Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 52

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 52
JORNUsliini.il.. Söngkonan íagra janet Jackson segist ekki hafa áhuga á að eignast börn - þvi hún hafi áhyggjur af því að standa sig ekki i móðurhlutverkinu. "Ég elska börn en ég er hrædd við að verða ekki nógu góð mamma," segir Janet. Sambýlis- manni hennar, Rene Elizondo, langar til að eignast börn en hún segist hafa séð of mörg dæmi þess hjá rika og fræga fólkinu að börnum sé bara komið fyrir hjá barnfóstrum. "Það eru allir rosalega spenntir fyrir barneignum en síðan talar þetta fólk bara um hversu erfitt það sé að ala börnin upp." Þess má geta að ekki er langt siðan Janet sá börn bróð- ur síns, Mikka, í fyrsta sinn. Þau hafa bæði verið önnum kafin og hún hefur ekki haft tima fyrir heimsóknir. Hún segir að Prince litli, sem er tveggja og háfls árs, hafi fljótt orðið mjög hændur að sér. EKKI TIL í BARN TEXTI: SÆVAR HREIÐARSSON OG YFIRGEFIN Gamanleikkonan Whoopi Goldberg er mjög ílughrædd og ferðast því helst landleiðina þegar hún þarf að komast milli staða. Nýlega hélt hún fyrirlestur i Harvard háskóla en þurfti síðan að ferðast yfir þver og endilöng Banda- ríkin til að vera viðstödd galakvöld hjá bandarísku kvik- myndaakademíunni. Goldberg fór í rútu en þó ekki með almenningsvagni. Hún er með sérhannaðan lúxusvagn til að flytja sig milli borga. Hjartaknúsarinn Tom Cruise er alltaf sama hetjan, jafnt á hvíta tjaldinu sem í einkalífinu. Fyrr i haust kom hann vell- auðugri nágrannakonu sinni i London til hjálpar þegar óprút- tnir náungar gerðu tilraun til að ræna af henni skartgripum. Rita Simmonds á heima spölkorn frá heimili leikarahjónanna Tom Cruise og Nicole Kidman í London og hún var með dýr- gripi sem metnir eru á 15 milljónir króna þegar árásarmenn- irnir létu til skarar skríða. "Tom var alveg frábær. Hann hljóp niður götuna ásamt líívörðum sínum og hrakti ræningj- ana á flótta," segir Rita. Þjófarnir náðu hring, armbandsúri og eyrnalokkum af fórnarlambinu. Á síðustu tveimur árum hefur Cruise nokkrum sinnum komist í fréttirnar fyrir hetju- dáðir. Hann bjargaði snáða sem var að kremjast í örtröð á frumsýningu myndarinnar Mission Impossible auk þess sem hann bjargaði fólki úr brennandi snekkju undan strönd Italíu I sumarleyfinu sínu. I fyrra kom hann síðan til hjálpar þegar ekið var á gangandi vegfaranda og borgaði meira að segja sjúkrahúsreikninginn. FLUGHR Leikkonan síunga Cybill Shepherd er einstæð móðir á ný eftir að sambýlismaður hennar síð- ustu fjögur árin, tónlistarmaðurinn Robert Martin, yfirgaf hana i síðasta mánuði. "Hún hefur verið alveg miður sín en mun þó vera að byrja að ná sér á strik á ný," segir tals- maður hennar. Shepherd, sem er 48 ára, hefur verið ófeimin við að tala um einkalífið I fjöl- miðlum undanfarnar vikur, enda ekki langt síðan hún gaf út ævisögu sína og hún vildi alla þá athygli sem gafst. Hún sagði m.a. að kynlífið væri betra eftir því sem hún yrði eldri og Martin væri "mjög ævintýragjarn í bólinu". Leikkonan sagði að það væri engin ástæða fyrir þau að giftast þar sem ástin blómstraði á heimilinu. Cybill á tvö misheppnuð hjónabönd að baki og er þriggja barna móðir. Hún á 19 ára dóttur með fyrsta eiginmanni sínum, bíla- salanum David Ford og 11 ára tvíburasyni með seinni eiginmanninum, hnykkjaranum Bruce Openheimer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.