Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 29

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 29
texti: Jóhanna Harðardóttir myndir: Gunnar Gunnarsson móður sinni. Meðganga og fæðing geta verið erfið og börnin hlotið áverka sem valda þeim erfiðleikum og vanlíðan strax eftir fæðinguna eða seinna á æfinni. Meðan þau eru svona ung eru þau mjög móttækileg og opin fyrir þessari meðferð og hún getur verið mjög sterkur fyrirbyggj- andi þáttur í lífi þeirra." segir Attlee. „Það er hægt að koma í veg fyrir mjög erfiða og nei- kvæða reynslu barna með því að lækna kvilla sem hrjá þau meðan þau eru ung. Hraust og brosandi börn upplifa heiminn á allt annan hátt en hin sem líður illa. Allir dást að hraustum, glaðlegum börnum og hampa þeim meðan hin, sem gráta og öskra, eru alltaf kastandi upp eða með hor í nös, eru sniðgengin. Þetta markar spor í ungar sálir og það er skylda okkar að gera allt sem við getum til að forða þeim frá þessari bitru reynslu. Ef þessari reglu væri fylgt gæt- um við verið viss um að færri börn með hegðunarvanda væru í skólum" Ánangun a! meðferð banna skilan sér fljótt Það þarf að jafnaði að með- höndla börn mun sjaldnar en fullorðna til að ná árangri. Kvillar barnanna eru nýir og því ekki eins rótgrónir og full- orðinna, og þau eru opin og veita enga mótspyrnu við meðferðinni. „Það er mjög auðvelt að meðhöndla ungbörn, þau eru yfirleitt algerlega afslöppuð og frjáls og ef höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnarinn kann á annað borð að fara með börn er það enginn vandi. Það þarf að vísu að ná trausti barnsins, leika eða tala við það og það þarf vissa gætni og næmleika til að mynda gott samband. Að öðru leiti er sömu aðferð- um beitt og við fullorðna, eini munurinn er stærð líkamans og síðan hvernig gengur að fá börnin til að vera róleg. Þeir sem fara í þetta starf eiga það allir sameiginlegt að vera næmir á fólk og það er einmitt það sem þarf við börn. Það verður samt oft þannig að ein- hverjir sérstakir einbeita sér að börnum''segir Attlee. „Það er ekki fyrr en börnin verða kannski tveggja til þriggja ára sem þau fara að vera óróleg og vilja ekki vera kyrr. Þá þarf mikla þolinmæði við að ná athygli þeirra og róa þau niður til að hægt sé að hjálpa þeim. Þegar þau eru svo orðin fjögurra til sex ára róast þau aftur, þá eru þau komin á það stig að hægt er að tala við þau og fá þau til að vera kyrr. Þeg- ar þau komast á ungíingsald- urinn vilja þau miklu frekar eiga við einhver vandamál að stríða en að leita sér lækninga. Unglingar eru ekki daglegir gestir á læknastofum eða stöðum þar sem verið er að sinna heilsu fólks." Parfekki mikið til Ólíkt öðrum lækningaað- ferðum byggir höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnunum ekki á viðtölum við sjúklinginn. Samtal getur að vísu hjálpað, en það skiptir ekki meginmáli í meðferðinni því hún er al- gerlega líffræðileg og alls ekk- ert kukl eins og sumir virðast halda. Attlee segir að það þurfi ekki meira en að detta illa, t.d. á höfuðið, til að verða fyrir alvarlegum skaða sem getur fylgt mönnum alla æfi. „Jafnvel barn sem dettur þegar það er úti að leika sér, grætur svolitla stund og stend- ur síðan upp og heldur áfram að leika, getur hafa skaðast þannig að það valdi erfiðleik- um síðar. Það er því mjög mikilvægt að láta skoða börn- in reglulega og fylgjast vel með þroska þeirra, allt sem bendir til vanlíðunar, t.d. ein- faldur hlutur eins og barnið sé klaufalegt í hreyfingum, er merki um að eitthvað þurfi að laga” segir Attlee Möng dæmi um géðanbata „Það þarf ekki alltaf mikið til að laga ástandið og í sum- um tilfellum er hægt að gera kraftaverk á börnum sem ekki hefur verið hægt að lækna með hefðbundnum lækninga- aðferðum. Ég minnist t.d. 6 mánaða gamals flogaveiks drengs sem ég fékk til með- ferðar. Fæðing hans hafði ver- ið mjög erfið og það er líklegt að hann hafi skaddast í fæð- ingunni. Honum höfðu verið gefin margs konar lyf, en þrátt fyrir það fékk hann flogaköst að minnsta kosti þrisvar sinn- um á dag. Eftir aðeins fimm heimsóknir voru flogaköstin komin niður í eitt á viku og nú hefur þessi drengur verið ein- kennalaus lengi. Ofl hafa litlir sjúklingar gengið í gegnum margar óþarfar og sársauka- fullar aðgerir að nauðsynja- lausu þar sem þessi meðferð gefur miklu betri raun, til dæmis við eyrnabólgum. Meðan Thomas Attlee dvaldi hér á landi og fékk hann nokkur börn í heimsókn til að sýna íslenskum höfuð- beina- og spjaldhryggsjöfnur- um hvernig hann fer að við börnin. Hann tók það fram að þetta væri að sjálfsögðu ekki full meðferð heldur frekar sýnikennsla og það væri ís- lendinganna að halda áfram og taka við meðferð barna hér á landi. Attlee átti hug og hjörtu áheyrenda, en ekki síður barnanna sem hann fékk í heimsókn og það sást á litlu krílunum að þeim leið vel meðan hann meðhöndlaði þau. Og síðasta spurningin til Attlee var þessi: Er hægt að lækna allt með Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun? „ Nei, það er ekki hægt að breyta erfðafræðilegum þátt- um sem eru orsakir margra Yngsti gesturinn hjá Thomas Attlee á Islandi. Óskírður Sigur- geirsson í fangi systur sinnar Auðar Hlínar. sjúkdóma. Við getum heldur ekki gert fólk ungt á ný ef ell- in er farin að hrjá og við tök- um ekki á okkur ábyrgð á ill- vígum og lífshættulegum sjúk- dómum. En alla vanlíðan sem stafar af því að líkaminn starfar ekki rétt er hægt að lækna eða lina þjáningar sjúk- linganna með þessari með- ferð". Sagði Attlee að lokum. E.s. þess má geta að margir höfuðbeina- og spjaldhryggs- jafnarar eru starfandi á Is- landi á einkastofum, nudd- stofum og snyrtistofum. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.