Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 21

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 21
WEMA CENTRE í KENÝA Wema Centre, sem er endurhæfingarstöð fyrir ungar stúlkur sem hafa stundað vændi, hóf starfsemi sína árið 1993. Hugmyndina að endurhæfingarstöðinni átti kona nokkur sem átti veitingastað í miðborg Mombasa og hafði daglega fyrir augunum börnin á götunni fyrir utan sem oftar en ekki unnu fyrir sér með vændi. Hún byrjaði að hjálpa einu og einu barni og byggði svo heimili sem getur hýst 100 börn. Þar er einnig veitt starfsþjálfun og lækn- isþjónusta fyrir þá sem búa í nágrennnu. Öll- um tiltækum fjármunum er nú varið til þess að stækka heimilið og stel'nt er að því að geta hýst þar 200 börn. Ungu stúlkurnar konta beint af götunni en á heimilinu fá þær húsa- skjól. fæði og klæði, læknishjálp. menntun, verkþjálfun og ráðgjöf. Einnig er reynt að hjálpa þeim senr eldri eru að stofnsetja t.d. lít- il handiðnaðarfyrirtæki. Heimilið safnar peningum til starfseminnar með ýmsum hætti og mörg barnanna hafa stuðningsmenn sem borga fyrir þau skóla- gjöld. íslendingar, sem nýlega voru á ferð í Mombasa, skoðuðu heimilið og voru sam- mála urn að þar færi frarn mikilvæg og góð starfsemi. Stúlkurnar senr þarna búa eru á öll- um aldri, því fyrir utan ungu vændiskonurnar búa þar heimilislaus börn alveg niður í þriggja ára. Þeim, sem vilja leggja starfseminni lið, er bent á að það væri vel þegið að fá sendan fatnað, skó og leikföng. Einnig er hægt að leggja peninga inn á bankareikning heimilis- ins. MÆÐRASTYRKSNEFNDIN Nú eru liðin 70 ár frá því að Mæðrastyrksnefnd hóf að styrkja einstæðar mæður sem eiga í erfiðleikum. Kvenréttindafélag ís- lands hóf starfsemina með því að safna saman konum til að aðstoða ekkjur og börn sjómanna eftir mikil sjóslys sem urðu hér við land árið 1928. Á þessum 70 árum hefur mikið starf farið fram á vegum Mæðra- styrksnefndar. Sífellt fleiri sækja um peningastyrki og sem dæmi má nefna að síðastliðin tvö ár hafa samtals um 1.000 heimili notið aðstoðar fyrir jól- in. I desember verður opið hjá Mæðra- styrksnefnd alla virka daga kl. 14:00- 16:00 að Njálsgötu 3. Þangað geta konur leitað í byrjun desember og sótt um styrki. Fataúthlutun Mæðrastyrksnefndar er opin alla miðvikudaga kl. 16:00- 18:00 að Sólvallagötu 48. Þar eru gefin föt og einnig er hægt að kaupa þau á vægu verði á flóamarkaði Mæðra- styrksnefndar. Mæðrastyrksnefndin, Njálsgötu 3, 101 Reykjavík, sími: 551 4349 Fatamóttaka og fataúthlutun, Sólvallagötu 48, 101 Reykjavík, sími: 552 5277 HJALPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Heimilisfang: Bankareikningur: Wema Cenlre, Stanbic Bank Nkrumah Rd, PO Box 88820, Mombasa, Mombasa, Ac Name: Wema Centre, Kenya Ac no: 153 0315346 001 Hjálparstofnun kirkjunnar fer af stað með árlega landssöfnun sína fyrsta sunnudaginn í aðventu. Söfnunin er fyrir neyðar- og þróunar- aðstoð Hjálparstofnunarinnar, bæði hér heima og erlendis. Sendir eru gíró- seðlar og peningabaukar á hvert heim- ili á landinu. Þessi landssöfnun og sala á friðarkertum fyrir jól er aðalfjáröfl- unarleið Hjálparstofnunar kirkjunnar. Hjálparstofnunin veitir einnig aðstoð á erlendri grund. Á vegum hennar styrkja íslendingar yfir 1.000 börn á Indlandi til framfærslu og náms. Þeir, sem vilja taka þátt í þeirri hjálp, geta fengir allar upplýsingar á skrifstofunni að Laugavegi 31. Hjálparstofnunin gefur matarpakka til fjölskyldna sem ekki hafa peninga- ráð til að kaupa í jólamatinn. í hverj- um matarpakka er miðað við að sé a.m.k. ein betri máltíð fyrir hverja fjöl- skyldu. Þeir, sem vilja sækja um slíka aðstoð, geta haft samband við skrif- stofuna að Laugavegi 31, dagana 7. - 11. desember. Hjálparstofnun kirkjunnar, Laugavegi 31, 101 Reykjavík, sími: 562 4400 RAUÐI KR0SSINN Rauði kross Islands er ekki með sér- staka fjársöfnun fyrir jólin, en deildir Rauða krossins um land allt styrkja Hjálparstofnun kirkjunnar og Mæðra- styrksnefnd með fjárframlögum fyrir jól. Bent skal á að Rauða kross húsið að Tjarnargötu 35, neyðarathvarf fyrir börn og unglinga, er opið yfir hátíð- arnar eins og aðra daga ársins. Einnig er trúnaðarsíminn, 8005151, opinn all- an sólarhringinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.