Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 14

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 14
Margrét K. Sverrisdóttir, nýliðinn í pólitíkinni Á rjúpnaveiðum. Margrét segir að ekki hafi fækkað verulega í rjúpna- stofninum þó hún sé komin með veiði- leyfi! að verða opinber persóna. Hún neitar því samstundis. „Svona umtal er alveg hætt að snerta mig. Eg man þegar ég var 13 ára og fór út á land með pabba og mömmu þar sem pabbi var að tala á fram- boðsfundi. Ég var stödd fyrir utan húsið og varð hvumsa við þegar ég heyrði á tal ein- hverra sem voru að tala mjög illa um pabba. Mér fannst það mjög óþægilegt, en lét ekki vita af mér. Sama háttinn hef ég á enn þann dag í dag. Ég gef mig ekki fram þegar ég heyri fólk tala illa um pabba þótt auðvitað sé óþægilegt að hlusta á gróusögur um sína nánustu. Líklega má segja að maður venjist þessu og auð- vitað hefur fólk rétt á því að hafa mismunandi skoðanir. Ég mun hins vegar reyna að halda manni og börnum utan við þetta." VEIÐIMAÐURINN MARGRÉT Margrét hefur frá barnsaldri verið áhugasöm um veiðar og segir áhugann kominn frá föður sínum. „Ég byrjaði að veiða með foreldrum mínum, byrjaði í hinum fræga Hrúta- firði," segir Margrét hlæjandi. „Maðurinn minn hafði ekki komið nálægt laxveiði áður en við kynntumst en hann varð fljótt mjög áhugasamur og nú eru þetta okkar bestu stundir. Pabbi er með okkur í veiðinni. Það er mjög gaman að vera með honum úti í nátt- úrunni. Hann hefur kennt mér að lesa náttúruna alveg frá því ég var krakki. Hann er mikill útilífsmaður, það er honum í blóð borið. Fyrir þremur árum fór ég í fyrsta sinn á rjúpnaveiðar og strax í fyrstu ferðinni iðraðist ég allra ferðanna sem ég hafði ekki farið! Það er ekki til betri leið til að slaka á en að vera vel klæddur úti í náttúrunni hér á íslandi. Ganga úti í kuld- anum með öll skilningarvit opin. Það er alveg dásamlegt. Það er hreinlega ekki hægt að hafa áhyggjur af einu eða neinu þarna úti í marrandi snjónum. Ég á mína eigin byssu og veiðistöng. Mér finnst leiðinlegt þegar konur ætlast til að mennirnir geri allt fyrir þær, rétti þeim græurnar þegar allt er tilbúið. Ég er nú stutt komin í rjúpnaveiðunum og það hefur ekki fækkað verulega í rjúpnastofninum eftir að ég fékk veiðileyfið! En það er heldur ekki takmarkið, það er nóg að veiða í jólamat- inn." En það verða atkvæði, en ekki rjúpur, í sigti veiðimanns- ins næstu vikur og mánuði. Margrét segist bjartsýn á að hún eigi eftir að veiða mörg atkvæði og hún vonar að hún eigi eftir að skjóta föstum skotum á þeim veiðilendum, eins og pabbi hennar er þekkt- ur fyrir. Ég spyr hana að lok- um hvort hún sé ekkert hrædd við að hefja pólitískan feril sinn með Sverri föður sínum, sem alltaf hefur verið um- deildur og kannski aldrei um- deildari en síðustu misseri. Svar hennar endurspeglar góða sambandið sem ríkir milli þeirra feðginanna og veiðifélaganna: „Eg veit sann- leikann um föður minn og kvíði þess vegna engu um samstarf við hann." Tveir bræður, fimm og átta ára gamlir, voru þekktir fyrir hrekki og óþekkt og foreldrarnir voru í sífelldum vandræðum með þá. Ef eitt- hvað fór úrskeiðis í hverfinu var það alltaf þeim að kenna og það voru ófáar ferðirnar sem þau fóru á lögreglustöðina að sækja þá bræðurna og margar kvöldstundirnar sem fóru í að reyna að siða þá og reyna að kenna þeim að hlýða. Hjónin voru orðin mjög örvæntingarfull þegar mamman frétti af presti í næsta bæjarfélagi sem hafði orð á sér fyrir að taka erfiöa krakka og stilla þau á ótrúlega skömmum tíma. Pað varð að ráði að fara með yngri strákinn til hans fyrst. Presturinn var stór og mikill maður, hann settist við stórt borð og mændi þegjandi á strákinn í fimm mínútur án þess að mæla orð af vörum. Síðan stóð hann upp, benti með vísifingri á drenginn og sagði dimmri röddu:,, Hvar er Guð!" Drengurinn leit í kringum sig, skelfingu lostinn en svaraði ekki. Presturinn benti afturá hann og þrumaði aftur, hátt og skýrt: „Hvar er Guð!" Stráksa var nú mjög brugðið. Hann kíkti undir borðið, bak við hurð og gardínur en sagði ekki orð. Hann var byrjaður að fölna. Presturinn hallaði sér nú fram á borðið með báða hnefa kreppta og starði í augu stráks- ins og sagði: „Hugsaðu þig nú vel um drengur minn, hvar er GUÐ!" Nú varfarið heim með strákinn sem var þögull og hugsi alla leið- ina. Þegar hann kom inn hljóp hann beint inn til bróður síns, lok- aði hurðinni á eftir sér og hvíslaði áhyggjufullur: „Nú erum við í vondum málum. Guð er týndur og þeir halda að við höfum stolið honum". Úr lesendabréfum kvennablaðs: Ksri póstur, Ég er tuttugu og tveggja ára kona sem hef verið í föstu sambandi við mann í bráðum heilt ár. Ég er á pillunni en hún er dýr og mér finnst að hann eigi að borga helminginn af kostnaðinum. Gallinn er bara sá að mér finnst ég ekki þekkja hann nógu vel til að ræða fjármál við hann. Kæri postur, Eg veit eiginlega ekki hvað ég á að gera. Eg er alveg rugluð. Mig hefur lengi grunað að maðurinn minn haldi framhjá mér svo ég átti langt samtal við hann í gærkvöldi. Hann sagði að þetta væri tóm vitleysa í mér, hann hefði aldrei haldið framhjá mér og hann lofaði að gera það aldrei aftur. Kæri póstur, Eg er farin að hafa miklar áhyggjur af elsta syni mínum. Hann borgar átta þúsund krónur á mánuði í geðlæknishjálp. Hann hlýt- ur að vera orðinn brjálaður! 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.