Vikan


Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 26

Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 26
Texti: Steingeröur Steinarsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson Unnur Elva Arnardóttir hefur alltaf haft gaman af bílum. Hún og systir hennar keyptu saman bíl þegar Unnur hafði lokið bilprófi en systir hennar átti enn eftir að fá ökuskírteinið í hend- urnar. Afi var alltaf að gauka aurum að okkur barna- börnunum sínurn og ég og systir mín lögðum þá jafnan inn á bankabók," segir Unnur. „Pegar ég var átján og hún tæpra sautján ára var þetta orðin dágóð upphæð og nóg útborgun í bíl. Þetta var afmælisútgáfa af Mitsubishi Colt, alveg nýr bíll og þótti ekki neitt smávegis flottur þegar við komum saman á honum í skólann. Eg hef aldrei átt sportbíl eða einhverja óhagkvæma tegund af bíl. Ég hugsa meira unt notagildið og þægindin þegar ég kaupi bíl en hef hins vegar mjög gaman af að prófa að aka og skoða alla fallega bíla. Ég fer mikið á bílasýningar og hef sótt sýn- ingar erlendis. Meðal annars sótti ég sýningu og sá Ferrari bíla í kappakstri á Bologna á Italíu. Ég hef líka verið við- stödd nokkrar umferðir For- múlu 1 kappakstursins meðal annars í Monte Carlo. Það þarf að kaupa miða snemma til að fá góð sæti og geta fylgst vel með. Borgin er byggð utan í fjalli og ég sá bílana þjóta fram hjá og heyrði þytinn sem bergmálaði í hlíðinni. Það er gaman að hafa farið og séð kappakstur en ég fylgist ekki með þegar sýnt er frá þessari keppni í sjónvarpinu. Við eigum það sameiginlegt ég og kærastinn minn að við snúum okkur gjarnan við á götu ef við sjáum glæsilegan bíl á ferð. Fyrir skömmu vor- um við í fríi á Kanaríeyjum og sáum þá nýjan Audi TT koma akandi eftir götunni. Við sner- urn okkur bæði við enda höfð- um við ekki séð bíl af þessari gerð á götu áður." Hætt er við að margur hefði frekar horft á eftir glæsiiegum einstaklingi af gagnstæðu kyni á sólarströnd en bíl. Sennilega er það þess vegna sem talað er um dellu. Var það kannski áhugi á bílum sem leiddi þau hjónin saman? „Kærasti minn, Hilmar Val- garðsson, er bílapartasali og ég er bílasali þannig að ég er ekki á röngum stað en samt var það ekki beinlínis áhugi á bílum sem leiddi okkur saman. Fjöl- skylda hans er mikið bílaá- hugafólk svo að nærri má geta hvert umræðuefnið er þegar komið er saman." Unnur vinnur hjá Hekluum- boðinu og selur nýja bíla. Hún hefur verið í barneignarfríi að undanförnu og bendir á að hún viti ýmislegt um bíla en hún viti voða lítið um börn. Enda er þetta hennar fyrsta barn og hún á eftir að læra af reynslunni líkt og gerðist þeg- ar hún fór að starfa við bfla- sölu en það hafði lengi verið draumur hennar. „Mun erfiðara var fyrir kon- ur að komast að við í bílasölu hér áður," segir Unnur, „en nú 26 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.