Vikan


Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 4

Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 4
fC'S'(t/u/i ... Sól er hægt og bítandi að hækka á lofti og Vikukonur eru með sól í hjarta, enda voru viðbrögð við síðasta blaði ótrúlega góð. Vikan var prentuð í auka- upplagi og allt seldist upp hjá útgefanda! Fólk var greinilega spennt fyrir völvunni góðu. Það ætti því líka að falla í góðan jarðveg að nú er boðið upp á persónulega stjörnuspá fyrir 1999 þar sem starf, heilsa og fleira hjá öllum merkjunum er tekið fyrir (bls. 28). Askrifendur Vikunnar mættu á forsýn- ingu í Stjörnubíói um daginn og myndir af nokkrum bíógestum eru á bls. 9. Færri komust að en vildu og er það hvatning til blaðsins að gera enn betur við áskrifendur og fjölga tilboðum sem þessum! Tíu áskrifendur duttu í lukkupottinn þegar nöfn þeirra voru dregin út og fengu þeir veg- lega nýársgjöf frá Vikunni eins og greint er frá á bls. 49. Það er greinilegt að áskrift borgar sig. Mary Rogers heitir sögupersóna í smásögunni Sumargleði eftir Doris Lessing sem birtist á bls. 22. Hún þráir að komast til sólarlanda og baða sig í heitum sjónum, borða franskan mat og taka sér „síestu“ á milli þess sem hún slakar á ströndinni. Margir íslendingar hugsa á svipuðum nótum nú í janúar. En á meðan við bíðum eftir að grundirnar grói er um að gera að bera höfuðið hátt og láta ekki skammdegið buga sig. Á bls. 18 segja nokkrar konur frá því hvernig hægt sé að líta vel út á þessum tíma og á bls. 26 kennir Bjargey í Þokkabót okk- ur æfingar til þess að við getum komið línunum í lag fyrir sumarið. Annars er líka margt jákvætt við vetrartímann, t.d. blómlegt leikhúslíf út um allt land. Á bls. 14 er viðtal við þrjár þjóðþekktar leikkonur sem eru að gera það gott í sýningunni Mað- ur í mislitum sokkum. Þær ræða um leikritið, viðhorf til eldra fólks og ástarlífsins og fleira og fleira. Þá er það nýjung í blaðinu að vera með umfjöllun um leikhús og það er hinn kunni leikhúsgagnrýnandi Arthúr Björgvin Bollason sem ræðir um sýningar á verkum Ibsens í Reykjavík og á Akureyri við konu sína Svölu Arnardóttur leikhúsfræðing. Þau spjalla um leiksýningarnar yfir morgunkaffinu (bls. 44). Og ekki má gleyma að minnast á lífsreynslusöguna (bls. 47) sem margir lesendur vilja aldrei missa af. Að þessu sinni segir ung kona frá erfiðleikum dóttur sinnar, sem reyndist vera þunglynd; hún lokaði sig af, fitnaði mikið og var óánægð með allt og alla. Móðirin greinir frá þeirri leið sem hún fór til að aðstoða telpuna sína. En á léttum nótum eru t.d. frásagnir af glæpamönnum sem voru algjörlega misheppnaðir krimmar og komu upp um sig á fáránlegan hátt (bls. 43). Njóttu Vikunnar ' Sigríður Arnardóttir ritstjóri Útgefandi Fróði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Sími: 515 5582 Vikan@frodi.is Ritstjórafulltrúi Jóhanna Harðardóttir Sími: 515 5637 Blaðamaður Þórunn Stefánsdóttir Sími: 515 5653 Thorunn@frodi.is Auglýsingastjóri Kristín Guðmundsdóttir Sími: 515 5628 Vikanaugl@frodi.is Ljósmyndarar Bragi Þór Jósefsson Gísli Egill Hrafnsson Sigurjón Ragnar Sigurjónsson Gunnar Gunnarsson Hreinn Hreinsson Grafískir hönnuðir Ivan Burkni ivansson Ómar Örn Sigurðsson Verð í lausasölu Kr. 399,-. Verð í áskrift Kr. 329,-. Pr eintak Ef greitt er með greiðslukorti Kr. 297,-. Pr eintak Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Askriftarsími: 515 5555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.