Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 20

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 20
NIARGT SNIÁTT GERIR EITT STÓRT Jólin eru tími barnanna og við gleðjum börnin í kringum okkur á margvíslegan hátt. Við kaupum handa beim falleg föt og pakkarnir eru stærri og dýrari en á öðrum árstímum. Margir hugsa einnig til allra þeirra barna, hér heima og erlendis, sem minna mega sín, og vilja láta eitthvað af hendi rakna til að gera þeim líf- ið ánægjulegra. Upphæðirnar þurfa ekki að vera stórar því hér gildir hið fornkveðna að margt smátt geri eitt stórt. _____________________________ Þórunn Stefánsdóttir tók saman SOS-BARNAÞORPIN Margir íslendingar kannast við starfsemi SOS-barnaþorp- anna. 10 ár eru síðan þau voru fyrst kynnt hér á landi og nú eru 2.700 manns sem styrkja börn um allan heim með mánaðarlegum fjárframlögum og aðrir 5.000 eru almennir stuðningsaðilar, svokallaðir hollvinir barnanna. Þeir, sem styrkja ákveðið barn, greiða 1.000-1.400 krónur mánaðarlega, hollvinirnir greiða einhverja upphæð við og við. Ulla Magn- ússon, formaður SOS á íslandi, segir styrktarforeldrana hafa mikla þýðingu fyrir börnin. Þau viti mætavel af þeim og þeim þyki vænt um að fá send bréf og myndir og stundum peningagjafir, svo sem á jólum. Fyrsta barnaþorpið var reist í Austur- ríki árið 1949 og nú, 49 árum síðar, eru þorpin orðin 360, víðsvegar um heiminn. Það var Austurríkismaðurinn Hermann Gmeiner sem átti hugmyndina að starf- seminni sem hefur skipt sköpum fyrir framtíð barna víða um heim. Eftir seinni heimsstyrjöldina var mikið af munaðar- lausum börnum og Hermann stofnaði fyrsta barnaþorpið til þess að börnin gætu aftur eignast heimili, móður og systkini. í hverju þorpi eru 16-18 hús í þyrpingu. I hverju húsi er ein móðir sem sér um 8-10 börn. Þau eru á öllum aldri, eins og um venjulegan systkinahóp væri að ræða. Móðirin þiggur laun frá SOS og fær þjálfun áður en hún tekur við móður- hlutverkinu, þar sem börnin eru oft með margvísleg vandamál. Langoftast eru börnin munaðarlaus eða yfirgefin. Þó er það þannig í Austur-Evrópu, t.d. Rúss- landi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, þar sem nýbúið er að byggja barnaþorp, að mikið er um félagslega „tæknilega munaðarlaus" börn. Börnin koma í þorpin af sjúkrahúsum þar sem þau hafa verið skilin eftir, stund- um hafa þau verið skilin eftir hjá ættingj- um sem ráða ekki við að metta einn munninn í viðbót, eða frá stórum munað- arleysingjahælum. Þorpin eru ekki mun- aðarleysingjahæli, þau eru framtíðar- heimili barnanna. Þar fá þau menntun, oftast einhvers konar verkmenntun, en þau, sem hafa námshæfileika, fá frekari menntun. Fleiri hundruð skólar hafa ver- ið byggðir við þorpin eða í námunda við þau. Börn utan þorpanna njóta einnig óbeint góðs af SOS starfinu þar sem þau hafa einnig aðgang að skólunum. Kenn- ararnir eru á launum hjá SOS. Ulla segir að þeir, sem hafi áhuga á að gerast styrktaraðilar eða hollvinir barn- anna í SOS þorpunum, geti látið skrá sig á skrifstofunni á íslandi. Það sé hægt að sækja um að styrkja barn frá ákveðnu landi og einnig ráði styrktaraðilar hvort þeir styrkji dreng eða stúlku. Hún minnir líka á jólakortasölu samtakanna. SOS barnaþorpin á íslandi, Hamraborg 1, 200 Kópavogur, sími: 564 2910, fax: 564 2907 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.