Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 17

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 17
Jólataflið er það eina sinnar teg- undar á íslandi. Háu jólasvein- arnir endurgerð af mjög gömlum tréstyttum. Kúlurnar eru úr flúneli og bæði þær og tusku- jólasveinarnir eru ættuð frá Bandaríkjunum. Jólasokkurinn með krossaumnum er hins vegar saumaður í Kína. Jólin eru al- þjóðleg. enda er áhuginn brennandi. Þau skipta við tvö stór og virt fyrirtæki sem sérhæfa sig í jólavörum í Þýskalandi. Ann- að þeirra hefur framleitt gler- skraut í meira en öld og jólakúlur frá þeim síðan 1920 ganga nú á 150 dollara stykkið (rúmlega 10 þúsund krónur) í Bandaríkjunum. Mestan hluta vörunnar flytja þau þó inn frá Bandaríkjun- um og þar skipta þau beint við tvær keðjur sem sérhæfa sig í jólavörum og marga smærri aðila, s.s handverks- hópa. Eitt merkið, sem þau bjóða, er David Frickman, en frá honum koma safnaravörur sem þekktar eru um allan heim. Annað safnaramerki, sem hægt verður að fá í Jóla- húsinu, eru merkilegir jóla- sveinar sem kallaðir eru Bellsnickle, en sú jólasveina- útgáfa er þýsk-rússnesk. Bellsnickle lítur alltaf eins út, en með honum er alltaf eitt- hvert dýr í útrýmingarhættu. Þegar hjónin, sem framleiða þennan jólasvein, fréttu af Jólahúsinu á Islandi vildu þau endilega gera einn „sérís- lenskan" en hann er með snæ- uglu með sér. Á miðanum, sem fylgir honum, stendur prentað Gleðileg jól og einnig er minnst á Grýlu. Að viðhalda íslenskum jólasiðum „Útlendingar eru heillaðir af okkar séríslensku jólasiðum. Jólahúsið Ijósum skreytt í skammdegismyrkrinu. Þessi glæsilegi hátíðafáni er keyptur hjá „The Gunnarsson family" á eyju í Michiganvatni. Jólaveröld jólahússins. Hér gefur að líta ýmislegt smádót s.s jóla- sveina, mýs, bangsa, krosssaumsskraut, engla, tappa í vínflöskur og fleira. Hér ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er að minnsta kosti víst, að hér finna menn barnið í sjálfum sér. Það er svo margt hér sem er einstakt og fólk hrífst af. Það sem okkur finnst sjálfsagt, eins og það að allar kirkjur í landinu hringi inn jólin klukk- an sex á aðfangadag, er nán- ast kraftaverk í augum útlend- inga. Meðan við hrífumst af er- lendu jólasveinaímyndinni og innleiðum hana í okkar menn- ingu finnst útlendingum stór- kostlegt að íslensku jólasvein- arnir hafi verið hrekkjóttir, Ijótir, tannlausir og rifnir og komnir af tröllum. Við viljum alveg endilega viðhalda okkar eigin sérstöku jólasiðum og það vantar tilfinnanlega meira af þvíumlíku. Ég vil endilega nota tækifærið og auglýsa í Vikunni eftir íslensku hand- verksfólki sem vill búa til fal- legar alíslenskar jólavörur. Við erum sjálf með okkar merki en þar er jólasveinninn í lopapeysu og hann ferðast á sleða með íslenskum hesti spenntum fyrir og með hon- um í för er jólakötturinn sjálf- ur“. Það er ævintýri líkast að skoða Jólahúsið. Það er eins og að vera kominn inn á of- hlaðið heimili, meira að segja pottofnarnir verða jólalegir inni í litla bjálkahúsinu. Jól og aftur jól í hverju skoti, enda- laust. Allt sem manni gæti dottið í hug og svo ótal margt fleira; tré, ljós, toppar og kúl- Gyllt jólastemmning. Hér hefur Þóru tekist að halda sig við einn lit þótt hún telji sjalf að henni sé það ómögulegt. í þessum jóla- skáp er að finna jólasveina í öll- um stærðum og gerðum, auk teppa undir jólatrén og fleiri vefnaraðarvöru fyrir jólin. ur, dúkar og mottur, bækur og pokar, jólabangsar, laufa- brauð, fuglar, tafl, dúkkur, sokkar, svuntur, epli, klemm- ur fyrir jólakortin og svo mætti áfram telja. En það þjónar engum tilgangi að telja upp jóladótið, það verður eig- inlega að skoða það til að upplifa stemmninguna. texti: Jóhanna Harðardóttir myndir: Hreinn Hreinsson 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.