og hef búið einn í 12 ár. Eftir skilnaðinn var ég af sérstökum ástæðum ekki í standi til að mynda önn- ur sambönd, ég hafði miklar skyldur og gat lítið sinnt sjálf- u m mé r. N ý e i gi n kon a eða vin- kona var ekki ofarlega í huga mér. Vinafólk mitt og vinnu- félagar reyndu að kynna mig fyrir konum, en ég sinnti því lítið. Núna. þegar ég er hins vegar búinn að fá nóg af ein- lífinu.erégorðinnfeiminnvið konur og kann ekki að mynda ný sambönd. Mér l'innst það vera niðurlægjandi að auglýsa e f t i r vi n k on u og f ólkið í kring- um mig er orðið vant því að ég sé kvenmannslaus. Á tíma- bili var ég duglegur að fara á námskeið og reyndi að vera innan um nýtt fólk, en það geröist ekkert. Ég finn að ég er að fara meira inn í mig og mér l'innst konur vilja öðru- vísi týpur en mig. B.Ó. Kœri B. Ó. Þakka þér fyrir bréfið. Þú kvartar yfir feimni og van- metakennd. Skiljanlegt er að erfitl sé að fara út í félagslífið og leita nýrra sambanda eftir langt hlé á þvísviði. Hitt kem- ur líka fram að íþér búi sterk- ari þættir en þú nýtir um þess- ar mundir. Þú varst fyrrum duglegur að taka þátt i nám- skeiðum. Tilaðgeraþigáhuga- verðan og sér í lagi íþvískyni að byggja ttpp sjálfsímynd þína og sjálfstraust Itvgg ég að gott vœri að leita eftireinhvérju slíku á ný ogsjá hvort þértekst þá ekki smám saman að rjúfa núverandi vítahringogmynda vina- og kunningjasamböndá ný og þá um leið að auka möguleikana á að myndasam- band við kontt. Það getur vel gerst átðttr en þút veist af. ■

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.