Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 27

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 27
Smasaga Strætisvagninn kom og þær stigu upp í hann. Aldrei hafði vdgiiinn verið eins fljótur á leiðinni inn í hverfið þar sem Bára bjó því hugsanirnar þutu feegnum huga þeirra á leið- inni. Hvorug sagði orð. Við hverfissjoppuna stigu þær út úr vagniuum og gengu þegj- andi upp mannlausa götuna í áttina áð húsi Báru. Bár®et undan forvitni sinni: att þá systkini sem þú ir ekki. Ertu ekkert for- in?" Inga starði fram á veginn fjarrænum augum:„Jú, ég er það og mamma er það greini- lega líka, en hvorug okkar hefur þorað að tala um þetta mál. Konan var líka gift og barnið er sjálfsagt ekki skráð barn pabba. Ég er löngu búin að fyrirgefa pabba mínum og ég vildi svo gjarnan vita hvert þetta eina systkini mitt er." Hún þagnaði snöggt og lækk- aði síðan röddina „ Reyndar hefur mig grunað undanfarna mánuði að þetta systkini mitt sé nær en ég vissi. Ég er bara ekki nógu viss um að ég hafi rétt fyrir mér til að ég þori að gera eitthvað í málinu". Þær gengu þegjandi upp göt- una og greinarnar, sem höfðu vaxið fram á gangstíginn, um sumarið strukust utan í öxl- inga á Báru. Hún mundi svo vel eftir föður Ingu. Hann var glæsilegur maður, en samt var það ekki sá eiginleiki sem gerði hann ógleymanlegan. Hann var einn af þeim mönn- um sem alltaf geislaði af. Hann var sífellt brosandi, snöggur í hreyfingum og ljúf- ur við alla sem hann um- gekkst. Hann hafði reynst þeim mæðgum vel þegar þær fluttu í bæinn. Hann hafði út- vegað þeim betra húsnæði, mömmu þeirra betur launaða vinnu og oft hafði hann gefið þeim systrunum gjafir um leið og Ingu. Jafnvel eftir að mamma þeirra giftist aftur hafði hann alltaf munað eftir þeim um jólin og látið Ingu gefa þeim veglegar jólagjafir. Þær beygðu upp gangstíginn að húsi Báru. Allt í einu sagði Inga: „ Er Guðrún að passa fyrirþig?" Bára kinkaði kolli en sagði ekkert. og þær vissu ekki hvert ferð- inni væri heitið. „Viltu koma inn?" Bára var hikandi. Hún var hrædd um að hún hefði misst bestu vin- konu sína. Inga hneppti frá sér kápunni og leit á Báru. Það kom glett- ið bros í augu hennar og hún svaraði : „ Já takk, endilega. Bjóddu okkur Guðrúnu kakó. Mig langar svo til að kynnast henni betur, það er aldrei að vita nema við eigum eitthvað sameiginlegt." „Þið eruð nú ekki líkar, syst- urnar," sagði Inga varfærnis- lega. „Nei, við erum ekki alsystur þrátt fyrir sama ættarnafnið, pabbi var löngu búinn að drekka sig út af heimilinu þegar hún fæddist. Ættarnafn- ið er úr dönsku móðurættinni minni". Báru brá, hún var allt í einu komin heim og það var eins og hún væri að vakna af löngum svefni. Þær stöllurnar stoppuðu framan við húsið. Hvorug gerði tilraun til að opna dyrn- ar, þær bara stóðu þarna í þögninni og hreyfðu sig ekki. Báðar voru þær óöruggar. Eftir allan þann tíma, sem þær höfðu verið saman, var and- rúmsloftið allt í einu gjör- breytt. Milli þeirra hafði myndast samband sem þær vissu ekki hvernig þær áttu að bregðast við. Þær höfðu nálg- ast hvor aðra mjög mikið á þeim tuttugu mínútum frá því að verslunarferðin tók þessa óvæntu stefnu, samt var eins 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.