Vikan


Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 21

Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 21
morgunverkin Helga og Ævar við morgunverðarborðið. Ævar kemur alltaf heim til Helgu í morgunkaffi og þau hafa það notalegt saman við kertaljós áður en vinnudagurinn hefst fyrir alvöru. Eiga saman Ijúfa stund Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson Helga Jóhannsdóttir, hárgreiðslu- meistari á Akur- eyri» og eig- inmaður hennar, Ævar Jónsson múrari, fá sér alltaf morgun- kaffi saman áður en vinnu- dagurinn fer í hönd. Dagurinn byrjar klukkan sjö hjá Helgu. Þá lætur vekjaraklukka þeirra hjóna í sér heyra og þau hlusta á sjö-fréttir Ríkisútvarpsins. Ævar fer snemma í vinn- una, er mættur kl. hálf átta, og stillir klukkuna aftur fyr- ir Helgu á átta þar sem hún sofnar stundum eftir að hann er farinn. Þegar Helga rís úr rekkju um áttaleytið fer hún fram og nær sér í Dag að lesa. Rúmið freistar hennar og hún skríður alltaf upp í aftur til að lesa blaðið. Þetta segir Helga vera fasta liði hjá sér. Eftir klukkan átta, þegar fram úr er farið, lítur Helga ti! veðurs og fer að und- irbúa vinnudaginn. Hún tekur sig til og snyrtir sig og er yfirleitt klædd og komin á ról klukkan níu en þá kemur Ævar heim til henn- ar í morgunmat. „Þetta höfum við gert í mörg ár,“ segir Helga,... „og er voða- lega notalegt. Við hittumst hérna heima alla daga nema föstudaga en þá fer Eg snemma í vinnuna og drekk morgunkaffi með Elsu, samstarfskonu minni og vinkonu, og Ævar fer í félagsheimili Þórs með sínum vinnufélögum.“ Þessi skemmtilegi siður er þannig til kominn hjá þeim hjónum að Ævar fær sér ekkert að borða áður en hann fer í vinnunna á morgnana. Helga fer ekki út fyrr en klukkan hálf tíu og því fannst þeim upplagt að hann kæmi heim í morg- unkaffi og þau hittust aðeins áður en vinnudagur- inn hæfist fyrir alvöru. Þau eiga því saman Ijúfa stund sem eflaust mörg hjón vildu hafa tækifæri til á þessum tíma dags. „Við kveikjum á kertum og höfum það huggulegt. Sitj- um og spjöllum um allt mögulegt." Vil<an 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.