Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 14
Fegru n araðgerðir með leysigeislum:
hafi ískorist. Sjúklingurinn
getur fengið talsvert áfall
fyrstu dagana eftir aðgerð og
hann þarfnast mikils stuðn-
ings og verður að eiga greið-
an aðgang að lækninum
hvenær sem er. Hrukkuað-
gerð með leysigeislum er
mikið álag og það verður
sjúklingurinn að vita og geta
staðið undir. Ég segi sjúk-
lingum sem leita til mín frá
því hvernig svona aðgerð
gangi fyrir sig og við hverju
þeir geti búist þannig að þeir
geti sjálfir metið hvort þeir
telji þetta álag þess virði.
Aðgerðin sjálf felst í því
að húðin á andlitinu er
brennd af. Þessi aðferð nefn-
ist evaporation, en þá er ysta
húðin brennd niður í
ákveðna dýpt við hitastig
sem eyðir henni algerlega og
hrúðrið hverfur. Eftir verður
aðeins brunaskán og á fyrstu
2-3 dögunum eftir aðgerðina
vessar úr húðinni og þessir
vessar þekja andlitið. A
fyrstu dögunum myndast
líka bjúgur í andlitinu
þannig að ásjóna sjúklingsins
verður heldur óhugnanleg,
auk þess sem þessu fylgja
ýmis óþægindi. Himnan sem
líkamsvessarnir mynda
flagnar síðan af andlitinu á
7-12 dögum og undir henni
er ný, rjóð húð. í flestum til-
fellum er hægt að farða yfir
húðina eftir u.þ.b. hálfan
mánuð, en það má reikna
með að sjúklingurinn sé allt
frá 6 vikum og upp í 3 mán-
uði að jafna sig alveg eftir
aðgerðina og litaskil geta
sést á húðinni í allt að hálft
ár.
Konur eru í yfirgnæfandi
meirihluta þeirra sem gang-
ast undir þessar aðgerðir.
Það er ekki komin löng
reynsla á þær hérlendis en
áhrif þeirra eru mjög misjöfn
eftir einstaklingum. Húðin
heldur auðvitað áfram að
eldast en endingin er mjög
góð hjá þeim sem eldast vel.
Það má að jafnaði segja að
lágmarksending sé fjögur til
tíu ár.
Photoderm leysigeislatæk-
ið virkar öðruvísi og það á
ekki að brenna húðina. Ef
það gerist er það vegna
mannlegra mistaka sem auð-
vitað geta orðið. Mistökin
geta þá verið að tækið sé vit-
laust stillt eða brúnir svæðis-
ins, sem verið er að vinna
með, skarast. Ég þekki ekki
dæmi þess héðan. Hér er
það hjúkrunarfræðingur sem
gerir flestar þessar aðgerðir,
en hún tekur þó ekki að sér
nein vafatilfelli og það eru
t.d. alltaf læknar sem fjar-
lægja valbrá.
í flestum tilfellum þarf að
koma oftar en einu sinni
þegar um háreyðingu er að
ræða. Tækið vinnur aðeins á
þeim hársekkjum sem eru
virkir á því tímabili sem að-
gerðin fer fram og það eru
að jafnaði ekki nema u.þ.b.
75-80% sekkjanna. Tækið
vinnur betur á dökkum hár-
um en sjúklingurinn getur
þurft að koma 3-7 sinnum og
oftast þeir sem hafa ljóst hár.
Eftir að hárunum hefur
verið eytt koma þau ekki
aftur, þannig að ending þess-
ara aðgerða er mjög varan-
leg."
Tæplega sextug íslensk kona sem fór
í hrukkuaðgerð fyrir ári síðan:
„Nei, ég er ekki nógu ánægð með
útkomuna þótt læknirinn sé mjög
sáttur við hana. Ég myndi aldrei fara
í svona aðgerð aftur. Það eru enn
miklar litabreytingar í húðinni og ég
hef aldrei notað eins mikinn farða og
nú. Það rýkur upp hiti í húðinni öðru
hverju, það eru fitunabbar undir
henni og ég fæ oft sviða í augun eftir
þessa aðgerð sem ég fékk aldrei áður.
Ég var búin að velta þessu lengi
fyrir mér áður en ég fór í aðgerðina.
Ég er ein af þeim manneskjum sem
finnst sumir fylgifiskar öldrunar ljótir
og gat illa sætt mig við djúpar hrukk-
ur í andliti og smáar hrukkur í kring-
um varir.
Ég get alls ekki sagt að ég hafi
fengið rangar upplýsingar og læknir-
inn sem framkvæmdi aðgerðina á mér
reyndist mér að mörgu leyti mjög vel.
Hann fylgdist vel nieð mér og kom
oft heim til að sinna mér fyrst eftir
aðgerðina.
En maður hlustar bara ekki eftir
öllu. Mér var sagt að þessi aðgerð
væri alger bylting og miðað við aldur
minn ætti ég ekki að bíða með hana
ef ég ætlaði á annað borð að fara út í
þetta. Mér fannst þetta sniðugt og
þess virði að prófa.
Mér var sagt að nýja húðin, sem
kæmi, yrði bleik og skilin gætu sést í
allt að ár en það ætti aðvera auðvelt
að leyna því með farða. En núna ári
síðar sjást þau of mikið enn og þetta
er allt búið að taka miklu lengri tíma
en niér hafði nokkurn tíma dottið í
hug.
Mér var líka sagt að ég gæti farið
að vinna eftir 10-14 daga en ég get
ekki séð hvernig það er möguleiki!
Ég fór að vinna eftir 3 vikur og ég
var engan veginn tilbúin til þess,
hvorki andlega né líkamlega,- það var
langt í frá.
Ég hef frekar viðkvæma húð og ég
á enn í vandræðum með að finna
farða sem hentar mér vegna ofnæmis-
viðbragða.
Ég hef leitað eftir ráðlegginum og
aðstoð til húðsjúkdómalæknis og
snyrtifræðings eftir aðgerðina og
fengið góða aðstoð hjá þeim.
Ég veit ekki hverju ég myndi svara
ef einhver leitaði til mín og spyrði
mig álits á því hvort hann ætti að
leggja út í svona aðgerð.
Ef til vill er mín reynsla ekki dæmi-
gerð. Ég get ekki metið líðan annarra.
Ég myndi segja viðkomandi frá
reynslu minni og minni persónulegu
vanlíðan, en það er auðvitað hans að
meta það hvort þörfin sé svo brýn að
þetta álag sé þess virði."
14 Vikím