Vikan


Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 17

Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 17
Smám saman unnu Paul og Molly traust drengsins. í fyrstu neitaði hann að borða og varð fárveikur. Hann var dapur, saknaði greinilega litlu apanna, leikfélaga sinna, og faldi sig í skugganum. En smám saman breyttist hegðan hans. Hann fór að borða, en í fyrstu fór hann með matinn út í horn og hélt dauðahaldi í diskinn. Seinna færði hann sig yfir að matarborðinu. Ohljóðin sem hann hafði tjáð sig með breyttust í orð. Orðaforði hans er ennþá mjög takmakaður en með aðstoð Pauls segir hann okkur frá þessari merkilegu lífsreynslu. Hann segir apana hafa verið fimm saman í hópi. Hann lék sér við þá, borðaði með þeim og gat tjáð sig við þá um nauðsynlegustu hluti. Hann sagði Paul að aparnir hefðu verið vanir að henda mat í átt- ina til sín. Síðan hafi þeir farið burtu og hann setið einn og borðað. „Eftir því sem við komumst næst lifði hann ein- göngu á ávöxtum eins og ap- arnir,“ segir Paul. „Við vitum ekki nákvæmlegt hversu lengi hann var í skóginum. En það er ekki ólíklegt að hann hefði dáið úr kulda og af sárum sín- um ef fólkið í þorpinu hefði ekki fundið hann.“ Kevin og Joanna búa í Englandi og eru vinafólk Pauls. Hann sagði þeim frá John þegar hann heimsótti þau til Englands. Pau fengu mikla samúð með John og langaði að hitta hann. Fyrir tveimur árum hittust John og Kevin í fyrsta sinn. Þrátt fyrir tungumálaerfiðleika urðu þeir nánir vinir. Þau hjónin hafa lítið tjáð sig opinberlega um vináttuna við John, þau vilja að hann fái að alast upp í friði frá forvitni umheimsins. „Hann var mjög feiminn þeg- ar ég hitti hann fyrst,“ segir Kevin. „Hann var niðurlútur og horfði aldrei í augun á mér. Eg hafði með mér leik- brúðu og í gegnum hana náði ég smám saman sambandi við hann. Hann byrjaði að svara brúðunni og síðan fór hann að svara mér. Að lokum urðum við óaðskiljanlegir og hann elti mig hvert sem ég fór. Ég gaf honum vestið og skyrtuna sem ég klæddist þegar ég gifti mig. Hann neitar alfarið að fara úr þessum fötum nema rétt á meðan verið er að þvo þau.“ Joanna er öryrki og ekki fær um að ferðast til Úganda. í sumar hittir hún John í fyrsta sinn þegar hann kemur til Englands með barnakórnum sem hann syngur með. Hann skrifaði Joönnu bréf sem hún geymir í veskinu sínu. „Það er ekki hægt að skilja bréfið, í því eru aðallega tákn; krossar og hringir. En það er mér mjög dýrmætt." John hefur sótt um styrk til þess að fara á Ólympíuleika fatlaðra sem haldnir verða í South Carolina í sumar. í Bandaríkjunum mun hann hitta fólk frá góðgerðarsam- tökum sem fylgst hefur náið með framförum hans. Meðal þess er Donna Kowalsky sem hefur farið fjórum sinnum til Úganda og fylgst með John breytast úr feimnum dreng sem faldi sig í skugganum, í sjálfsöruggan táningsstrák. „í fyrstunni neitaði hann að tala við mig og horfði aldrei í aug- un á mér,“ segir Donna. „Ég hitti hann árlega og í hvert sinn sé ég nýtt kraftaverk. Fyrir ári síðan sat ég með tár- in í augunum meðan ég hlust- aði á hann syngja einsöng með barnakórnum." í dag líður John vel og framtíðin brosir við honum. En eitt situr eftir í honum eftir dvölina hjá öpunum; ótak- mörkuð tryggð við þá. „John reiðist ef hann sér strákana í þorpinu elta apana og hrekkja þá,“ segir Paul. „Hann hatar það. Það er greinilegt að hann man ennþá eftir árunum þegar hann bjó með öpunum.“ Vikan 17 Þórunn Stefánsdóttir Þýddi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.