Vikan


Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 41

Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 41
Þessi krans er frekar grófur þannig að hann hentar kannski ekki al- veg hvar sem er. Hann getur verið fínn sem eldhúskrans eða innan um grófa muni. Notaður er frauðhringur (hálfur) sem er 30 sm í þvermál. Gamall strigi er notaður utan um frauðhring- inn. Striginn er klipptur niður í 10 sm breiða lengju, allt að 50 sm langa. Striganum er vafið utan um hringinn og óhætt er að leyfa grófhreyfingunum að njóta sín. Vefjið 2-3 hringi utan um frauðhringinn, allt eftir því hversu grófur kransinn á að vera. Striginn má alveg gapa á skilunum. Þegar búið er að vefja striganum utan um hringinn eins og hann á að líta út í endanlegri mynd, er settur límdropi ofan á strigaborðann og hann límdur niður aftan á kransin- um. Notið prik eða blýant til að halda striganum niðri í nokkrar sekúndur á meðan þið límið. Passið að klippa strigann þannig að samskeytin komi aftan á þar sem þið eruð með hálfan hring. Ef frauðhringurinn er heill skiptir engu máli hvorum megin borðinn end- ar. Þar sem hann endar verður bakið. Þá er hringurinn búinn. Notaðir eru þurrkaðir ávextir sem er raðað niður eftir smekk. Sumir föndrarar eru fastir í mynstrum, verða að hafa epli og sítrónu til skiptis, en aðrir leyfa hugmynda- fluginu að ráða ferðinni. Að sama skapi verður það al- gjörlega að ráðast hversu þétt ávöxtunum er raðað. A kransinum á myndinni eru u.þ.b. 2 sm á milli ávaxtanna. Settur er einn dropi af lími aftan á ávöxtinn og honum haldið á meðan hann er að festast við strigann. Athugið að ekki er hægt að líma með límbyssu beint á frauðið. Það bráðnar bara niður. Slaufan er 4 sm á breidd og 60 sm á lengd. Slaufan á kransinum er niðurrifinn efnisbútur sem er mjúkur. Búin er til einföld slaufa. Settur er einn límdropi aftan á hana og henni haldið niðri í smástund. Svo er bara að finna góðan stað fyrir kransinn og koma honum upp á vegg. Allt tilbúið fyrir föndurstundina. Gott er að tylla ávöxtunum á strigann og skoða ýmsa mögu- leika áður en þeir eru límdir niður. Hráefni: 3 stk. eplasneiðar Frauðhringur 2 stk. kívísneiðar Strigi 1 stk. þurrkaður tómatur 6 stk. sítrónusneiðar Slaufa úr mjúku efni Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.