Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 12

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 12
Viðtal: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson Sverri Hermannssyni býðst óvæntur liðsauki. f f f mniuiNm Margrét K. Sverrisdóttir, nýliöinn í pólitíkinni verkefni ætlað ungu fólki, áætlun sem heitir Ungt fólk í Evrópu. Hún snýst um styrki til ungs fólks sem vinnur að menningarlegum verkefnum milli landa. Eg hafði vinnuað- stöðu í Hinu húsinu. Þar var mjög skemmtilegt að vera, mikill uppgangur og mikið af skemmtilegu og hugmynda- ríku fólki.' PDLITÍSKT TÓMARÚM með þessum nýja flokki finnst mér í augsýn flokkur sem get- ur fyllt upp í þetta tómarúm sem mér finnst hafa myndast. Annars vegar er það vinstri blokkin sem alls ekki allir geta sætt sig við, hins vegar Sjálf- stæðisflokkurinn. Tómarúmið gæti verið fyllt með flokki sem trúir á einstaklingsframtakið, vill ekki of mikla ríkisforsjá, en er líka frjálslyndur.1' Ég gef mig ekki fram þegar ég heyri fólk tala illa um pabba þótt auðvitad sé óþægilegt að hlusta á gróu- sögur um sina nánustu. Það kom gestum Margrétar K. Sverrisdóttur í opna skjöldu þegar faðir hennar, Sverrir Hermannsson, tilkynnti i ræðu.sem hann hélt í fertugsafmæli dóttur sinnar, að hún hyggðist ganga til liðs við hann í Frjálslyndaflokknum sem hann var að stofna og er nýbúinn að halda stofnfund fyrir. Margrét hefur aldrei komið nálægt stjórn- málum og hefur á stundum verið á öndverðum meiði við töður sinn í kjörklefanum. Er eitthvað til í þessu Margrét? „Já, ég var alvarlega farin að hugsa um að söðla um, var búin að vera í sama starfi í fimm ár. Þetta gerðist nú eig- inlega af sjálfu sér. í vor, þeg- ar pabbi tók ákveðna afstöðu í fiskveiðistefnumálum og lýsti andstöðu sinni við núver- andi kerfi, varð bara allt vit- laust heima hjá foreldrum mínum. Síminn stoppaði ekki allan daginn og það var hrein- lega þörf fyrir hjáp.” Ég sit ásamt Margréti á fallegu heimili hennar og eiginmanns hennar, Péturs Hilmarssonar, þar sem þau búa með börnum sínum, Kristjáni og Eddu. Margét, sem útskrifaðist úr Kennaraháskóla Islands árið 1983, var þegar með náminu farin að vinna í félagsmið- stöðvum og var að námi loknu boðið starf sem for- stöðumaður Fellahellis. Hún flutti sig síðan í Hafnarfjörð og fékk það verkefni að stofna þar nýja félagsmiðstöð, Vitann. Margét segir það hafa verið skemmtilegt verkefni og hún er hrifin af mannlífinu í Hafnarfirði. „Síðan fór ég að vinna á vegum Evrópusam- bandsins að menningarskipta- Margrét svarar því játandi að hún geti hugsað sér að setj- ast á Alþingi, en leggur áherslu á að þangað fari eng- inn nema eiga erindi og hafa verið lýðræðislega kjörinn. „Það hefur verið spennandi að undirbúa stofnun flokksins. Ég gæti allt eins hugsað mér að vinna í flokknum t.d. í framkvæmdastjórn, það er ekki fyrirfram hægt að ákveða að ég fari á þing. En það er ekki þar með sagt að ég geti ekki hugsað mér það. Eg hef alltaf verið mikil kvenrétt- indakona, kannski stundum á svolítið öðrum nótum en ýms- ar kynsystur mínar. Á sínum tíma kaus ég Kvennalistann en gafst upp á honum, eins og sennilega fleiri konur, vegna þess að mér fannst þær of rag- ar við að fara í stjórn og fleira. I dag finnst mér vanta konur í yngri kantinum sem vilja gefa kost á sér til starfa á pólitísk- um vettvangi." Margrét segir nýja flokkinn geta fyllt upp í ákveðið tóma- rúm. „Ég hef aldrei getað fellt mig við þessa frjálshyggju sem hefur vaðið uppi í Sjálfstæðis- flokknum. Þar af leiðandi hef ég ekki allaf kosið hann, jafn- vel þótt pabbi hafi verið ráð- herra fyrir flokkinn og mér hafi oft þótt hann frjálslyndur, a.m.k. miðað við hvernig flokkurinn hefur þróast. En KONUR OG KVOTI Aðalbaráttumál nýja flokks- ins er breyting á núverandi kvótakerfi. Ég spyr Margréti hvort hún haldi að konur hafi áhuga á og viti eitthvað um þann málaflokk. „Það er nú einmitt mergurinn málsins,” segir Margrét ákveðin. „Ég vissi of lítið um kvótakerfið þegar ég byrjaði að starfa með paþba í vor. En áhugi minn á þessum málum hefur vaxið mjög mikið. Staðreyndin er sú að meiri hluti kvenna kemst ekki nær fiskveiðum en að fara í fiskvinnslustörf, eins og ég hef reyndar gert. Þó ég hafi ekki haft mikið vit á kvóta- kerfinu í upphafi var það samt búið að trufla réttlætiskennd mína og ég held að það sé al- veg nóg að fylgja henni til að geta fylgt þessu máli. Eftir að ég fór að kynna mér málið betur reiddist ég innilega þeg- ar ég sá áróðursauglýsingar LIU. Það þýðir ekki að segja að ekki sé óánægja úti í þjóð- félaginu. Óánægjan hefur kraumað hjá sjómönnum með hverju verkfallinu á fætur öðru. Það er staðreynd að konur hafa ekki stutt þetta mál í verki eins og karlar, karlar eru í miklum meiri- hluta í Samtökum um þjóðar- eign. Að vísu er töluverður fjöldi kvenna þar líka, en það er eins og þær geti ekki stigið 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.