Vikan


Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 26

Vikan - 17.12.1998, Blaðsíða 26
Smásaga Leyndarmál Ingu, Bekkurinn á torginu var farinn aö slitna undan öllum þeim fjölda bæjarbúa sem höföu tyllt sér á hann gegnum tíöina. Þær Bára og Inga höföu oft setió á þessum bekk á ferðum sínum um miöbæinn frá því þær voru smástelpur, en síðan Bára eignaöist barniö haföi ferðunum þeirra þangaö fækkaö. Setjumst svolitla stund, ég er að drepast í fótunum," sagði Bára. Hún hlamm- aði sér þyngslalega á bekkinn og dró töskuna sína upp að fótleggnum. Hún tók hettuna á jakkanum af höfðinu svo dökkir lokkarnir hrundu nið- ur á herðarnar. Bára teygði úr sér og horfði niður eftir galla- buxunum á þykkbotna, upp- reimaða skóna. „ Nú er ég alveg ákveðin í að kaupa brúnu skóna sem ég sá í skóbúðinni áðan. Mér finnst ég eiga þá skilið." „Það er ekkert skrítið þótt þú þurfir oft að kaupa þér skó eins og þú þrammar hér um miðbæinn." sagði Inga, vin- kona hennar, og settist við hliðina á henni. Inga hafði alltaf haft ólíkan smekk og í dag hafði hún farið í há leður- stígvél við nýju kápuna sína. Hún horfði til himins og blés fíngert, Ijóst hárið frá andlit- inu. „ Færðu aldrei leið á að skoða í sömu búðargluggana aftur og aftur?" Bára tók hanskana sína upp úr töskunni og dró þá á hend- urnar. „ Nei, ég elska að þvælast hér um bæinn og fylgjast með fólkinu, spjalla við það og skoða í búðargluggana. Ég nýt þess að vera innan urn fólk sem ég þekki og fylgjast með lífinu í kringum mig." Bára þagnaði og horfði yfir götuna á tvær manneskjur sem gengu hlið við hlið eftir gangstéttinni þar til þær stoppuðu við strætisvagna- skýlið. Þar kvöddust þær, konan gekk yfir götuna í átt- ina til þeirra, en karlmaður- inn, hávaxinn og dökkur ung- ur maður, stóð og horfði á eft- ir henni. "Maður sér nú ýmis- legt hérna, Inga mín. Þarna er kona bakarans og strákur sem er að vinna hérna á bryggj- unni í sumar. Taktu eftir svipnum á þeim. Það væri gaman að vita hvaðan þau eru að koma!" Bakarafrúin, glæsileg kona um þrítugt, gekk fram hjá þeim með bros á vör og Bára leit sposk á vinkonu sína: „Þarna sérðu. Við vissum þetta ekki ef við hefðum ekki farið í búðarráp í dag" Inga stökk á fætur og blóðið þaut fram í kinnarnar á henni. Þessi athugasemd minnti hana óþægilega á æsku hennar og umtalið sem bernskuheimili hennar hafði mátt þola. Hún sveipaði að sér kápunni og rétti úr sér. „ Ég er farin! Þú getur setið hér og velt þér upp úr einka- málum annarra, en ég kæri mig ekki um það. Mér er meinilla við svona smábæjar- kjaftagang og ég ætla mér ekki að taka þátt í þessu. Ég fyrirlít fólk sem talar illa um aðra og ég læt ekki að blanda mér ekki inn í svona lagað. Ég sem hélt að við værum vin- konur!" Inga var orðin rauð- eygð og röddin titraði. Hún stóð upp og gekk hröðum skrefum í áttina að stoppi- stöðinni. Bára hafði setið undrandi á bekknum en stóð nú upp líka og hljóp á eftir Ingu. Hún greip um handlegginn á henni til að stoppa hana. „ Inga mín, fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að koma þér í uppnám. Hvað er að? Sagði ég eitthvað sem særði þig? Ertu skotin í stráknum?" Bára skildi þetta ekki hún þekkti ekki þessa hlið á vin- konu sinni. „ Þetta er engin illgirni Inga. Ég hef gaman af fólki og mér þykir vænt um það. Ég sé ekki að það geri neinum til þótt maður fylgist með því sem gerist í kringum mann." Tárin voru farin að streyma úr augum Ingu og hún horfði á gangstéttina fyrir framan sig. „ Nei, mér er alveg sama um strákinn. Þetta minnti mig bara á þegar ég var barn og heyrði útundan mér kjafta- sögurnar um pabba minn og lausaleikskrógann hans. Ég fann fyrir spennunni heima hjá mér, ég gat ekki sofið og lá oft andvaka heilu næturnar. Ég hugsaði stöðugt um það hvernig færi fyrir mér ef for- eldrar mínir skildu og pabbi færi frá mér til að vera með öðru barni". Inga þurrkaði tárin í ermina á þykkri, dýrri ullarkápunni og leit framan í Báru. "Ég var líka alltaf að hugsa um hver þessi kona væri sem hann ætti barnið með. Ég hataði allar ófrískar konur sem ég sá því ég vissi ekkert hvort einhver þeirra gæti ver- ið barnsmóðir hans. Eg hataði alla og var alltaf hrædd". Þær gengu þögular af stað og Bára var hugsi. Hún hafði ekki vitað um þetta leyndar- mál vinkonu sinnar þótt þær væru nú búnar að þekkjast í meira en fimmtán ár, eða frá því að Bára hafði flutt í þenn- an smábæ sex ára gömul. Þær Inga voru jafnaldrar, þær höfðu kynnst í skólanum og alltaf verið bestu vinkonur. Margt höfðu þær spjallað gegnum tíðina og deilt ýmsurn leyndarmálum hvor með annarri. Báru hafði ekki grun- að að Inga vandamál að heima hjá he auðvelt. Inga pabbi hennar fyrirtækisins í bænum og mamma hennar hafði alltaf verið heima og sinnt 'heimil- inu. Bára hafði verið svo lirif- in af pabba Ingu, kannski vegna þess að hún umgekkst ekki sinn eigin föður. Foreldr- ar hennar höfðu skilið áður en yngri systirin, Guðrún, fædd- ist og mamma hennar flutti með þær systurnar í þennan bæ þegar hún fékk vinnu í fiski þar. Bára hafði aldrei verið ham- ingjusöm fyrr en hún flutti þangað, þar kynntist hún góðu fólki og best af öllum höfðu Inga og fjölskylda hennar verið þeim. Báru fannst bernska hennar hafa verið bjartari vegna Ingu. En núna voru þær báðar orðnar fullorðnar, Bára gift og móðir nýfæddrar stúlku, en Inga vann allan daginn í bóka- safninu. Báru fannst eins og hún væri að kynnast Ingu upp á nýtt. „ Hvenær var þetta, Inga? Af hverju hefðurðu aldrei sagt mér frá þessu?" Inga settist á bekkinn í stræt- isvagnaskýlinu. „ Ég gat ekki sagt neinum frá því. Ég var bara fimm ára og þetta var svo sársaukafullt. Ég þorði ekki að spyrja mömmu fyrr en eftir að pabbi dó og þá fékk ég að heyra sannleikann. Hann hafði eignast barn með konu utan af landi og þau mamma sömdu um að hann sliti öll tengsl við konuna ef þau ættu að geta búið saman eftir þetta. Svoleiðis varð það." 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.