Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 18

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 18
BOLABITURINN ÞYKIR LÍKJAST CHURCHILL Veitingamennirnir á Gráa kettinum, listamennirnir Hulda Hákon og Jón Óskar, með heimasætuna sína, tíkina Nönnu. Nanna kíkti við til þess að heilsa upp á bróður sinn, sigurvegarann Bonus Padre. Ólafur Magnússon, for- maður og prímusmótor félagsins, býr sig undir að krýna sigurvegarann. Sigurvegarinn, Bonus Padre, ásamt stoltum eiganda sínum, Sigurði H. Guðjónssyni lögmanni. Oq sigurvegarinn er... Klúbb- meðlimir fylgjast með útnefn- ingunni.fulíir eftirvæntingar Fyrir rúmum tveimur árum stofnuðu eigendur bolabíta á Is- landi með sér félagsskap. Tilgang- urinn var að halda utan um rækt- unina á hundunum sem í dag eru um 28 talsins hér á landi. Hópur- inn hittist mánaðarlega, farið er í gönguferð eitthvað út fyrir bæinn, og hundar og menn bera saman bækur sínar. Fyrir nokkru hélt klúbburinn kvöldskemmtun á kaffistofunni Grái kötturinn við Hverfisgötuna í Reykjavík. Eigendurnir, lista- mennirnir Hulda Hákon og Jón Óskar, eru bolabítseigendur og klúbbfélagar. Fyrir utan það að eiga saman góða kvöldstund var tilgangur kvöldsins að verðlauna hund þann sem reyndist stigahæst- ur eftir keppnir ársins. Það var enginn annar en bolabíturinn Bonus Padre og var hann klæddur í sigurvegaraskikkju við hátíðlega athöfn. Bolabítur Huldu og Jóns Óskars, tíkin Nanna, er systir sig- urvegarans og segir Jón Óskar hana heimasætuna á þeirra heim- ili. Nanna fer daglega með Jóni Óskari í vinnuna og lítur stundum við á Gráa kettinum þegar búið er að loka og verið að ganga frá. Jón Óskar segir bolabítinn upphaflega kominn frá Englandi, enda sé hann kenndur við landið, heitir á ensku English Bulldog. „A 16. öld var hann ræktaður fyrir svokallað bolaat, en það var ljótur leikur sem enskir konungar höfðu mætur á. Leikurinn var bannaður í byrjun 19. aldar. Það var svo um síðustu aldamót, þegar bolabítsstofninn var næstum útdauður, að maður einn í Englandi hóf að rækta þá á nýjan leik og í dag er bolabíturinn einn vinsælasti heimilishundur Breta. Hann er sagður líkjast bresku þjóðarsálinni, er íhalds- samur, þvermóðskufullur og yfir- vegaður og þykir líkjast Churchill í útliti!" Jón Óskar segir bolabíta afskap- lega skemmtilega hunda. „Þeir eru góðir heimilishundar sem ekki þurfa á mikilli hreyfingu að halda. Þeir eru rólegir og yfirvegaðir og umfram allt eru þeir skemmtileg- ir." Texti: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Hreinn Hreinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.