Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 41

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 41
Forvitnileg eldhúshandbók kemur út fyrir jólin hjá Fróða eftir Þráinn Lárusson matreiðslumeistara. Auk margra hagnýtra upplýsinga hefur bókin að geyma ýmsar nauðsynlegar grunnuppskriftir. Þar er einnig að finna þarfan orðalista yfir allskyns matartegundir sem nýlega hafa rutt sér til rúms á Islandi. Vafalaust kann- ast margir við það að hafa staðið á gati í stórmörkuðum þegar reyna á eitthvað nýtt og spennandi. Þannig vita sumir ekkert hvar avocado er að finna því þeir hafa ekki hugmynd um að ávöxurinn hefur fengið íslenska heitið lárpera. Flestir hafa einnig staðið frammi fyrir því að skilja hvorki upp né niður í matseðlum fínu frönsku veitingahúsanna út í hinum stóra heimi. Það er því ekki úr vegi að hafa Eldhúshandbókina með í för ætli maður aðeins að slá um sig. Hér koma nokkur dæmi úr annars ítarlegum orðalista Eldhúshandbókar- innar: Passionfruit er píslarepli, ekki ástríðuá- vöxtur, eins og margir hafa haldið. Betterrave er rauðrófa. Blackberry er brómber og cranberry trönuber. Pumpkin, þetta sem bandaríkjamenn nota á hrekkjavöku heitir á íslensku grasker. fs- lenska heitið yfir aubergines er eggaldin. Það sem er ýmist kallað Italian Marrows eða cour- gettes er í raun kúrbítur. Horseradish er pipar- rót, Nectarine er næpa, ekki appelsínutegund. Á ensku er svo paprika kölluð sweet pepper en eldpaprika er hins vegar chilli pepper. Svo má geta þess að ugli fruit hefur fengið það fína ís- lenska heiti Yglir. Og ef maður ætlar að vera svolítið fínn með sig í útlöndum er ágætt að kunna skil á nokkrum fínum fisktegundum og fáeinum fuglategundum á frönsku: Til dæmis er calmar smokkfiskur á finnsku, langouste er risa- humar, anguille áll en congre merkir hafáll, lati- ance eru hrogn, coquillages er skelfiskur og huitre ostra. Af fuglategundum má nefna að ak- urhæna er á frönsku perdix, kornhæna caille, capon er geldhani, faisan einfaldlega fashani, skógarhænsni er groose og svo mætti áfram telja. Náttúrlega íslenskt Þótt náttúra íslands sé á margan hátt gjöful eiga flestir erfitt með að átta sig á hvaða villtu jurtir úr henni er hægt að nýta sér til matar. Menn nýttu sér þó ýmislegt úr náttúrunni fyrr á öldum sér til lífbjargar. Þessi matargerð lagðist niður með nýjum lífsháttum en nú hefur sumum tekist að koma aftur auga á eitt og annað sem nota má til þess að lífga upp á daglega neyslu. Hér koma nokkur dæmi: Hvönn: Hún var lengi vel mikilvæg matjurt á norðlæg- um slóðum. Unga stöngla hvannarinnar má nota í sultu og grauta líkt og rabarbara, þá má nota leggina til þess að sulta í sykri og ediki og bera fram með mat. Ræturnar má líka nota ofan á brauð og sem krydd í mat en þær eru mjög bragðmiklar. Söl: Margir vita að söl er að finna í flestum fjörum landsins en þau verður fyrst að útvatna í allt að sólarhring, líkt og saltfisk, áður en þeirra er neytt. Sölin eru langbest eitt og sér sem snakk en svo eru líka margir sem nota þau sem krydd. Þess má geta að þó að söl séu að mestu týnd á sumrin og á haustin má víða tína þau allan árs- ins hring en þau má bara nýta ef þau eru rótföst, ekki þau sem rekið hafa á land. SveppiP: Sveppir finnast á víð og dreif um landið, allt að 1.000 tegundir. Af þeim eru margir ósýnilegir en 55 eru taldar ætar og þar af 20 bragðgóðar. Ef fólk hyggur á sveppatínslu í fyrsta sinn er gott að hafa hagnýtar upplýsingar við höndina því margar sveppategundir eru eitraðar. Upp- lýsingar um æta sveppi er að finna í Eldhús- handbókinni eftir Þráinn Lárusson, sem kemur út fyrir jólin, en þar er líka að finna allt um það hvernig best er að geyma sveppi svo hægt sé að nota þá allan ársins hring. Best er að fyrsta þá eða þurrka við vægan hita, til dæmis á miðstöðv- arofni. En áður en frysting fer fram er gott að láta sumar tegundir standa við stofuhita áður í einn dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.