Vikan


Vikan - 01.02.1999, Page 32

Vikan - 01.02.1999, Page 32
Marentza Poulsen með fíngrafæði sem skemmtilegt er að bjóða upp á í veislum. Takið eftir fallegu rósa- og vínberjaskreytingunni. Eggjakrem með reyktum laxi og rauðum kavíar á ristuðu brauði 10 ristaðar brauðsneiðar Eggjakrem: 2-3 harðsoðin egg (eftir stœrð) 3 msk. sýrður rjómi (18%) 2 tsk. dijon sinnep smá sítrónusafi salt 20 þunnar laxasneiðar Til skrauts: rauður kavíar ferskt basilíkum Aðferð: Stingið út með glasi eða stungujárni ( fæst m.a. í Húsasmiðjunni) tvær snittur úr hverri brauðsneið. Gróf- saxið eggin og blandið þeim saman við sýrða rjómann og sinnepið. Bragðbætið með salti og sítrónusafa. Smyrjið eggjakreminu á brauðið. Leggið laxasneiðina í hring (sjá mynd). Setjið smá kaví- ar í miðjuna og skreytið með fersku basilíkum. Pönnukök- ur með laxafyll- ingu Pönnukökur: 11/2 dl hveiti 1/4 tsk. salt 3 dl mjólk 2 egg 2 msk. smjör Aðferð: Blandið saman hveiti og salti og blandið helm- ingnum af mjólkinni sam- an við. Hrærið þar til deigið verður kekkja- laust. Bætið eggjunum út í, 32 Vikan einu í einu, og hrærið vel á milli og á eftir. Bræðið smjörið á pönnukökupönnu, blandið því saman við deig- hræruna og bætið því sem eftir er af mjólkinni út í. Bakið fallega gulbrúnar pönnukökur. Kælið. Fylling: 300 g reyktur lax 3-4 msk. sýrður rjómi (18%) 1 stk. harðsoðið egg salt og pipar Aðferð: Skerið laxinn í bita og grófmaukið í matvinnsluvél ásamt egginu. Hrærið svo sýrða rjómanum saman við og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Þá er þessu smurt á kaldar pönnu- kökurnar, hverja fyrir sig, og þeim síðan rúllað þétt upp. Þetta má gera degin- um áður. Best er að ská- skera þær kaldar í litla bita (sjá mynd). Fyllt sellerí 6 stk. sellerístönglar, skornir í bita Fylling: 1 stk. ostarúlla með koniaki og hnetum (125 g) 300 g rjómaostur cayenne pipar á hnífsoddi 1 msk. koníak (másleppa og þynna kremið í stað- inn með 1 msk. rjóma eða sýrðum rjóma (18%)). saxaðar heslihnetur Aðferð: Hrærið rjómaostinum saman við koníaks- og hnetuostinn. Bragðbætið með cayenne piparnum og þynnið með koníaki eða rjóma. Kreminu er síðan sprautað inn í selleríbitana. Þetta má gera deginum áður og geyma í góðum brauð- kassa (fæst í Kassagerðinni). Stráið söxuðum heslihnet- um yfir fyllinguna rétt áður en rétturinn er borinn fram.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.