Vikan - 18.01.1999, Síða 4
fC'S'(t/u/i ...
Sól er hægt og bítandi að hækka á lofti
og Vikukonur eru með sól í hjarta,
enda voru viðbrögð við síðasta blaði
ótrúlega góð. Vikan var prentuð í auka-
upplagi og allt seldist upp hjá útgefanda!
Fólk var greinilega spennt fyrir völvunni
góðu. Það ætti því líka að falla í góðan
jarðveg að nú er boðið upp á persónulega
stjörnuspá fyrir 1999 þar sem starf, heilsa
og fleira hjá öllum merkjunum er tekið
fyrir (bls. 28).
Askrifendur Vikunnar mættu á forsýn-
ingu í Stjörnubíói um daginn og myndir af
nokkrum bíógestum eru á bls. 9. Færri
komust að en vildu og er það hvatning til blaðsins að gera enn betur við áskrifendur og
fjölga tilboðum sem þessum!
Tíu áskrifendur duttu í lukkupottinn þegar nöfn þeirra voru dregin út og fengu þeir veg-
lega nýársgjöf frá Vikunni eins og greint er frá á bls. 49. Það er greinilegt að áskrift borgar sig.
Mary Rogers heitir sögupersóna í smásögunni Sumargleði eftir Doris Lessing sem birtist á
bls. 22. Hún þráir að komast til sólarlanda og baða sig í heitum sjónum, borða franskan mat
og taka sér „síestu“ á milli þess sem hún slakar á ströndinni. Margir íslendingar hugsa á
svipuðum nótum nú í janúar. En á meðan við bíðum eftir að grundirnar grói er um að gera
að bera höfuðið hátt og láta ekki skammdegið buga sig. Á bls. 18 segja nokkrar konur frá
því hvernig hægt sé að líta vel út á þessum tíma og á bls. 26 kennir Bjargey í Þokkabót okk-
ur æfingar til þess að við getum komið línunum í lag fyrir sumarið.
Annars er líka margt jákvætt við vetrartímann, t.d. blómlegt leikhúslíf út um allt land. Á
bls. 14 er viðtal við þrjár þjóðþekktar leikkonur sem eru að gera það gott í sýningunni Mað-
ur í mislitum sokkum. Þær ræða um leikritið, viðhorf til eldra fólks og ástarlífsins og fleira
og fleira. Þá er það nýjung í blaðinu að vera með umfjöllun um leikhús og það er hinn kunni
leikhúsgagnrýnandi Arthúr Björgvin Bollason sem ræðir um sýningar á verkum Ibsens í
Reykjavík og á Akureyri við konu sína Svölu Arnardóttur leikhúsfræðing. Þau spjalla um
leiksýningarnar yfir morgunkaffinu (bls. 44).
Og ekki má gleyma að minnast á lífsreynslusöguna (bls. 47) sem margir lesendur vilja
aldrei missa af. Að þessu sinni segir ung kona frá erfiðleikum dóttur sinnar, sem reyndist
vera þunglynd; hún lokaði sig af, fitnaði mikið og var óánægð með allt og alla. Móðirin
greinir frá þeirri leið sem hún fór til að aðstoða telpuna sína.
En á léttum nótum eru t.d. frásagnir af glæpamönnum sem voru algjörlega misheppnaðir
krimmar og komu upp um sig á fáránlegan hátt (bls. 43).
Njóttu Vikunnar '
Sigríður Arnardóttir ritstjóri
Útgefandi
Fróði
Seljavegur 2,
Sími: 515 5500
Fax: 515 5599
Stjórnarformaður
Magnús Hreggviðsson
Aðalritstjóri
Steinar J. Lúðvíksson
Sími: 515 5515
Framkvæmdarstjóri
Halldóra Viktorsdóttir
Sími: 515 5512
Ritstjóri
Sigríður Arnardóttir
Sími: 515 5582
Vikan@frodi.is
Ritstjórafulltrúi
Jóhanna Harðardóttir
Sími: 515 5637
Blaðamaður
Þórunn Stefánsdóttir
Sími: 515 5653
Thorunn@frodi.is
Auglýsingastjóri
Kristín Guðmundsdóttir
Sími: 515 5628
Vikanaugl@frodi.is
Ljósmyndarar
Bragi Þór Jósefsson
Gísli Egill Hrafnsson
Sigurjón Ragnar Sigurjónsson
Gunnar Gunnarsson
Hreinn Hreinsson
Grafískir hönnuðir
Ivan Burkni ivansson
Ómar Örn Sigurðsson
Verð í lausasölu
Kr. 399,-.
Verð í áskrift
Kr. 329,-. Pr eintak
Ef greitt er með greiðslukorti
Kr. 297,-. Pr eintak
Unnið í Prentsmiðjunni Odda
hf.
Öll réttindi áskilin varðandi
efni og myndir
Askriftarsími:
515 5555