Vikan


Vikan - 01.02.1999, Page 29

Vikan - 01.02.1999, Page 29
Af hvaða stofni ert þú? Þegar kemur að því að innrétta heimilið skiptumst við aðallega í fimm manngerðir, ert þú einn af þessum ? " ■; Tískufrömuðurinn (9%) Þú vilt hafa allt einfalt og helst hvítt og allt verður að vera mjög vandað og helst úr varanlegum efnum. Samt viltu framar öllu hafa þægilegt í kringum þig og það virðist ekki gera mikið til þótt ryk sé í flottu hillun- um eða blaðarusl í dýra sófanum meðan fer vel um þig þar. Eina vandamálið er að ruslið fer mjög oft í taugarnar á þér! 1 i Könnuðurinn (12%) Þú ert alltaf á höttunum eftir einhverju sem enginn annar á, - einhverju furðu- legu. Litirnir heima hjá þér eru dimmir, "kryddaðir" og dulúðugir. Þér er alveg sama þótt gestir og heimafólk kunni ekki að meta furðuhlutina sem þú kem- ur með í heimilið og þeir gefast fljótlega upp við að reyna að hafa áhrif á þig. Þér dettur aldrei í hug að hafa efasemdir um listfengi þitt og smekkvísi. Vilcan 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.