Vikan


Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 46

Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 46
 kalda stríðsins eir sem einhvern tíma hafa flogið vestur um haf til Bandaríkjanna kannast eflaust við grænan miða sem valdið hefur slíkri geðshræringu meðal lands- manna að komist hefur í fréttir. Stilltasta fólk fer hamförum og vesalings flugfreyjurnar mega kallast heppnar ef þeim tekst að hjálpa nokkrum samvisku- sömum farþegum að skilja ósköpin, því auðvitað er hann á ensku, í kansellístíl, og engin þýðing fylgir. Pessi miði er afhentur ís- lendingum sem eru á leið- inni að heimsækja Banda- ríkin og þeir eiga að fylla hann út í flugvélinni og af- henda við komuna þangað. Þessi skirffinnska vefst mismikið fyrir mönnum og sumir fá reiðikast við að þurfa að útfylla miðann, en það get ég svarið að ég skemmti mér svo konung- lega yfir því að ég vona að þetta leggist aldrei af! Að hætti Ameríkana er maður fyrst boðinn velkom- inn til Bandaríkjanna, þetta er jú elskulegasta fólk og höfðingjar heim að sækja velflestir. Síðan er maður beðinn að svara eftirfarandi spurning- um játandi eða neitandi og leggja drengskap við, og þá byrjar nú ballið. Þessar spurningar hafa sjálfsagt verið samdar í kalda stríðinu og eru eflaust lagðar fyrir útlendinga í fyllstu alvöru, en þær eru svo drepfyndnar á okkar tímum að það hálfa væri nóg. Hér eru nokkur dæmi um spurningarnar (þessi listi er skrifaður eftir minnispunkt- um og kann því að vera ónákvæmur þótt hann gefi góða mynd af spurningun- um). Hvernig myndir þú, lesandi góður, svara þessu ef þú væri á leiðinni til Bandaríkjanna? Ertu haldinn andlegum- eða líkamlegum sjúkdóm- um, eða ertu fíkniefnaneyt- andi? Hefurðu verið tekinn fastur eða dæmdur fyrir sið- spillingu eða smygl, eða ertu að leita inngöngu í Bandaríkin til að taka þátt í glæpsamlegu eða siðlausu athæfi? Stundaðir þú njósnir, hryðjuverkastarfsemi eða tókstu þátt í þjóðarmorðum á árunum 1933-1945? Ertu í atvinnuleit, hefur þér verið vísað frá Banda- ríkjunum eða hefur þú ver- ið fluttur þaðan nauðugur, hefur þú reynt að smygla þér inn í Bandaríkin með svikum og fölsunum? Svari nú hver sem betur getur. Já, og vel á minnst. Ef þú hefur svarað einhverri spurningunni játandi átt þú að hafa samband við banda- ríska sendiráðið áður en þú gengur á land þar sem þér gæti verið vísað úr landi. Ég get mætavel skilið að blessað fólkið vilji enga glæpamenn inn í landið sitt, það viljum við ekki heldur. En halda menn virkilega að þeir sem raunverulega eru í þeirri aðstöðu að geta svar- að þessum spurningum ját- andi og ætla sér inn í landið, stoppi þarna við og merki já við spurningarnar, fljúgi síðan heim aftur til þess að heimsækja sendiráðið án þess að stíga út úr Flug- leiðavélinni? Ég bara spyr? Og þótt þetta sé fyndið væri sennilega skynsam- legra að afhenda miða þar sem mönnum væri á ís- lensku gerð grein fyrir að ef þeir hafi eitthvað af eftir- töldu á samviskunni séu þeir óvelkomnir og hvaða viðurlögum þeir verði beitt- ir ef upp um þá kemst. Vinnið Glæsilegir íslenskir listmunir í verðlaun. Þessir fallegu expressobollar eru eftir leirlistakonuna Kristbjörgu Guð- mundsdóttur og fást í Gallerí Fold í Kringlunni sem er sérverslun með ís- lenska listmuni. Bollarnir, rjómakannan og sykurkarið eru handunnin úr leir og undirskálarnar eru úr kirsuberjaviði. Þrír heppnir lesendur Vikunnar geta eignast þessa glæsilegu muni með því að svara eftirfarandi spurningum rétt: Hvar er Gallerí Fold staðsett? Hver er áskriftarsími Vikunnar? Sendið okkur svörin fyrir 15. febrúar ‘99. Utanáskriftin er „Vinnið(( Vikan, Seljavegi 2,101 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.