Vikan


Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 4

Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 4
Kœri lesandi... Bjart og vinningslegt sumar fram undan Að þessu sinni boðar Vikan hvítt sumar. Ekki vegna þess að við kvíðum snjókomu,- síður en svo. Við erum sannfœrðar um að þetta verði gott sumar. En hvítt verður í tísku. Þess vegna er svona bjart yfir forsíðunni okkar núna og í mið- opnu sýnum við lítið brot aföllum þeim fallegu, hvítu hlutum sem freista okkar í verslunum. Það verður svo sannarlega bjart yfir Vikunni ísumar. Við ætlum okkur að gleðja sem flesta lesendur Vikunnar á ýmsan hátt. Við œtlum að sjálfsögðu að halda áfram að birta létt og skemmtilegt lesefni, en auk þess ætlum við að láta rigna vinningum yfir þá sem vilja bregða á leik með okkur í sumar. Þeir sem eru hugmyndaríkir og duglegir geta unnið sér inn vegleg verðlaun með því að taka þátt í smásagnasamkeppni Vikunnar sem nú er í fullum gangi. Enn er vel hægt að snara fram sögu fyrir 10. júní efeinhver lumar á góðum söguþrœði í hugskoti sínu. íþessu blaði er einnig boðið upp áfyrsta hluta afþremur í sumarleik þar sem verðlaunin eru sólarlanda- ferð fyrir tvo. Það er um að gera að vera með, það er aldeilis ekki ónýtt að fá sumarauka frá Vikunni á Kanarí- eyjum. I næsta tölublaði hefst svo leikur þar sem tvö reiðhjól verða dregin út í hverri Viku, fimm sinnum í röð. Þar gefst áskrifendum einnig kostur á að eignast eigulega hluti með því einu að vera með okkur í andanum. Sem sagt, við á Vikunni erum full bjartsýni á sumarið, við höfum fengið til liðs við okkur tvær nýjar blaðakon- ur, Hrund Hauksdóttur og Margréti V. Helgadóttur, og einnig hefur Anna B. Þorsteinsdóttir bœst við í auglýs- ingadeildina okkar og við bjóðum þær velkomnar í hópinn. Þær munu örugglega víkka sjóndeildarhring okk- ar allra. Góðir lesendur, við vonum að þið njótið sumarsins með okkur, lesið Vikuna ykkur til ánœgju og takið þátt í sumarleikjum okkar. Jóhanna Harðardóttir. Anna B. Þorsteins- dóttir auglýsinga- stjóri Steingerður Steinars- dóttir blaðamaður Hrund Hauksdóttir blaðamaður Margrét V. Helgadóttir blaðamaður Kristín Guðmunds- dóttir auglýsinga- stjóri Guðmundur Ragnar Steingrímsson Grafískur hönnuður Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Útgefandi Fróði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður Magnús Flreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Simi: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjórafulltrúi Jóhanna Harðardóttir Simi: 515 5582 Vikan@frodi.is Blaðamaður Steingerður Steinarsdóttir Sími: 515 5569 Auglýsingastjóri Kristín Guðmundsdóttir Sími: 515 5628 Vikanaugl@frodi.is Grafískur hönnuður Guðmundur Ragnar Steingrímsson Verð í lausasölu Kr. 459,-. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti Kr. 344,-. Pr eintak . Ef greitt er með gíróseðli Kr. 389,-. Pr. eintak. Unnið i Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Áskriftarsími: 515 5555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.