Vikan


Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 52

Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 52
Hverju svarar lœknirinn ? Sinadráttur Kœri Þorsteinn, Eg les alltaf pistlana þína og nú vona ég að þú getir hjálpað mér eins og svo mörgum öðr- um sem leita til þín. Ég er 47 ára kona, í mjög góðu formi og heilbrigð, svona að öllu jöfnu, en ég á við svolítið sér- kennilegt vandamál að stríða, - en það er sífelldur sinadrátt- ur. Petta er alveg að fara með mig, þetta er ofboðslega sárt. Ég hef oft vaknað upp við þetta öskrandi af sársauka, það er eins og sé verið að rífa mig í sundur. Stundum sef ég ekki af kvíða við að vakna við sársaukann og mér líður yfir- leitt alltaf illa í vöðvunum þegar ég vakna á morgnana. Verst er þetta í fótleggjunum, en það getur líka komið í handleggi, iljar, hendur og axl- ir. Eg geng mikið og hjóla líka svolítið og ég man alltaf eftir að teygja eftir göngur svo vandamál mitt stafar ekki af því og það virðist vera sem þetta hafi reyndar ekkert með hreyfingu að gera því það versnar hvorki né batnar hvort sem ég hreyfi mig mikið eða lítið. Hvað á ég að gera? Ég er Þorsteinn Njálsson hciniilislæknir búin að fara í allsherjar- blóðprufur en mér var sagt að það væri ekkert að mér. Á endanum gaf læknir mér kíníntöflur sem ég tek á kvöldin fyrir svefn og þær verka ágætlega, ég finn ekki fyrir verkjunum en sina- drátturinn heldur áfram því ég finn fyrir hreyf- ingunum í vöðvunum samt. Ég er farin að hallast að því að þetta sé eitthvað efnafræði- legt, hvað heldur þú? Með innilegri von um svör, HGH SœlHGH Sinadráttur á nóttunni er al- gengur og illviðráðanlegur, reyndar eykst vandinn með aldrinum en þó er ekki óal- gengt að ungar konur eins og þú eigi við þetta vandamál að stríða og karlar reyndar líka. Yfirleitt er fólki ráðlögð hæfi- leg hreyfing við þessum vanda, en þú segir að hreyfing breyti engu. Ýmis lyf geta valdið þessu og hef ég rekist þar á vatnslosandi lyf, s.k. bjúglyf, en líka blóðþrýstings- lyf, getnaðarvarnarpilluna og kvenhormónalyf, sem notuð eru gegn vanlíðan á breyting- araldrinum. í sjálfu sér eru engin lyf fullkomin og öll geta þau valdið einum eða öðrum aukaverkunum, þ.a. ef þú ert á einhverju lyfi, skoðaðu þá hvort notkun á því tengist sinadrættinum, eða prófaðu að hætta á lyfinu ef það er óhætt til að komast að því hvort það valdi sinadrættin- um. Pað er algengt að ráð- leggja kalk (lg) eða magnesi- um (0,5g) fyrir svefn við sina- drætti, einnig er algengt á ís- landi að nota kínín sem er malarfulyf. Hefur þú farið og látið skoða á þér fæturna, það gæti verið að einhver fót- skekkja sé til staðar. Stoð- tækjasmiðir meta fætur þína og ráðleggja þér ef þeir finna eitthvað athugavert. Pú verð- ur samt að meta sjálf árangur- inn og treysta eigin dóm- greind. Þú nefnir ekkert hvort þú reykir, en þeir sem eru með þetta vandamál ættu að gera ráðstafanir til að hætta reykingum hið allra fyrsta því reykingar valda blóðrásar- truflunum jafnvel hjá ungu fólki. Af samhliða lækningar- aðferðum er aðallega um ráð- leggingar að ræða frá smá- skammtalæknum, nál- arstungulæknum, ayurveda- læknum og náttúrulæknum, en ég ræð þér að leita til þeirra ef þú vilt prófa þær meðferðir. Gangi þér vel, Þorsteinn Bólgin á morgnana Kœri lœknir, Eru til einhver ráð við bólgnum augum á morgnana? Ég er rosalega bólgin á morg- ana þegar ég vakna og með poka undir augunum og ógeðslega ljót. Venjulega lag- ast þetta þegar líður á daginn en stundum tekur það langan tíma og ég er farin að vakna miklu fyrr en ég þarf bara til að líta almennilega út þegar ég fer í vinnuna. Ein „desperat". Sœl „desperat" Það er ekki gott í efni þegar ástandið er svona, þ.e.a.s. þetta með útlitið. Ein af ástæðunum fyrir þessu gæti verið ofnæmi, ekki fyrir svefni heldur fyrir sænginni, þ.e.a.s. fiðri/rykinu í sænginni eða koddanum. Þú gætir prófað að skipta út fiðurkoddanum og fiðursænginni í nokkra daga og sjá hvað gerist. Þegar þú hvílir fiður/dúnsængina og koddann verður þú að skipta alveg á rúminu, helst viðra og ryksuga dýnuna til að losa ryk úr henni. Til að þurfa ekki að fjárfesta í gerviefnissæng eða - kodda til að byrja með er best að þvo teppi og setja síðan inn í sængurver og hugsanlega hrein handklæði inn í kodda- verið, þetta er bara ein hug- mynd en aðalatriðið er að sofa við alveg hreint og nýþvegið. Ef þú vaknar nú án bjúgs eða bólgu, þá eru líkur á því að þú sért með s.k. rykofnæmi. Of- næmi þetta stafar af maurum sem þrífast í öllu ryki og er ill- mögulegt að losna alveg við, en fiður og dúnsængur fyllast fljótt af ryki. Þú verður þá að gera ráðstafanir til að fá þér sæng og kodda sem má þvo, nota þykk, sérhönnuð dýnulök undir lakið þitt, og ryksuga dýnuna þína öðru hvoru. Teppi á gólfum og ryk í koddum og húsgögnum geta valdið sömu einkennum. Hafðu samband aftur ef þetta dugar ekki. Gangi þér vel, Þorsteinn Spurningar má senda til „Hverju svarar læknirinn?“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. 52 Vi kíin Netfang: vikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.