Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 25

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 25
Handverk hefur átt vaxandi fylgi að fagna hjá þjóðinni undanfarin ár, ekki síst þeim hluta hennar sem býr á landsbyggðinni. Sumir hafa af þessu drjúgar tekjur en aðrir láta sér nægja ánægjuna af því að glíma við efniviðinn og skapa úr honum eitthvað sem gleður augað og andann. Og víst er um það, eins og allt það sem gleður og lyftir and- anum, þá eykur handverkið möguleika á langlífi. Um það vitna þrír unglingar í Eyja- Lenti ung í saumaskap Sigurgeir bróðir hans stund- aði búskap alla sína starfsævi en þegar hann hætti því fór hann á námskeið í útskurði sem haldið var á vegum kven- félagsins. „Eg hef mest verið að skera út klukkur, ætli þær séu ekki orðnar um tuttugu talsins. Svo hef ég líka skorið út ýmsa smáhluti, statíf fyrir eldhúsrúllur, myndaramma, prjónastokka, aska og þess háttar. Það er gott að eiga þetta og nota til gjafa fyrir fjölskylduna, miklu skemmti- legra að gefa eitthvað sem Handverkið lengir lífið Það fer ekkert á milli mála þegar unglingarnir á Öngulsstöðum III í Eyjafirði eru sóttir heim Handverksfólkið á Öngulsstöðum III; Sigurgeir, Guðný og Þórhallur fjarðarsveit sem eru komnir um áttrætt og löngu hættir að fást við búskap en eru alltaf eitthvað að dunda. Heimili þeirra á Öngulsstöðum III ber þess vitni, því þar er allt fullt af fögrum smíðagripum, útskorn- um munum, útsaum og ofnum myndum og áklæðum. Það liggur misvel fyrir fólki að iðka handverk en það hefur aldrei vafist fyrir þeim elsta í hópnum, Þórhalli Halldórssyni sem var það sem kallaðist sveitasmiður, ófaglærður en lagtækur smiður í sveitinni. Handbragð hans má greina í öðru hvoru húsi í Eyjafjarðar- sveit og hann átti það jafnvel til að leggja rafmagn eða mið- stöðvar í hús ef þar til gerðir iðnaðarmenn voru vant við látnir. En frá þessu mátti ég víst ekki segja! Eftir að Þórhallur hætti störf- um við húsasmíðar og búskap. hefur hann fengist við að smíða og þó aðallega að gera við húsgögn. Hann segir að það sé raunar miklu meira verk að gera upp gömul hús- gögn en smíða ný. Stundum eru þau svo illa farin eins og kistan sem honum var send frá Vopnafirði. „Hún kom til mín í poka. Það voru engar tvær spýtur fastar saman, en það vantaði enga svo mér tókst að koma henni saman," sagði Þórhallur. maður hefur búið til sjálfur," segir hann. Sigurgeir segist einkum fást við útskurðinn yfir veturinn en uppáhaldsvið- urinn er mahóní. Guðný Magnúsdóttir kona Sigurgeirs segist hafa minnst til að sýna af þeim þremur. „Eg lenti nefnilega snemma í saumaskap og fatasaum því fylgir sá galli að fötin hverfa frá manni. Ég hef saumað á mig frá tólf ára aldri og finnst ég alltaf vera að stelast ef ég kaupi mér tilbúna flík," segir hún og bætir því við að hún fá- ist líka við að mála á postulín. Eins og áður sagði ber íbúð- in þessari iðju þeirra þre- menninganna fagurt vitni. Þau búa líka svo vel að hafa góða aðstöðu til að stunda hand- verkið. Þórhallur hefur bæki- stöð á verkstæðinu á bænum þar sem hann unir sér vel þótt stundum geti verið kalt þar. Þar smíðar hann allt mögu- legt, ekki bara húsgögn því þegar bróðursonur hans, Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, breytti fjósinu á bænum í gisti- heimili fyrir ferðamenn, smíð- aði Þórhallur stiga og alla glugga í húsið, fjórtán talsins. Og í þessu „ferðamanna- fjósi" sem svo má kalla hefur Guðný líka innhlaup fyrir handverkið. Sonardóttir henn- ar er myndlistarkona og hefur komið sér upp verkstæði þar sem Guðný er með vefstól. Þau segja það nokkuð mis- jafnt hversu duglegt eldra fólk Siqurgeir, Guðný og Þórhallur við stafla af gömlum Vikum. Vikan var notuð til lestrar- kennslu á heimilinu hér áður fyrr. í sveitinni sé að stunda hand- verkið. Félag aldraðra starfar með nokkrum blóma í sveit- inni og telur um 70 manns. „Þar er mikið starf í gangi, farið í gönguferðir og lengri ferðir á sumrin en á veturna eru stundaðar hannyrðir og annað sem tengist félagslífinu. Það er erfitt að fá karlana í hannyrðirnar, þeir vilja alltaf vera að spila. Stundum eru þeir svo æstir í spilamennsk- unni að þeir gefa sér varla tíma til að drekka með okkur kaffi," segir Guðný og brosir út í annað. Vikan notuðtil lestnankennslu En af því að blaðamaður var frá Vikunni barst talið að því fornfræga blaði sem hefur skip- að sérstakan sess á Öngulsstöð- um. Guðný segist hafa byrjað að kaupa blaðið þegar það fór að koma út fyrir sextíu árum og haldið þeim sið lengst a£ „Ég held að flest blöðin séu til einhvers staðar í geymslu nema þau sem voru bókstaflega lesin upp til agna. Það var þegar börnin voru ung, Vikan var í miklu uppáhaldi hjá þeim," segir Guðný. Og Þórhallur bæt- ir því við að hann hafi kennt börnunum á bænum að lesa með aðstoð Vikunnar. Texti: Þröstur Haraldsson Myndir: Gunnar Sverrisson 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.