Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 22

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 22
 „Nú er bráðum liðið eitt ár frá því heimili mitt brann. Það geröist viku áður en jólin gengu í garð. Það er nú einu sinni svo að í þjóðfélaginu okkar gengur allt út á að hafa allt sem flottast og dýrast og ekki einu sinni jólin fara varhluta af því. Áður tók ég þátt í dans- inum í kringum jólagullkálfinn eins og allir hinir. En það verður öðruvísi nú í ár." g hef alla tíð verið mikið jólabarn og það hefur ekk- • * ■ Je.rt breyst með árunum. Ég veít uð margar konur af yngri kynslóð- inni leggja ekki eins mikið upp úr bakstri og hreingerningum fyrir jól og gert var „í gamla daga". En þannig er það ekki með mig. Eg er ein af þeim sem finnst að allt eigi að vera fullkomið á jólunum. Borðin eiga að svigna undan smákökunum og lagkökunum, heimatil- búið konfekt á að fylla skálarnar á borð- unum og heimilið á að vera skreytt ljós- um. Ég skal fúslega viðurkenna að fyrir jólin í fyrra var ég í kapphlaupi við tím- ann til þess að vera búin að öllu í tæka tíð. Síðustu dagana fyrir jól var ég búin að ráða mig í vinnu í verslun og það þýddi að ég þurfti að vera búin að öllu fyrir þann tíma. Það var þriðjudagur og nákvæmlega ein vika til jóla. Eg var ánægð með mig, ég hafði náð takmark- inu. Ég var búin að kaupa allar jólagjaf- ir, jólakjólarnir á dætur mínar hengu til- búnir inni í skáp, ég var búin að baka, jólaljósin skinu úr hverjum glugga, allt var tilbúið. Og þó. Allt í einu mundi ég eftir því að ég átti eftir að búa til jóla- konfektið. Hvernig í ósköpunum gat ég hafa gleymt því? Eg ákvað að ráða bót á gleymsku minni og hnoðaði mar- sípankúlur í einum hvelli meðan yngri dóttir mín lék sér á eldhúsgólfinu hjá mér. Ég hnoðaði kúlurnar og virti fyrir mér eldhúsið mitt sem var jólalegt og fallegt. Ég var búin að hafa mikið fyrir því að gera það jólalegt og nágrannarnir höfðu á orði hversu gaman það væri að horfa inn um fallega skreyttan eldhús- gluggann. Maðurinn minn kom í gættina og sagðist ætla að sækja eldri dóttur okkar í leikskólann. I þann mund mundi ég eftir því að ég átti eftir að kaupa eitt- hvað í skóinn handa dætrum okkar. Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.