Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 41
manni. Hann var ekkjumað-
ur, átti tvö uppkomin börn
og þrjú barnabörn. Og nú
kom annað hljóð í strokk-
inn. Hún var mjög upptekin
af barnabörnunum hans og
talaði mikið um hvað þau
falleg og vel uppalin og
hvað þau veittu henni mikla
gleði. Aldrei minntist hún
einu orði á dótturdóttur sína
sem elsta systir mín hafði
eignast árinu áður.
Þau eru orðin það gömul að
þau gera sér grein fyrir
kuldalegu viðmóti ömmu
sinnar. Aldrei hefur hún
boðist til að passa þau og
aldrei hefur hún boðið þeim
að gista hjá sér. Þau hafa
aldrei upplifað að eiga
ömmu sem segir þeim sögur
og kennir þeim að fara með
bænirnar sínar. Aldrei hefur
hún laumað að þeim pen-
ingum eða sælgætismola.
Hún gefur þeim afmælis- og
jólagjafir en aldrei neitt þar
fyrir utan. Hún móðir mín
hefur ekki mildast með ár-
unum.
Við systkinin erum dugleg
við að halda hópinn eftir að
við urðum fullorðin og oft
tölum við um ástleysi æsku-
áranna. Við höfum mikið
velt því fyrir okkur hvers
vegna mamma var ófær um
að elska okkur systkinin.
Líklega hefur hana skort ást
og umhyggju í sínu uppeldi
og framkoma hennar við
sína nánustu liðið fyrir það.
Reiði hennar og ástleysi
hafa verið hennar varnar-
veggir gegn umhverfinu.
Við vitum það núna að
skyldfólk okkar vissi hvern-
ig í pottinn var búið heima
og gamlir nágrannar hafa
látið í ljós hversu oft þeir
hafi fundið til með okkur
systkinunum. Vissulega lið-
um við aldrei skort en upp-
eldið olli tilfinningalegum
sárum sem aldrei munu gróa
að fullu.
Nýlega fór ég í heimsókn
til systur minnar sem býr
ennþá í gamla kauptúninu.
Hún systir mín er yndisleg
og hefur einstakt lag á því
að láta fólki líða vel og finn-
ast það vera velkomið. Ég
hafði verið hjá henni í tvo
daga þegar mamma hringdi.
Hún sagði systur minni að
hún hefði frétt að ég væri
með börnin mín í heimsókn
og kvartaði undan því að ég
hefði ekki heimsótt hana.
Hvort ég ætlaði virkilega
ekki að heimsækja móður
mína? Hvort mér væri alveg
sama þótt nágrannarnir sæju
hvers konar vanrækslu ég
sýndi móður minni? Hvort
ég léti mér í léttu rúmi liggja
að hún væri orðin gömul og
veikburða? Ég ákvað að
fara í heimsókn.
Ekki það að mig langaði
til þess að hitta hana. Ég
vissi að innst inni stóð henni
á sama hvort ég kæmi eða
færi. Ég vissi að ég átti von á
skömmum og umkvörtun-
um. Og það stóð heima. Ég
sat og hlustaði á hana án
þess að segja eitt einasta orð
mér til varnar. Líklega hefði
ég átt að reiðast og slá í
borðið. En ég gat ekki feng-
ið mig til þess.
Það er mikið rætt um að
gamalt fólk sé oft einmana
og sjái lítið til fullorðinna
barna sinna. Stundum er
það ekki að ástæðulausu.
Þannig er það í mínu tilfelli.
Það er mömmu sjálfri að
kenna að við systkinin
heimsækjum hana ekki
nema við séum nauðbeygð
til. Hún átti aldrei neina ást
handa okkur. Þess vegna
eigum við enga ást aflögu
handa henni. Þess vegna
einkennast samskipti okkar
við hana af skyldurækni í
stað væntumþykju."
r lesandi segir
Þórunni
Stefánsdóttur
sögu sína
Vill þú deila sögu þinni
meö okKur? Er sitthvaó
sam lielur haft mikil
áhrif á þig, jatnvel hreylt
lifi þinu? Þór er velkom-
iö aö skrifa eöa hringja
til okkar. Viö gætum
lyllstu nafnleyndar.
I li'iiiiilisl;iiir>íO it: Vikuii
-.. I ilsrci 11s111s;i^ii'•. Si'ljiivi't>iir 2,
Kvvk jiivík,
INvTluntr: vikllii@limli.is
V