Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 13

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 13
Feðgin í Frjálslyndaflokknum. Margrét kviðir ekki samstarf- inu við föður sinn þó hún hafi á stundum verið á öndverðum meiði við hann í pólitíkinni. fram í þessum málaflokki. En ég held að þetta sé dæmigert," segir Margrét hlæjandi. „Karl- menn væru ekki neitt sérlega ragir við að stíga fram í ein- hverju máli sem við teldum að varðaði konur, þeir myndu ör- ugglega gera það, hver blöðruskjóðan á fætur annarri." Margét bendir á að kvótamálið sé ekki eina hita- málið á stefnuskránni. „Há- lendisfrumvarpið er Iíka hita- mál og ég vona að konur geti komið til liðs við flokkinn til að móta stefnuna. Mér fyndist sorglegt ef konur sætu hjá þegar nýtt stjórnmálaafl verð- ur til. Ég er ekki bjartsýn á að það náist mikið af konum inn á sjálfan stofnfundinn, en það mun verða lögð mikil áhersla á að fá konur til að starfa í kjördæmunum. Mér finnst vanta konur á pólitískan vett- vang og samkvæmt skoðana- könnunum er 80% þjóðarinn- ar á sama máli." BYLTII\IGARKEI\iniD STEFNfl Það var Sverrir Hermanns- son sem reis upp og hóf um- ræðuna um kvótamálið og gerði að sínu. Ég bendi Mar- gréti á að nú, þegar líður að alþingiskosningum, virðast allir flokkarnir vera að taka þetta málefni upp á sína arma. Hver er hennar skoðun á því? „Það liggur alveg ljóst fyrir að stjórnarflokkarnir munu engu breyta, ef stjórnin helst óbreytt áfram þá breytist ekki neitt. Vinstri flokkarnir segja auðlindagjald lausnina, en það er í raun og veru líka mjög slæmur kostur. Það þýð- ir einungis að þeir sem þegar hafa fengið sitt halda sínu og þurfa aðeins að borga fyrir það friðþægingargjald. Þess vegna eru menn á vinstri vængnum, Agúst Einarsson og fleiri kvótaeigendur, mjög hlynntir því. Það sem við erum að gera er bylting, spurningin er hvort fólk þorir að taka þátt í henni. Okkar tillaga er róttækur kostur; að afnema gjörsamlega framsal kvótans og taka gjafakvótann út úr dæminu. Auðvitað verð- ur að vernda fiskistofnana og nauðsynlegt er að setja kvóta á fiskveiðarnar. Hins vegar teljum við þessa úthlutun af- brigðilega og ranga. Fólk er almennt ósátt við hana, hvað sem hver segir. Hjá okkur verður kvótamálið algjörlega á oddinum. Við erum á móti allri séreignarstefnu sem hér hefur skapað ákveðna stétt. Ég er ekki á móti því að fólk hafist af sjálfu sér, það er ekk- ert til að öfundast út af. En þegar menn hins vegar eru farnir að fá hundruðir millj- óna að gjöf og peningarnir koma til með að flæða út úr þessari atvinnugrein, þá er eitthvað mikið að." BERSKJALDAÐIR STJÓRNMÁLA- MENN Börn sem alin eru upp á heimili stjórnmálamanns fara ekki varhluta af baktali, öf- und og illum tungum. Ég spyr Margréti hvort hún sé ekkert hrædd við þessa hlið málsins, 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.