Vikan - 01.02.1999, Page 4
Kæri lesandi...
egar ég byrjaði að búa, var ástatt hjá mér eins ogflestum þegar
þeirflytja að heiman ífyrsta skipti, lítil auraráð og námslána-
skuldir á bakinu. Maður var því ekkert að fara inn ífínustu versl-
anirnar til að kaupa húsgögn og „mublera" upp hjá sér. Maður eignaðist
hlutina smátt og smátt; fékk húsgögn héðan og þaðan. Eitthvað í ódýrari
kantinum var keypt inn, gamli ískápurinn hennar ömmu varþeginn að
láni og leðursófi með langa fortíð var tekin í notkun. Eins og flestir sem
standa í þessum sporum gerði maðurþað besta úr þessu. Það var svo
seinna sem ég gat farið að kaupa til heimilisins og innrétta eftir mínu
höfði. Og mikið varþað gaman aðfara í verslun og spá í hvað hentaði
mér, hvernig vildi ég innrétta heimili mitt. En eftir hverju fer maður? Ekki
eftir nýjustu straumum og stefnum, þetta má ekki vera of tískubundið því
hlutirnir verða að endast og ekkifer maður eftir myndum í blöðum því
heimilið á að vera persónulegur staður. Það er einhver rödd innra með
manni sem veit nákvœmlega hvað hehtar. Maður gengur beint að ákveðn-
um sófum en horfir ekki á aðra. Skyldu stjörnurnar vera þarna að verki? Getur verið að heimili hrútsins sé ólíkt heimili
meyjunnar? Þetta er skoðað í grein á bls. 28. Eitt er víst að þótt ég sé Ijón vel ég ekki röndóttan sófa á mitt lieimili en von-
andi finnið þið margt, sem á við ykkur, ígreininni. Það er líka gaman að spá í hvaða manngerð maður er, þegar kemur að
því að innrétta heimilið. Flokkast maður undir það að vera tískufrömuður, könnuður eða eitthvað afhinum flokkunum
sem nefndir eru á bls. 29. Vonandi hafið þið gaman afþessari grein.
íblaðinu er líka margt annað efni sem viðkemur persónuleikanum. T.d. persónuleikaprófið á bls. 16 og greinin um það
að kœkir komi upp um mann á bls. 18.
Og eins og vera ber í Vikunni erfjölmargt efni í boði sem tengist heimilinu. T.d. heimsókn til Sigríðar Ellu Magnúsdótt-
ur, óperusöngkonu í London, á bls. 8. Hún á tvö fullbúin heimili, annað í London og hitt í Reykjavík. Og Marentza Poul-
sen kennir okkur að útbúa fingramat sem á örugglega eftir að gera stormandi lukku í boðum víða um land. Þessir réttir
hennar eru bæði hollir og girnilegir.
Aföðru efni má t.d. benda á greinina um giftar konur sem reyna við lesbíur bls. 50, viðtal við leikkonuna Elvu Ósk
Ólafsdóttur sem gert hefur margt skemmtilegt um dagana t.d. lært á bassa, tekið þátt í fegurðarsamkeppni og tekist á við
krefjandi hlutverk á fjölunum.
Haldið endilega áfram að hafa samband ef þið viljið rœða efni blaðsins eða koma með hugmyndir eða smásögur.
vikan@frodi. is
Njóttu Vikunnar
Sigríður Arnardóttir ritstjóri
Jóhanna
Harðardóttir
Þórunn
Stefánsdóttir
ritstjórafulltrúi blaðamaður
Kristín
Guðmunds-
dóttir
auglýsinga-
stjóri
Guðmundur
Ragnar
Steingrímsson
Grafískur
hönnuður
VSfam
Útgefandi Fróöi Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599
Stjórnarformaöur Magnús Hreggviðsson Aöalritstjóri Steinar
J. Lúðvíksson Sími: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra
Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Sími:
515 5582 Vikan@frodi.is Ritstjórafulltrúi Jóhanna
Harðardóttir Sími: 515 5637 Blaðamaöur Þórunn Stefánsdóttir
Sími: 515 5653 Thorunn@frodi.is Auglýsingastjóri Kristin
Guðmundsdóttir Sími: 515 5628 Vikanaugl@frodi.is
Ljósmyndarar Bragi Þór Jósefsson Gísli Egill Hrafnsson
Sigurjón Ragnar Sigurjónsson Gunnar Gunnarsson Hreinn
Hreinsson Grafískur hönnuöur Guðmundur Ragnar
Steingrímsson Verö i lausasölu Kr. 399,-. Verö i áskrift Kr.
329,-. Pr eintak Ef greitt er með greiöslukorti Kr. 297,-. Pr
eintak Unniö í Prentsmiöjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin
varðandi efni og myndir
Áskriftarsími:
515 5555