Vikan


Vikan - 01.02.1999, Page 21

Vikan - 01.02.1999, Page 21
morgunverkin Helga og Ævar við morgunverðarborðið. Ævar kemur alltaf heim til Helgu í morgunkaffi og þau hafa það notalegt saman við kertaljós áður en vinnudagurinn hefst fyrir alvöru. Eiga saman Ijúfa stund Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson Helga Jóhannsdóttir, hárgreiðslu- meistari á Akur- eyri» og eig- inmaður hennar, Ævar Jónsson múrari, fá sér alltaf morgun- kaffi saman áður en vinnu- dagurinn fer í hönd. Dagurinn byrjar klukkan sjö hjá Helgu. Þá lætur vekjaraklukka þeirra hjóna í sér heyra og þau hlusta á sjö-fréttir Ríkisútvarpsins. Ævar fer snemma í vinn- una, er mættur kl. hálf átta, og stillir klukkuna aftur fyr- ir Helgu á átta þar sem hún sofnar stundum eftir að hann er farinn. Þegar Helga rís úr rekkju um áttaleytið fer hún fram og nær sér í Dag að lesa. Rúmið freistar hennar og hún skríður alltaf upp í aftur til að lesa blaðið. Þetta segir Helga vera fasta liði hjá sér. Eftir klukkan átta, þegar fram úr er farið, lítur Helga ti! veðurs og fer að und- irbúa vinnudaginn. Hún tekur sig til og snyrtir sig og er yfirleitt klædd og komin á ról klukkan níu en þá kemur Ævar heim til henn- ar í morgunmat. „Þetta höfum við gert í mörg ár,“ segir Helga,... „og er voða- lega notalegt. Við hittumst hérna heima alla daga nema föstudaga en þá fer Eg snemma í vinnuna og drekk morgunkaffi með Elsu, samstarfskonu minni og vinkonu, og Ævar fer í félagsheimili Þórs með sínum vinnufélögum.“ Þessi skemmtilegi siður er þannig til kominn hjá þeim hjónum að Ævar fær sér ekkert að borða áður en hann fer í vinnunna á morgnana. Helga fer ekki út fyrr en klukkan hálf tíu og því fannst þeim upplagt að hann kæmi heim í morg- unkaffi og þau hittust aðeins áður en vinnudagur- inn hæfist fyrir alvöru. Þau eiga því saman Ijúfa stund sem eflaust mörg hjón vildu hafa tækifæri til á þessum tíma dags. „Við kveikjum á kertum og höfum það huggulegt. Sitj- um og spjöllum um allt mögulegt." Vil<an 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.