Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 4

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 4
f/uv/v /c'fS'Uftí/f ... „í livað á ég að fara?" Það er sama hvað fataskápurinn er troðfullur, hvað konan er gömul og hvort hún hefur yfirhöfuð áhuga á fötum, allar konur lenda í því þegar fara skal í veislu, að vita ekkert í hvað þær eiga að fara. Fram undan er tími nýársfagnaða, árshátíða og fleiri skemmtana og þá er gott að hafa tímann fyrir sér þegar velja á sparikjól. Vikan fékk því fjórar fallegar stúlkur, sem starfa hjá Eskimo módels, til að sýna brot af því sem verslanir í Reykjavík hafa upp á að bjóða fyrir konur sem vilja vera virkilega flottar. Og það er ánægjulegt að hægt skuli vera að fá sparikjóla í öllum verðflokkum. Þeir þurfa ekki að vera svo dýrir, málið er bara að leita vel. Síðir kjólar og annar fallegur sparifatnaður eru enginn hégómi, það er hluti af því að vera siðmenntuð manneskja að spá í útlit sitt og klæðnað. Ósjálfrátt laðast maður að fólki sem er snyrtilegt og hugsar vel um útlit sitt. Og þó að börnum finnist langbest að vera í léttum leik- eða íþróttafötum þá er ég harðákveðin í því að þeim sé nauðsynlegt að klæðast sparifötum við viðeigandi tækifæri. Það er hluti af því að læra að kunna sig. Lífið er leikhús og börn og fullorðnir þurfa viðeigandi búninga fyrir hin ólíkustu hlutverk. Vonandi hafið þið gaman af því að skoða kjólana sem við völdum og sjást á bls. 6-11. En bitastætt lesefni er auðvitað líka að finna á síðum Vikunnar. Lífsreynslusagan á bls. 22 minnir okkur á að slaka á þrátt fyrir annríki í jólamánuðinum og Margrét K. Sverrisdóttir kemur á óvart í viðtali á bls. 14. Þar greinir hún frá því að þrátt fyrir að hafa oft verið á öndverðum meiði við föður sinn, hinn umdeilda stjórnmálamann Sverri Hermannsson, í pólitík þá hafi hún ákveðið að ganga til liðs við hans nýja flokk og bjóða sig fram í næstu kosningum. Ástæðurnar fyrir því af hverju hún kúvendir og hellir sér nú út í pólitík rekur hún í viðtali við Þórunni Stefánsdóttur. Sigríður Hannesdóttir,leikkona og skemmtikraftur, segir frá starfi sínu sem skemmtanastjóri á Kanaríeyjum. Hún fær virðulegustu forstjóra til að bregða á leik og taka þátt í allskyns sprelli, eins og sjá má á bls. 50. Dagur í lífi konu sem haldin er sjúkdómnum lystarstoli er lesning sem kemur okkur við, bls. 44, enda er hér um útbreiddan og alvarlegan, jafnvel lífshættulegan, sjúkdóm að ræða. Og hér er aðeins fátt eitt upp talið af efni þessa tölublaðs. Útgefandi Fróði Seljavegur 2, Sírni: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Sími: 515 5582 Vikan@frodi.is Ritstjóraf ulltrúi Jóhanna Harðardóttir Sími: 515 5637 Blaðamaður Þórunn Stefánsdóttir Sími: 515 5653 Thorunn@frodi.is Auglýsingastjóri Björg Þórðardóttir Sími: 515 5628 Vikanaugl@frodi.is Ljósmyndarar Bragi Þór Jósefsson Gísli Egill Hrafnsson Sigurjón Ragnar Sigurjónsson Gunnar Gunnarsson Hreinn Hreinsson Grafískir hönnuðir Ivan Burkni Ivansson Njóttu Vikunnar Ómar Örn Sigurðsson Verð í lausasölu Sigríður Arnardóttir ritstjóri Kr. 399,-. Verð í áskrift Kr. 329,-. Pr eintak Ef greitt er með greiðslukorti Kr. 297,-. Pr eintak Jóhanna Haröardóttir Þórunn Stefansdóttir Björg Þorðardottir Ómar Örn ivan burkni ritstjórafulltrúi biaðamaöur auglýsingastjóri Útlitsteiknari grafiskur hönnuður Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Áskriftarsími: 515 5555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.