Vikan


Vikan - 01.02.1999, Síða 2

Vikan - 01.02.1999, Síða 2
Þorvaldur Borgar sýnir stoltur sigur- stykkiö. Með hon- um á myndinni er Ingólfur Sigurðs- son kennari. fc/>$ I celan E® Bakaranemi sigraði í Portúgal GÓÐA SKAPIÐ SAKAÐI EKKI! Þorvaldur Borgar Hauksson hefur ástæðu til að vera stoltur af sjálfum sér. Fyrir nokkru tók hann þátt í Evrópu- keppni nemenda í hótel- og mat- vælaskólum og kom heim með fyrstu verðlaun í farteskinu. eppnin var haldin í Algar- ve í Portúgal og voru kepp- endur 130 tals- ins. Keppt var í sjö greinum og Þorvaldur, sem er að læra að verða bakari, tók þátt í keppni í bakstri þótt reyndar hafi áherslan verið lögð á kökugerð og skreyt- ingar. í þeim flokki voru 30 keppendur. Þorvaldur kall- aði réttinn sinn Eldsumbrot frá íslandi. „Við veltum ýmsum hugmyndum fyrir okkur, ég, Jói Fel, sem er meistarinn minn, og Ingólf- ur Sigurðsson kennari. Hug- rnyndin, sem er óneitanlega frumleg, breyttist mikið frá upphafshugmyndinni, en sú breyting var greinilega til batnaðar og varð að góðu sigurstykki. Þetta er eftir- réttur úr hjúpsúkkulaði með Grand Marnier súkkulaðisósu. Rétturinn er keilulaga og minnir á eld- fjall og er skreyttur með gormum, sem eru búnir til úr súkkulaði og eiga að tákna gosstróka sem stíga upp úr fjallinu." Þorvaldur segir sigurinn niikinn heiður fyrir sig. „Þetta var í fyrsta sinn sem íslendingar tóku þátt í keppninni og ekki er hægt að segja annað en að við höfum byrjað vel. Við vor- um þrír sem kepptum fyrir Islands hönd og héðan fór sjö manna hópur; einn kennari með hverjum kepp- anda og deildarstjóri við skólann. Það var góður andi í hópnum og dómarar og aðstandendur keppninn- ar höfðu á orði hvað þetta væri áberandi hress, kátur og samstæður hópur." Og ekki sakaði að vera hress og hafa góða skapið með í farteskinu. Persónu- leiki keppenda var nefni- lega eitt af því sem skipti máli þegar kom að stiga- gjöfinni. „Dómararnir voru frá Ítalíu, Frakklandi og Portúgal. Þeir gengu á milli okkar keppendanna meðan við vorum að vinna að rétt- unum og lögðu fyrir okkur spurningar. Þá sakaði ekki að vera hress! En það var auðvitað ekki nóg því einnig voru gefnar einkunn- ir fyrir fagleg vinnubrögð, bragð réttarins og útlit." Þorvaldur er frá Horna- firði, en það er alls óvíst hvort Hornfirðingar fái að njóta góðs af kunnáttunni þegar hann útskrifast á næsta ári. „Maður er bara orðinn svo mikill karl," seg- ir hann skellihlæjandi og ber sér á brjóst. Og hver veit, kannski liggur leiðin út í heim. „Bróðir minn er að læra kökugerð í Danmörku. Þeir vilja ólmir fá mig þang- að þegar ég er búinn með skólann. Þeir voru nefni- lega svo vissir um að danski keppandinn mundi bera sigur úr býtum í keppninni. Nú álíta þeir sem svo að fyrst að ég hafi sigrað hann hljóti ég að vera alveg frá- bær!" Viðtal: Þórunn Stefánsdóttir Mynd: í eigu Hótel- og matvælaskólans 2 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.