Vikan


Vikan - 18.01.1999, Side 50

Vikan - 18.01.1999, Side 50
 Mafía / mat og kaffí Viðtal: Halla Bára Gestsdóttir. Myndir: Gunnar Sverrisson. Að eiga sér vini er mikiivægt. Vini sem maður hittir reglu- lega, spjallar við, skemmtir sér með. Það veit „Mafían“, vin- kvennahópur á Akureyri, sem samanstendur ekki eingöngu af tveimur eða þremur vinkonum, heldur allt upp í sextán vinkon- um, sem hittast við hvert tæki- færi sem gefst. Vikan sat einn „Mafíufund“ og fékk að skjóta inn nokkrum spurningum. Þær eru vinkonur úr ýmsum áttum, þarna eru þrjár systur, frænkur og æskuvinkonur. -Litlir hópar sem tengjast saman í einn stóran hóp sem myndar „Mafíuna“. Nafnið á hópinn kom nokkurn veginn af sjálfu sér. Ital- íuskotið enda hefur meirihluti hópsins dvalið á Ítalíu til lengri tíma. Þaðan kemur einnig áhuginn á því að hittast yfir girnilegum mat og góðu kaffi. Ef vinkonurnar ná að hittast allar þá eru þær sextán en það er ekki oft sem það gerist því hópurinn er dreifður. Nær allt frá Akureyri og Reykjavík til Ítalíu, Englands og Chíle og þær sem ekki ná að vera með sökum fjarveru, hafa þá skyldu að skrifa bréf til hópsins sem lesin eru upp við hátíðlega athöfn fyrsta föstudag í hverjum mánuði, eða aðra daga þegar hópurinn hittist. Æi, pessi mafíuhópur Þegar Vikan fór til að hitta vinkon- urnar voru tíu þeirra saman komnar heima hjá henni Astrid. Þetta voru Oddrún, Bryndís, Laufey, Vala, Begga, María, Helga Gunnur, Inga Þöll og 50

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.