Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 24

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 24
í fullri alvöru Töfralausnir texti Jóhanna Harðardóttir Eldsnemma í morgun hellti ég úr fullum bolla af tei yfir dag- blaðið mitt. Það var brenn- heitt og ég mátti þakka fyrir að vera nógu vel vöknuð til að geta sprottið upp úr stólnum áður en restin helltist yfir lær- in á mér. Kannski var það þessvegna sem ég sá dökku hliðina á öllu því efni sem ég las í blöðum og tímaritum þennan daginn. Ég þurfti að fletta i gegnum fullt af tímaritum og ég fór smátt og smátt að veita athygli auglýsingum um alls konar efni og tæki sem eiga að „redda" bókstaflega öllu og það eins og skot. Svokölluð- um töfralausnum. Þetta var ótrúlegt samansafn af drasli. Krem sem eyða app- elsínuhúð á nokkrum dögum. Krem sem fá hár til að spretta að nýju á mettíma. Krem sem „eyða" hrukkum á nánast svipstundu og tæki sem slétta húðina. Duft sem gerir neyt- andann grannan, heilbrigðan og spengilegan á nokkrum vikum. Uða sem læknar alla heimsins kröm á tuttugu mín- útum. Tæki sem gera menn unga án nokkurra átaka og þar fram eftir götunum. Hvað er að! Á hvaða tímum lifum við? Er endalaust hægt að ljúga að fólki og plata það til að kaupa lítils eða einskis nýtar skyndilausnir á öllum sínum ómerkilegustu vandamálum? Langflestum þessara auglýs- inga er beint að konum. Það er mjög eðlilegt þar sem standardinn sem konur eiga eða vilja faila inn í er miklu 24 þrengri en karlanna. Konur hafa líka sjálfar valið að láta aðra segja sér hvernig þær eigi að líta út. Ég hef ekki séð neinar áræð- anlegar tölur um hvaða árang- ur hefur náðst með öllum þessum kremum og tækjum, en ég þekki mikinn fjölda kvenna sem hafa reynt ótelj- andi duft, krem og græjur sem áttu að bjarga þeim frá sjálf- um sér - en án teljandi árang- urs þegar til lengri tíma er lit- ið. Hversu margar konur hafa keypt sér rándýr „appelsínu- húðarkrem" sem þær gáfust upp á eftir nokkrar vikur? Eða hrukkukremin sem eiga að „eyða" hrukkum. Hvað haldið þið að sé búið að selja margar túpur af brjóstastækk- unargeli og æðaslitseyði? Og hversu miklu haldið þið að búið sé að henda ónotuðu af þessu drasli í gegnum tíðina? Og önnur spurning: hvað haldið þið að uppfinninga- mennirnir séu búnir að græða margar milljónir og milljóna- tugi á trúgirni okkar? Það eru til tölur um það og þær eru ótrúlegar. Megrunar- lyfjaiðnaðurinn í Bandaríkj- unum einum veltir til dærnis margfalt meiri peningum en íslenska ríkið og þá er einung- ið talað um duft, pillur og drykki sem seld eru í apótek- um og heilsuvöruverslunum. Hverjar yrðu tölurnar ef allt væri reiknað? Og svo segir sagan að Islend- ingar eigi heimsmet í öllu. Ég neita að trúa því að íslenskar konur eigi heimsmet í að láta plata sig svona! Hver veit? 1) Eftir hvaða íslensku skáldkonu eru bækurnar Dalalíf? 2) Hvaða spendýr eru litskrúðugust allra spen- dýra? 3) Hvaða kúreki eltist við Dalton bræður? 4) Hvað barf að taka marga slagi í brigde til að standa tvo tígla? 5) IVIeð hvaða tónlistarmanni starfaði Tina Turn- er í nítján ár? 6) Botnaðu: Eigi skal gráta Björn bónda.... 7) Hvort er maður lengur að melta kjöt eða jurtafæðu? 8) Hvaða land hefur lengsta strandlengju? 9) Hvaða hljómsveit gerði lagið „Roxanne" frægt? 10) Fyrir hvað stendur skammstöfunin DOS í tölvuheiminum? 11) Hvað hét fóstra Egils Skalla-Grímssonar? 12) Hvað heita frændur Andrésar andar í dönsku útgáfunni? 13) Hvað eru hagalagðar? 14) Hvaða amerísk hljómsveit var kennd við brimbrettaíbróttina? 15) Hvað býðir rússneska orðið njet? 16) í hvaða stjörnumerki eru flestir beir sem fæddir eru í júni? 17) Hver er ritstjóri Dags? 18) Hvað hét aðstoðarmaður Derricks í sam- nefndum sjónvarpsbáttum? 19) Hvað heitir söngkonan Ragnhildur Gísla- dóttir fullu nafni? 20) Milli hvaða jökla er Fimmvörðuháls? J2 ^ 15 (tí ™ -o oj CC (D CQ E «o O Q H CC Z5 I— CMCO'fihtDNCOO) CMO«ílfilDSCOO)0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.