Vikan


Vikan - 17.12.1998, Page 18

Vikan - 17.12.1998, Page 18
BOLABITURINN ÞYKIR LÍKJAST CHURCHILL Veitingamennirnir á Gráa kettinum, listamennirnir Hulda Hákon og Jón Óskar, með heimasætuna sína, tíkina Nönnu. Nanna kíkti við til þess að heilsa upp á bróður sinn, sigurvegarann Bonus Padre. Ólafur Magnússon, for- maður og prímusmótor félagsins, býr sig undir að krýna sigurvegarann. Sigurvegarinn, Bonus Padre, ásamt stoltum eiganda sínum, Sigurði H. Guðjónssyni lögmanni. Oq sigurvegarinn er... Klúbb- meðlimir fylgjast með útnefn- ingunni.fulíir eftirvæntingar Fyrir rúmum tveimur árum stofnuðu eigendur bolabíta á Is- landi með sér félagsskap. Tilgang- urinn var að halda utan um rækt- unina á hundunum sem í dag eru um 28 talsins hér á landi. Hópur- inn hittist mánaðarlega, farið er í gönguferð eitthvað út fyrir bæinn, og hundar og menn bera saman bækur sínar. Fyrir nokkru hélt klúbburinn kvöldskemmtun á kaffistofunni Grái kötturinn við Hverfisgötuna í Reykjavík. Eigendurnir, lista- mennirnir Hulda Hákon og Jón Óskar, eru bolabítseigendur og klúbbfélagar. Fyrir utan það að eiga saman góða kvöldstund var tilgangur kvöldsins að verðlauna hund þann sem reyndist stigahæst- ur eftir keppnir ársins. Það var enginn annar en bolabíturinn Bonus Padre og var hann klæddur í sigurvegaraskikkju við hátíðlega athöfn. Bolabítur Huldu og Jóns Óskars, tíkin Nanna, er systir sig- urvegarans og segir Jón Óskar hana heimasætuna á þeirra heim- ili. Nanna fer daglega með Jóni Óskari í vinnuna og lítur stundum við á Gráa kettinum þegar búið er að loka og verið að ganga frá. Jón Óskar segir bolabítinn upphaflega kominn frá Englandi, enda sé hann kenndur við landið, heitir á ensku English Bulldog. „A 16. öld var hann ræktaður fyrir svokallað bolaat, en það var ljótur leikur sem enskir konungar höfðu mætur á. Leikurinn var bannaður í byrjun 19. aldar. Það var svo um síðustu aldamót, þegar bolabítsstofninn var næstum útdauður, að maður einn í Englandi hóf að rækta þá á nýjan leik og í dag er bolabíturinn einn vinsælasti heimilishundur Breta. Hann er sagður líkjast bresku þjóðarsálinni, er íhalds- samur, þvermóðskufullur og yfir- vegaður og þykir líkjast Churchill í útliti!" Jón Óskar segir bolabíta afskap- lega skemmtilega hunda. „Þeir eru góðir heimilishundar sem ekki þurfa á mikilli hreyfingu að halda. Þeir eru rólegir og yfirvegaðir og umfram allt eru þeir skemmtileg- ir." Texti: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Hreinn Hreinsson

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.