Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 41
Þessi krans er frekar grófur þannig
að hann hentar kannski ekki al-
veg hvar sem er. Hann getur
verið fínn sem eldhúskrans eða
innan um grófa muni.
Notaður er frauðhringur (hálfur) sem
er 30 sm í þvermál.
Gamall strigi er notaður utan um frauðhring-
inn. Striginn er klipptur niður í 10 sm breiða
lengju, allt að 50 sm langa. Striganum er vafið utan
um hringinn og óhætt er að leyfa grófhreyfingunum að
njóta sín.
Vefjið 2-3 hringi utan um frauðhringinn, allt eftir því
hversu grófur kransinn á að vera. Striginn má alveg
gapa á skilunum.
Þegar búið er að vefja striganum utan um hringinn eins
og hann á að líta út í endanlegri mynd, er settur límdropi
ofan á strigaborðann og hann límdur niður aftan á kransin-
um.
Notið prik eða blýant til að halda
striganum niðri í nokkrar sekúndur
á meðan þið límið. Passið að klippa
strigann þannig að samskeytin komi
aftan á þar sem þið eruð með hálfan
hring.
Ef frauðhringurinn er heill skiptir
engu máli hvorum megin borðinn end-
ar. Þar sem hann endar verður bakið. Þá er hringurinn
búinn.
Notaðir eru þurrkaðir ávextir sem er raðað niður eftir
smekk. Sumir föndrarar eru fastir í mynstrum, verða að
hafa epli og sítrónu til skiptis, en aðrir leyfa hugmynda-
fluginu að ráða ferðinni. Að sama skapi verður það al-
gjörlega að ráðast hversu þétt ávöxtunum er raðað. A
kransinum á myndinni eru u.þ.b. 2 sm á milli ávaxtanna.
Settur er einn dropi af lími aftan á ávöxtinn og honum
haldið á meðan hann er að festast við strigann. Athugið
að ekki er hægt að líma með límbyssu beint á frauðið.
Það bráðnar bara niður.
Slaufan er 4 sm á breidd og 60 sm á lengd. Slaufan á
kransinum er niðurrifinn efnisbútur sem er mjúkur. Búin
er til einföld slaufa. Settur er einn límdropi aftan á hana og
henni haldið niðri í smástund.
Svo er bara að finna góðan stað fyrir kransinn og koma
honum upp á vegg.
Allt tilbúið fyrir
föndurstundina.
Gott er að tylla
ávöxtunum á strigann
og skoða ýmsa mögu-
leika áður en þeir eru
límdir niður.
Hráefni: 3 stk. eplasneiðar
Frauðhringur 2 stk. kívísneiðar
Strigi 1 stk. þurrkaður tómatur
6 stk. sítrónusneiðar Slaufa úr mjúku efni
Vikan 41