Vikan


Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 24

Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 24
.= o o (/) 4- £■ </> g »- S :o * K (U .E c 0) C 4-* 3 </> o = ■0 x £ ía Gréta Lind Kristjánsdóttir segist vera með meira en „létta" bíladellu. Á þeim átta árum sem liðin eru síðan hún fékk bílpróf hefur hún átt sex bíla. Hún átti ákafleg fallegan, heiðgul- an, tveggja manna Hyundai sportbíl sem hún seldi fyrir tæp- um mánuði. Stúlkan vakti óskipta athygli margra borgarbúa þegar hún ók um göturnar en nú á hún rauðan Volkswagen Golf með öll- um aukabúnaði. Gréta segist í þetta sinn hafa verið að hugsa um þægindin og það að geta boðið fleiri farþegum, en sportbíl- inn leyfði, að sitja í. En hvenær byrjaði þessi mikli áhugi á bílum? „Hann hafði blundað í mér lengi. í menntaskóla átti ég marga stráka að vinum og þá fór ég að skoða bílablöð, fara á bíia- sýningar og rleira. Aður en eg vissi af var ég komin með algjöra bíladellu. Það er þó fyrst og fremst útlit bíianna sem heillar mig. Auðvitað væri gaman að fá mikinn kraft en það kostar pen- inga. Þegar ég kem heim og segi „Oh! ég sá svo flottan bíl í dag.", stynurfjölskyldan venjulega: „Æ, Gréta reyndu nú að eiga sama bílinn þó ekki væri nema tvö ár í einu." Tíð bílaskipti kosta mikið og það verður að segjast eins og er að þetta er dýrt „hobbý"." Flestar stúlkur á aldur við Grétu eru sennilega líklegri til að láta sig dreyma um kjól í búðar- glugga á Laugaveginum en bíl í sýningarsal bflasölu en hvernig fer ung kona með bíladellu að því að fjármagna bílakaup? „Fyrsti bílinn minn var upphaf- lega keyptur handa ömmu. Þetta var Honda Civic og amma átti erfitt með að keyra svo Iftinn bíl. Ég var sú sem keyrði hann mest og það endaði með að mér var gefinn hann. Þann bíl seldi óg síðan fyrir nýjan Honda Civic. Þeim bíl sá ég mest eftir af öllum mínum bílum þegar ég seldi hann. Þetta var fyrsti nýi bílinn sem ég eignaðist og ég var búin að taka ástfóstri við hann. Núm- erið var líka svo gott, einkennis- stafirnir KG en það eru uþphafs- stafirnir mínir afturábak. Það eru fyrst og fremst fallegar Ifnur og útlit bíla sem heilla mig þótt ég taki í dag gæði fram yfir útlit. Ég fell ekkert frekar fyrir ein- hverjum merkjum eins og Porsche eða Jagúar. Margir bíla- dellumenn segja að verstu kaup- in séu í nýjum bílum þeir gömlu séu vandaðri en þeir krefjast ein- faldlega meira viðhalds. Ég varð t.d. umsvifalaust ástfangin af gula sportbflnum þegar ég sá mynd af honum í blaði. Þegar bflinn var sýndur hér á landi dró ég aila fjöl- skyldumeðlimi með mér að sjá hann og heimsótti hann alla sýn- ingardagana. Það tók mig tals- verðan tíma að velja lit á hann eftir að ég var búin að ákveða að kaupa. Ég er vön að kaupa rauða bíla en rauði liturinn á þessari bílategund var ekki fallegur. Hvít- ur kom ekki til greina því hvítir bílar missa línurnar, öll óhreinindi sjást allt of vel á svörtum og þá þarf alltaf að vera að þrífa. Græni liturinn var eiginlega enginn litur varla að hægt væri að greina hvort bílinn var grænn eða blár Guli sportbíllinn sem fórnað var fyrir þægindi. 24 Vikan og sá blái litur sem boðið var upp á höfðaði ekki til mín svo eftir stóð gulur og ég keypti hann. Auðvitað sé ég mikið eftir hon- um núna og má ekki sjá hann á götu án þess finna til eftirsjár. Ég fórnaði honum fyrir þægindin því í raun var hann aðeins tveggja manna bíll. Á íslandi er erfitt að keyra sþortbíla eins og þennan. Malbikið er svo ónýtt að bíll á jafn breiðum dekkjum og hann kast- ast upþ úr þeim við og við. Hér vantar almennilegar hraðbrautir eins og eru víða erlendis." Allir bflar þurfa eitthvað viðhald jafnt nýir sem gamlir. Sér Gréta sjálf um viðhaldið á sínum bílum? „Ég passa alltaf vel upp á olíu og bletta upp í rispur jafnóðum og þær koma. Ég held mínum bíl- um vel við og komi eitthvað upp á er gert við það strax. Nú orðið þekki ég marga á bílaverkstæð- unum og fæ hjálp ef ég þarf á að halda." Þegar Gréta var unglingur var hennar helsta skemmtun að keyra rúntinn á flottum bíl. Hún er alin upp hjá ömmu sinni, og al- nöfnu, og afa, þeim Sverri Her- mannssyni og Grétu Lind Krist- jánsdóttur. Hún fékk oft lánaða bílana þeirra til að fá að njóta ánægjunnar að keyra þá. „Þau hafa átt marga flotta bíla í gegnum tíðina stóra BMW, Audi og jeppa. Einn rúntur í bæinn á flottum bíl það var nóg, þá var tekið eftir mér. Ég vildi alltaf vera á bíl og keyra. Undanfarin ár hef ég farið tvisvar á ári f Þórsmörk og alltaf á jeppa en aldrei á sama bílnum. Helst vildi ég eiga þrjá bíla. Fjölskyldubíl með öllum þægindum til innanbæjaraksturs, jeppa í ferðalög, helst Landrover Discovery og svo sportbíl." Gréta vinnur hjá Reiknistofu bankanna og þar hefur hún feng- ið að kynnast tölvum. Þær hafa náð að heilla hana svo mjög að nú hefur hún hugsað sér að hefja nám ÍTölvunarfræði við Háskóla íslands. Hún segir sjálf að senni- lega hefði hún átt að fæðast strákur ef gamla klisjan um tak- markaðan áhuga kvenna á tækj- um og tækni er rétt. Ef marka má nýjustu fregnir af atvinnumögu- leikum og launakjörum tölvunar- fræðinga er ekki ólíklegt að hún eignist í framtíðinni þessa þrjá bíla sem hana dreymir um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.