Vikan


Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 32

Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 32
Marentza Poulsen með fíngrafæði sem skemmtilegt er að bjóða upp á í veislum. Takið eftir fallegu rósa- og vínberjaskreytingunni. Eggjakrem með reyktum laxi og rauðum kavíar á ristuðu brauði 10 ristaðar brauðsneiðar Eggjakrem: 2-3 harðsoðin egg (eftir stœrð) 3 msk. sýrður rjómi (18%) 2 tsk. dijon sinnep smá sítrónusafi salt 20 þunnar laxasneiðar Til skrauts: rauður kavíar ferskt basilíkum Aðferð: Stingið út með glasi eða stungujárni ( fæst m.a. í Húsasmiðjunni) tvær snittur úr hverri brauðsneið. Gróf- saxið eggin og blandið þeim saman við sýrða rjómann og sinnepið. Bragðbætið með salti og sítrónusafa. Smyrjið eggjakreminu á brauðið. Leggið laxasneiðina í hring (sjá mynd). Setjið smá kaví- ar í miðjuna og skreytið með fersku basilíkum. Pönnukök- ur með laxafyll- ingu Pönnukökur: 11/2 dl hveiti 1/4 tsk. salt 3 dl mjólk 2 egg 2 msk. smjör Aðferð: Blandið saman hveiti og salti og blandið helm- ingnum af mjólkinni sam- an við. Hrærið þar til deigið verður kekkja- laust. Bætið eggjunum út í, 32 Vikan einu í einu, og hrærið vel á milli og á eftir. Bræðið smjörið á pönnukökupönnu, blandið því saman við deig- hræruna og bætið því sem eftir er af mjólkinni út í. Bakið fallega gulbrúnar pönnukökur. Kælið. Fylling: 300 g reyktur lax 3-4 msk. sýrður rjómi (18%) 1 stk. harðsoðið egg salt og pipar Aðferð: Skerið laxinn í bita og grófmaukið í matvinnsluvél ásamt egginu. Hrærið svo sýrða rjómanum saman við og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Þá er þessu smurt á kaldar pönnu- kökurnar, hverja fyrir sig, og þeim síðan rúllað þétt upp. Þetta má gera degin- um áður. Best er að ská- skera þær kaldar í litla bita (sjá mynd). Fyllt sellerí 6 stk. sellerístönglar, skornir í bita Fylling: 1 stk. ostarúlla með koniaki og hnetum (125 g) 300 g rjómaostur cayenne pipar á hnífsoddi 1 msk. koníak (másleppa og þynna kremið í stað- inn með 1 msk. rjóma eða sýrðum rjóma (18%)). saxaðar heslihnetur Aðferð: Hrærið rjómaostinum saman við koníaks- og hnetuostinn. Bragðbætið með cayenne piparnum og þynnið með koníaki eða rjóma. Kreminu er síðan sprautað inn í selleríbitana. Þetta má gera deginum áður og geyma í góðum brauð- kassa (fæst í Kassagerðinni). Stráið söxuðum heslihnet- um yfir fyllinguna rétt áður en rétturinn er borinn fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.