Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 16

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 16
Þóra Gunnarsdóttir, eigandi Jóla- hússins í Kópavogi stendur hér með Bellsnickle, hinn þýsk- rúss- neska. Hann er hér í séríslenskri útgáfu og með snæuglu sem ferðafélaga. ✓ trúleg stemmning og alveg ekta. Eigand- inn, Þóra Gunnars- dóttir segist alltaf hafa verið mikið jólabarn. Það er eflaust skýringin á því að hún er búin að opna Jólahúsið við Smiðju- veginn í Kópavogi. Nú getur hún lifað í sínum jólaheimi allt árið og kippt okkur í jóla- skap þegar okkur langar til. „Jólin eiga að vera góð, já- kvæð og full af brosi. Þau eru alþjóðleg og koma ekki frá neinum einum stað. Það er líka alveg sama hvaðan þau koma, þau eru bara jólin, há- tíð allra". Þetta er lífsskoðun Þóru og hún lifir eftir henni. Alveg frá því hún man fyrst eftir sér hef- ur hún hugsað um jólin nánast allt árið. Þau eru svona aftan til í höfðinu á henni. Hún er einkabarn og þar sem mamma hennar var ekkert sérstaklega gefin fyrir skreytingar þá fékk 16 Þóra að hafa frjálsar hendur með jólaskreytingarnar á heimilinu frá blautu barns- beini. Meðan mamman bak- aði skreytti Þóra húsið og gerði það rausnarlega. „Ég hef alltaf verið fremur stórtæk í skreytingunum. Ég er meira gefin fyrir skreyting- ar en hreingerningar fyrir jól- in. Ég lít þannig á að ef ein- hver sér ryk hjá mér þá sé það vegna þess að ég hef ekki skreytt nóg," segir Þóra og hlær hátt að jólasveinasið. Jól alltárið Hún byrjar að skreyta heima hjá sér viku fyrir byrjun að- ventu. Fyrst setur hún upp ljós og kerti, síðan smá bætist við og með hverju árinu bætist jólaskraut í safnið. Þóra notar enn sitthvað af jólaskrauti sem hún bjó til sem barn og hún blandar saman litum og stíl og er alveg ófeimin við það. „Ég er samt ekki í glimmer- deildinni, ég er meira gefin fyrir náttúrulega hluti. Ég dá- ist að fólki sem getur haldið sig við einhvern einn lit á öllu jólaskrauti, ég get það ekki sjálf." Þóra segist vera allt árið að undirbúa jólin, hún sé handverksmanneskja og þeg- ar hugmyndirnar fæðist drífi hún strax í því að koma þeim í verk. Hún sé að því allt árið að framleiða jólavörur og margar þeirra séu nú til sölu í versluninni hennar. En hvernig datt henni í hug að stofna Jólahúsið, verslun sem selur jólavörur allt árið? „Þetta hefur eflaust alltaf blundað í mér. Ég fékk rútu- ferð um Evrópu í fermingar- gjöf og í þeirri ferð kom ég í þýskan smábæ, Ober Ammengay, þar sem verið var að setja upp jólaleik sem allir bæjarbúar tóku þátt í. Þar kom ég í jólabúð sem er í eigu jólabúðakeðju í Þýskalandi. Ég varð alveg heilluð af jólastemingunni þar. Svo leið og beið þar til ég kom til Ameríku og lenti í 35 stiga hita inni í jólabúð. Ég féll gersamlega í stafi og fór út klyfjuð af jólaskrauti fyrir $300. Eftir það varð ekki snú- ið við. Við hjónin fórum svo að skoða Jólahúsið fyrir norð- an í fyrra og ákváðum að hella okkur út í þetta hér í Kópa- voginum. Við keyptum þetta jólalega bjálkahús frá Finn- landi og erum nú komin hing- að í jólaskapi." Safnaravömr Þóra og eiginmaður hennar, Grétar Sölvason, hafa komið sér upp góðum samböndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.