Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 23

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 23
Lesandi segir frá ^ bað hann því að bíða eftir mér, lét vatn í pott, plastskál yfir pottinn, súkkulaðibita í skálina og lét pottinn á elda- vélarhelluna svo allt væri til- búið þegar ég dæmi til baka. Ég klæddi yngri dóttur mína í útifötin og meðan ég klæddi mig í ráfaði hún fram í eidhús. Ég fór þangað inn til þess að ná í hana en mætti henni í dyr- unum, tók hana í fangið og flýtti mér út. Hún yngri dóttir mín er mjög handóð og leikur sér gjarnan að tökkunum á eldavélinni. Við urðum að vakta eldavélina því hún kveikti á henni hvað eftir ann- að. Þess vegna hafði ég það fyrir reglu að fara aldrei út úr húsinu án þess að athuga hvort örugglega væri slökkt á eldavélinni. En í þetta sinn vorum við orðin sein og drif- um okkur út. Þetta var í fyrsta skipti frá því ég eignaðist börn sem ég aðgætti ekki að elda- vélinni áður en ég fór út úr húsinu. Við vorurn í burtu í hálfa klukkustund. Þegar við nálg- uðumst húsið tók ég eftir því að slökk var á jólaljósunum á efri hæðinni. Sömu sögu var að segja af ljósunum í eldhús- glugganum og í eldhúsinu sá ég einhvern torkennilegan bjarma. Pottinum á eldavélar- hellunni skaut strax upp í huga mér, þegar ég sá eldsprengingu í eldhúsinu. Ég hrópaði til mannsins míns að heimilið okkar væri að brenna. Hvernig tilfinning er það að horfa upp á heimili sitt brenna? Ég held að það sé ekki á neins manns færi að lýsa því. En fyrstu viðbrögð mín voru nokkurs konar sturl- un. Ég æpti og öskraði meðan ég hljóp til nágranna okkar og bað hann að hringja í slökkvi- liðið. Og það eina sem ég gat hugsað var: Það eru að koma jól! Af hverju gerist þetta núna þegar það eru að koma jól? Yndisleg nágrannakona mín tók mig og stelpurnar inn til sín, hún tók stjórnina með- an ég gat ekki gert neitt annað en öskra og gráta. Hjá henni hringdi ég út á land til for- eldra minna og pabbi reyndi að róa mig niður meðan ég grét í símann. Hann sagði mér að þetta myndi allt lagast, en það eina sem ég gat sagt við hann var: Já en pabbi, það eru að koma jól. Ég á systur sem sjálf lenti í því að missa allt sitt í bruna fyrir 20 árum. Hún var eina manneskjan sem vissi hvernig okkur leið. Það má segja að hún systir mín hafi bjargað öllu þetta kvöld, hún tók al- gjörlega að sér stjórnina. Maðurinn minn var við það að brotna niður, en harkaði af sér. Hann varð að vera til staðar fyrir slökkviliðið og svara spurningum tryggingar- manna. Þegar búið var að reykræsta húsið ráðlögðu slökkviliðsmennirnir mannin- um mínum að fara ekki inn í húsið ef hann væri ekki í góðu yrði íbúðarhæf á nýjan leik eftir 2-3 vikur, en raunin var sú að það liðu 4 mánuðir áður en við gátum flutt inn aftur. Á þessum 4 mánuðum bjuggum við á sex stöðum og fluttum allt okkar dót á milli staða í plastpokum, þar sem ferða- töskurnar okkar höfðu eyði- lagst eins og allt annað. Það bættist smám saman við far- angurinn, við flýttum okkur að kaupa ný leikföng handa stelpunum og við urðum að kaupa nýjan fatnað. Og á þessum erfiðu mánuðum kynntumst við því góða í fólki. Foreldrar barnanna í leikskóla eldri dóttur minnar sendu okkur föt og leikskóla- kennarinn sendi leikföng. Ein amman, sem var að sækja Ég mun aldrei gleyma því þegar við ókum frá húsinu seinna um kvöldið. Ég horfði á húsið mitt, allt var svart og engin jólaljós skinu úr gluggunum. jafnvægi. Húsið væri mjög mikið skemmt. Systir mín bauðst til að fara inn, tók með sér vasaljós og skoðaði verksummerkin. Maðurinn minn fór á eftir henni. Ég bað þau að koma til baka með jólagjafirnar og jólafötin. Mér fannst eins og það sem hafði verið lokað inni í skápum hlyti að vera óskemmt. En auðvitað var það allt saman ónýtt. Systir mín reyndi að róa mig niður, sagði að auð- vitað myndum við bjarga þessu og lofaði að fara með mér að kaupa allt saman upp á nýtt. Ég mun aldrei gleyma því þegar við ókum frá húsinu seinna um kvöldið. Ég horfði á húsið mitt, allt var svart og engin jólaljós skinu úr glugg- unum. En ég hugsaði með mér að jólin skyldi ég halda, hvernig sem ég færi að því. Jólin héldum við svo hjá for- eldrum mínum sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að gera okkur jólin góð og ógleymanleg. Að jólunum loknum tók við blákaldur raunveruleikinn. I bjartsýni okkar héldum við að íbúðin barnabarnið sitt í leikskólann, komst við þegar hún heyrði dóttur mína segja börnunum frá brunanum og flýtti sér í bæinn og keypti handa henni föt og leikföng. Leikskóla- kennarinn fór með börnin í heimsókn á slökkviliðsstöðina þar sem þau voru frædd um eldinn og eyðileggingarmátt hans. Þeim var sýnt hvernig slökkviliðið slekkur eldinn og þessi heimsókn hafði góð áhrif á dóttir mína sem hafði fengið áfall við að horfa á heimili sitt brenna. Nú eru aftur að koma jól. Ég er aftur búin að lofa mér í mikla vinnu fyrir jólin, ég verð að vinna mikið þessa dagana þar sem maðurinn minn missti vinnuna stuttu eftir brunann. Við erum aftur flutt inn í húsið sem var end- urnýjað frá lofti og niður í gólf. Sem betur fer vorum við tryggð. En fyrir þessi jól höfum við ekki efni á því að gera það sem við vorum vön að gera. Ég, jólabarnið, á ekki einu sinni jólaseríu, en laumast nú ábyggilega til að kaupa eina eða tvær. Þegar ég finn að jólastressið er að ¥Y læðast í konurnar í kringum mig langar mig að stoppa þær af og segja þeim að njóta þess frekar að bíða eftir jólunum og eiga skemmtilegar stundir með fjölskyldunni. Ég upp- götvaði að ég hafði alltaf ver- ið að flýta mér; þegar ég var að baka ýtti ég stelpunum mínum frá mér, fannst þær vera fyrir mér, í stað þess að leyfa þeim að vera með. Ég var að föndra og skreyta þeg- ar þær voru sofnaðar, þær voru alltaf fyrir mér, ég var alltaf að flýta mér. Ég er ekki eina konan sem fer illa fyrir í jólastressinu, það voru þrír aðrir brunar út frá potti á eldavél í sömu vikunni og kviknaði í hjá okkur. Jólaboðskapurinn lýtur í minna haldi fyrir jólastressinu og það er svo margt sem kyndir undir. Mér er alltaf minnisstætt að fyrstu dagana eftir brunann heyrði ég dag eftir dag dagskrárgerðarkonu hjá einni útvarpsstöðinni á hamra á boðskapnum til okk- kvenna: Jæja stelpur. ar hvernig gengur? Eruð þið búnar að baka? Eruð þið bún- ar að kaupa jólagjafirnar, á ekki að fara að drífa sig í bæ- inn? Mig langaði oft að hringja í hana og segja henni að snúa áróðrinum við, skora frekar á konur að slaka á og njóta aðventunnar með fjöl- skyldunni. Éldurinn kenndi mér nefni- lega svolítið mikilvægt. Ég uppgötvaði að jólin eru svo miklu meira en kökur, jóla- gjafir og jólaskreytingar. Jólin eru hátíð fyrir fjölskyldunnar. Fjölskyldan, vinirnir og góðar samverustundir með þeim, ör- yggistilfinningin að eiga traust heimili og samastað er það sem skiptir máli. lesandi seqir Þórunni Stefánsdóttur sö Vill þú dcihi sögu þinni Pmeö okkur? Er eilthvað sem hefur hal't mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? I’ér er velkontið að \é skrifa eða hringja til okk- ar. Viðgætum íyllsiu nafii- ^ lcyndar. I leimilisf'angið er: Vikan - „LiTsreynslusaga“ Seljavegur 2, 101 Keykjavík, Nell'ang: vikan@lro(li.is 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.