Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 51

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 51
og þau geta gert kraftaverk á sviðinu", segir Sigríður og hlær við tilhugsunina um þessa ungu leikara. Síðan hún eignaðist börn sjálf hefur hún meira og minna starfað með fóiki og fyrir fólk, þó aðallega börn. „Ég kenni allt frá 6-16 ára og það er mjög gefandi. Þau hafa Ííka svo gott af þessu. Krakk- ar sem læra að tjá sig svona eiga svo miklu auðveldara með öll samskipti við annað fólk seinna meir. Ég hef alltaf haft mjög gaman af starfi mínu með börnum og fyrir börn, það eru 20 ár síðan við Jón E. Guðmundsson stofn- uðum íslenska Brúðuleikhús- ið og fórum að fara milli leik- valla til að skemmta börnun- um. Ég lánaði brúðunum rödd mína og ég missti málið fljótt svo við fórum á fund Borgarinnar og sníktum út hátalara til að geta haldið áfram. Ari seinna fengum við svo bíl til afnota og síðan heit- ir þetta Brúðubíllinn. Ég starfaði við hann í 17 ár, en þá tók Helga Stephensen við honum. Ég er þó enn viðloð- andi Brúðubflinn því ég sem allt bundið mál fyrir brúðurn- ar, mér er það ómögulegt að slíta mig frá starfi með börn- um alveg". En Sigríður er kominn á nýtt ról núna. Hún flutti frá BB (Brúðubflnum) og í ÚÚ (Úr- val Útsýn) þar sem hún er skemmtanastjóri fyrir „Úr- valsfólk" sem eru eldri borgarar í orlofi á Kanarí. Hún er vön á þessu sviði þar sem hún var skemmt- anastjóri fyrir húsmæðraor- lof áður. Hún virkar eins og vítamínsprauta á mann- skapinn og fær alvarlegasta fólk til að sprella og skemmta sér. „Þetta er svo gaman og uppbyggilegt. Þarna kemur saman fólk sem er hætt að hafa áhyggjur af daglegu amstri og er komið til að njóta lífsins og gerir það svo sannarlega" segir Sigríður. „ Fólk finnur til öryggis þarna, það er fararstjóri og hjúkrunarfræðingur með og allir eru tilbúnir til að bregða á leik. Ég á fullt herbergi af bún- ingum og fer alltaf með fulla tösku af þeim með mér. Mér tekst alltaf að fá alla til að taka þátt í einhverjum fíflalátum, það er svo auðvelt þegar maður er kominn í eitt- hvert hlutverk. Það er líka svo skemmtilegt fólk saman kom- ið þarna svo það vantar hvorki hagyrðingana né aðra skemmtikrafta". Það sést á Sigríði að hún nýt- ur lífsins sem skemmtana- stjóri. Það kemur leiftrandi glettni í augun á henni við til- hugsunina. „Ég nýt þess að sjá þetta fullorðna fólk skemmta sér svona innilega og ég hrífst með því og það með mér. Við tökum létta sveiflu á morgn- anna, göngum, spilum miní golf, grillum saman og förum í stuttar ferðir eða út að versla, höldum tískusýningar, döns- um, spilum vist, syngjum og tröllum og höldum kvöldvök- ur". „ Ég veii aldnei hvont ég er að koma eðalara!" „Margir reyna hér ýmislegt sem þeir hafa aldrei prófað fyrr og kynnast nýrri hlið á sjálfum sér. I fyrra var hér á Kanarí næstum blind kona, Nina Finsen, sem fór heim með tvenn verðlaun úr minigolfinu, hún fékk silfur- verðlaun í golfinu og auk þess verðlaunapening fyrir að skjóta holu í höggi! Éólk á mjög góða daga hjá okkur og þar sem fólk leikur sér svona kynnist það hvort öðru svo vel og margir hafa eignast vini fyrir lífstíð í þess- um ferðum". Sigríður flakkar mikið á milli íslands og Spánar, Kanaríeyja og Mallorka. Hún er eins og farfugl. „Ég veit aldrei hvort ég er að koma eða fara" segir hún og hlær dátt. „Ég get ekki slitið mig frá börnunum svo ég er alltaf heima á veturna meðan ég er að kenna þeim. Ég var líka Stúfur, húsjólasveinn á Bessa- stöðum meðan Vigdís var for- seti og fannst það mjög gam- an. Annars er ég mest heima á sumrin, það er holit að fara suður á bóginn á haustin og vorin, það styttir skammdegið og gefur manni orku" segir Sigríður Hannesdóttir, gleði- gjafi að aðalatvinnu. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.