Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 48

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 48
Spurningar má senda til „Hverju svarar læknirinn?" Vikan, Seljavegi 2,1Q1 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál oq tiau birt undir dulnetni. Hverju svarar læknirinn? Kæri Þorsteinn Fyrir rúmum þremur árum fór að kvelja mig kláði í eyrnagöngum, hálsi og tungurót. Til að byrja með fékk ég kláðaköstin nokkrum sinnum í mánuði, stuttan tíma í senn, en undanfarið rúmt ár hafa köstin verið mun tíðari og heiftarlegri. Ég hef margoft farið til heimilislæknisins míns, til háls-, nef- og eyrnalækna og til ofnæmislæknis en ekkert hefur fundist sem hugsan- lega gæti valdið kláðanum. Ég hef meira að segja Ieitað til tveggja manna sem stunda óhefðbundnar lækningar en það hjálpaði ekki heldur. Of- næmislyf sem læknar hafa skrifað upp á fyrir mig hafa dugað misjafnlega. Sum hafa verið góð í nokkrar vikur en svo er eins og þau haíi lítil sem engin áhrif og þá Þetta er ljóta ástandið, kæri „kláðamaur" Ekki eru lausnirnar alltaf auðveldar eða auðfundnar í lækningum eins og þið getið séð af sögunni hér að framan. Fólk fer oft á milli lækna og enginn kemur með neina sér- staka lausn á málinu. Þá er eðlilegt að fólk leiti annað, sér- staklega ef ekki er um fleiri lækna að ræða. Þú nefn- ir ekki óhefðbundnar eða samhliða lækn- ingaaðferðir, það hefði verið fróð- legt og sérstak- lega að fá að heyra hvort einhver ár- angur hefði náðst. Lík- lega leitar um helm- ingur Is- lendinga inn á sam- hliða lækn- Kæri Iæknir Ég er ófrísk að mínu fyrsta barni og er komin 6 mánuði á leið. Það hef- ur allt gengið ágætlega nema að nú er ég með grindargliðnun. Það er óþægilegt að hreyfa sig, ég á erfitt með að ganga VIKAN ÞORSTIiINN NJÁLSSON HEIMILISLÆKNIR prófa ég enn og aftur einhver ný. Ég fæ köst hvenær sem er og hef ekki getað kortlagt þau á nokkurn hátt í sambandi við mat eða drykk eða einhver efni sem hugsanlega gætu hafa borist nærri mér. Það kemur fyrir að ég vakna upp um miðjar nætur í kláða- kasti. Ég hef misst úr vinnu vegna slæmra kasta og ósjaldan er ég með mar eða sár á hálsinum eftir klór sem ég hreinlega ræð ekki við en veitir mér þó enga fróun. Daginn eftir slæmt kast er líðanin eins og ég hafi notað nóttina í að hlaupa maraþon, ég er gjörsamlega örmagna. Getur þú hjálpað mér. Bestu þakkir Kláðamaur ingaað- ferðir á ári hverju og gagnast samspil skólabókar lækninganna og sam- hliða lækningaaðferð- anna mörgum. Af sögu þinni mætti ráða að einhvers konar ofnæmis- eða þurrkvandamál sé til staðar. Hefur þú próf- að exemdropa í eyr- un, þá má nota eftir þörfum. Samhliða lækningaaðferðir mæla með ólífuolíu, en lítill dropi af volgri ólífuolíu í hlust getur dregið úr verkjum (úr Lækningabók heimilanna, útg. af Setbergi 1998). kveðja Porsteinn lengi í einu, sef illa og verð mjög þreytt af þessu. Systir mín hefur lent í þessu þrisvar sinnum. Það hefur farið svo illa hjá henni að hún hefur ekki getað unnið síð- ustu mánuðina og verið mjög þreytt og illa upplögð. Hún hefur líka ver- ið lengi að ná sér af þessu eftir barns- burðina. Þess vegna hefur hún þyngst mik- ið. Ég hef reynt að fara vel með mig. Nota stuðn- ingsbelti um mjaðmirn- ar, eins og hún ráðlagið mér, og geri léttar gólf- æfíngar heima hjá mér. En nú spyr ég: Hvers vegna kemur þessi sárs- auki og af hverju lenda sumar illa í þessu? Er ekki líklegt að ég verði mjög slæm af þessu næstu mánuði og eftir fæðingu fyrst þetta er í fjölskyldunni? Með von um svör Systa Kæra Systa Til hamingju með bamið sem þú átt í vændum. Fyrsta bam er óneitanlega sérstök upplifun og oft fylgja bæði kvíði og eftir- vænting. Líkaminn þarf að und- irbúa fæðinguna á marga vegu, m.a. með því að mýkja liðbönd í og í kringum mjaðmagrindina. Náttúran er stórkostleg að þessu leyti að auðvitað veit hún að mjaðmagrindin þarf að geta látið undan til að þú getir fætt barnið. Þessu fylgja stundum verkir í mjóbaki og mjaðma- grind, með leiðni niður í fætur og alls konar vanlíðan. I fyrsta lagi þá verður þú að vita að það er ekkert hættulegt við þessa verki. Þeir eru þreytandi en alls ekki hættulegir. Margar konur neyðast til að hætta að vinna vegna þessa því ef þær reyna of mikið á sig, standa eða sitja lengi verða verkimir óbærilegir. Mundu bara að verkimir hverfa yfirleitt fjótlega eftir fæðinguna. Ég þekki nokkra sjúkraþjálfara sem gefa alveg frábær ráð hvemig best sé fyrir þig að bera þig að og er það virkilega þess virði að hitta þær/þá. Hægt er líka að fá veltilök, sem kölluð eru, til að eiga auðveldara með að komast fram úr rúmi. Einnig er hægt að fá stóra gijónapúða til að sitja á sem hjálpar mikið. Þú getur spurt ljósmóður þína út í þessa hluti en ég veit líka um bólstrara í Garðabæ sem selur gijónapúðana. Mundu líka að þó að reynsla einnar konu, eins og systur þinnar, sé slæm, er alls ekki víst að þú verðir eins slæm. Mundu að hugsa bara vel um sjálfa þig, gefa þér tíma til að hvíla þig og vera alls ekki hrædd við verk- ína. Gangi þér vel Þorsteinn 48 Netfang: vikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.