Vikan


Vikan - 17.12.1998, Page 22

Vikan - 17.12.1998, Page 22
 „Nú er bráðum liðið eitt ár frá því heimili mitt brann. Það geröist viku áður en jólin gengu í garð. Það er nú einu sinni svo að í þjóðfélaginu okkar gengur allt út á að hafa allt sem flottast og dýrast og ekki einu sinni jólin fara varhluta af því. Áður tók ég þátt í dans- inum í kringum jólagullkálfinn eins og allir hinir. En það verður öðruvísi nú í ár." g hef alla tíð verið mikið jólabarn og það hefur ekk- • * ■ Je.rt breyst með árunum. Ég veít uð margar konur af yngri kynslóð- inni leggja ekki eins mikið upp úr bakstri og hreingerningum fyrir jól og gert var „í gamla daga". En þannig er það ekki með mig. Eg er ein af þeim sem finnst að allt eigi að vera fullkomið á jólunum. Borðin eiga að svigna undan smákökunum og lagkökunum, heimatil- búið konfekt á að fylla skálarnar á borð- unum og heimilið á að vera skreytt ljós- um. Ég skal fúslega viðurkenna að fyrir jólin í fyrra var ég í kapphlaupi við tím- ann til þess að vera búin að öllu í tæka tíð. Síðustu dagana fyrir jól var ég búin að ráða mig í vinnu í verslun og það þýddi að ég þurfti að vera búin að öllu fyrir þann tíma. Það var þriðjudagur og nákvæmlega ein vika til jóla. Eg var ánægð með mig, ég hafði náð takmark- inu. Ég var búin að kaupa allar jólagjaf- ir, jólakjólarnir á dætur mínar hengu til- búnir inni í skáp, ég var búin að baka, jólaljósin skinu úr hverjum glugga, allt var tilbúið. Og þó. Allt í einu mundi ég eftir því að ég átti eftir að búa til jóla- konfektið. Hvernig í ósköpunum gat ég hafa gleymt því? Eg ákvað að ráða bót á gleymsku minni og hnoðaði mar- sípankúlur í einum hvelli meðan yngri dóttir mín lék sér á eldhúsgólfinu hjá mér. Ég hnoðaði kúlurnar og virti fyrir mér eldhúsið mitt sem var jólalegt og fallegt. Ég var búin að hafa mikið fyrir því að gera það jólalegt og nágrannarnir höfðu á orði hversu gaman það væri að horfa inn um fallega skreyttan eldhús- gluggann. Maðurinn minn kom í gættina og sagðist ætla að sækja eldri dóttur okkar í leikskólann. I þann mund mundi ég eftir því að ég átti eftir að kaupa eitt- hvað í skóinn handa dætrum okkar. Ég

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.