Vikan


Vikan - 17.12.1998, Síða 13

Vikan - 17.12.1998, Síða 13
Feðgin í Frjálslyndaflokknum. Margrét kviðir ekki samstarf- inu við föður sinn þó hún hafi á stundum verið á öndverðum meiði við hann í pólitíkinni. fram í þessum málaflokki. En ég held að þetta sé dæmigert," segir Margrét hlæjandi. „Karl- menn væru ekki neitt sérlega ragir við að stíga fram í ein- hverju máli sem við teldum að varðaði konur, þeir myndu ör- ugglega gera það, hver blöðruskjóðan á fætur annarri." Margét bendir á að kvótamálið sé ekki eina hita- málið á stefnuskránni. „Há- lendisfrumvarpið er Iíka hita- mál og ég vona að konur geti komið til liðs við flokkinn til að móta stefnuna. Mér fyndist sorglegt ef konur sætu hjá þegar nýtt stjórnmálaafl verð- ur til. Ég er ekki bjartsýn á að það náist mikið af konum inn á sjálfan stofnfundinn, en það mun verða lögð mikil áhersla á að fá konur til að starfa í kjördæmunum. Mér finnst vanta konur á pólitískan vett- vang og samkvæmt skoðana- könnunum er 80% þjóðarinn- ar á sama máli." BYLTII\IGARKEI\iniD STEFNfl Það var Sverrir Hermanns- son sem reis upp og hóf um- ræðuna um kvótamálið og gerði að sínu. Ég bendi Mar- gréti á að nú, þegar líður að alþingiskosningum, virðast allir flokkarnir vera að taka þetta málefni upp á sína arma. Hver er hennar skoðun á því? „Það liggur alveg ljóst fyrir að stjórnarflokkarnir munu engu breyta, ef stjórnin helst óbreytt áfram þá breytist ekki neitt. Vinstri flokkarnir segja auðlindagjald lausnina, en það er í raun og veru líka mjög slæmur kostur. Það þýð- ir einungis að þeir sem þegar hafa fengið sitt halda sínu og þurfa aðeins að borga fyrir það friðþægingargjald. Þess vegna eru menn á vinstri vængnum, Agúst Einarsson og fleiri kvótaeigendur, mjög hlynntir því. Það sem við erum að gera er bylting, spurningin er hvort fólk þorir að taka þátt í henni. Okkar tillaga er róttækur kostur; að afnema gjörsamlega framsal kvótans og taka gjafakvótann út úr dæminu. Auðvitað verð- ur að vernda fiskistofnana og nauðsynlegt er að setja kvóta á fiskveiðarnar. Hins vegar teljum við þessa úthlutun af- brigðilega og ranga. Fólk er almennt ósátt við hana, hvað sem hver segir. Hjá okkur verður kvótamálið algjörlega á oddinum. Við erum á móti allri séreignarstefnu sem hér hefur skapað ákveðna stétt. Ég er ekki á móti því að fólk hafist af sjálfu sér, það er ekk- ert til að öfundast út af. En þegar menn hins vegar eru farnir að fá hundruðir millj- óna að gjöf og peningarnir koma til með að flæða út úr þessari atvinnugrein, þá er eitthvað mikið að." BERSKJALDAÐIR STJÓRNMÁLA- MENN Börn sem alin eru upp á heimili stjórnmálamanns fara ekki varhluta af baktali, öf- und og illum tungum. Ég spyr Margréti hvort hún sé ekkert hrædd við þessa hlið málsins, 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.