Vikan


Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 50

Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 50
Texti og myndir: Sigríður Arnardóttir Gigt ekki bara ellisjúkdómur. Getur Ima þjakað börn og íþróttamenn. Helen og Jana hafa fundið leið til að lina þjáningar sínar og vinna gegn gigt- inni. Þúsundir íslend- inga þjást af gigt. Fjölmargir bera harm sinn í hljóði og vilja ekki láta vita af sársauka sínum til þess að minnka ekki möguleika sína í atvinnulífinu og vegna þess út- breidda misskiln- ings að gigt sé leiðinda ellisjúk- dómur. En gigt skiptist í marga flokka og spyr ekki alltaf um ald- ur. Sumt, sem nefnt er íþrótta- meiðsl, í daglegu tali, er í rauninni gigt. Og stað- reyndin er sú að t.d. í Bandaríkjun- um þjást um 80 milljónir manna af gigt og spáð hefur verið að árið 2020 verði 1 af hverjum 5 Bandaríkja- mönnum með gigt af einhverju tagi. Nýiungar sóttar til fortíðarinnar Margir gigtarsjúklingar kvarta yfir því að gigtarlyfj- unum fylgi svo slæmar auka- verkanir að það sé vafamál hvort sé erfiðara að þola sjúkdóminn sjálfan eða fylgifiska lyfjanna. Maga- verkir, hárlos, lystarleysi, svimi, brjóstsviði, sjóntrufl- anir, kláði og ýmis húð- vandamál eru dæmi um aukaverkanir sem geta fylgt sumum þeirra gigtarlyfja sem notast er við í dag. Sum nýleg lyf sem eru á mark- aðnum eiga eftir að sanna sig og það á eftir að koma í ljós hvernig þau verka á lík- amann þegar til lengri tíma er litið. Það er því eðlilegt að rannsóknir á gigt og gigtar- lyfjum séu viðamiklar og menn leiti nýrra leiða. Danskur læknir að nafni dr. Morten Weidner kynnti ný- lega í Bandaríkjunum rann- sóknir á náttúrulega efninu Zinaxin sem fyrst var farið að nota fyrir 7 árum. Zinax- in er unnið úr engiferrót og á uppruna sinn í menningu Grikkja en Forn- Grikkir notfærðu sér engifer til að draga úr verkjum á borð við þá sem fylgja gigt. Helsti kosturinn við engiferlyfið er að því fylgja engar auka- verkanir, nema í mesta lagi örlítill vottur af engifer- bragði í munni. En það er útbreiddur misskilningur, segja læknar sem unnið hafa að þróun Zinaxin, að nóg sé að borða engifer eins og það sem er í boði í matvörubúðum. Eftir margra ára rannsóknir á yfir 200 afbrigðum engifers er búið að einangra 2 virk efni í engiferrót- inni og útbúa úr þeim þetta lyf sem vinnur á gigt og íþróttameiðslum ým- isskonar. En það er galli á gjöf Njarðar að efnið er engin hraðvirk skamm- tímalausn. Virknin er hæg og róleg og það tekur suma allt upp í 2-3 mánuði að finna virkilegan mun á sér. Helen er 67 ára gömul bandarísk kona sem var svo þjökuð af gigt að hún átti erfitt með gang. „Ég gat varla gengið yfir herbergi án þess að setjast. Ég var með verki í mjöðmum og öxlum. Ég þurfti að fá sprautur því ég gat líka átt erfitt með að hreyfa mig í rúm- inu. En lyfinu fylgdu aukaverkanir og ég var því til í að reyna eitthvað annað. Læknirinn minn, dr. John Taylor, ráðlagði mér að reyna engiferlyfið Zinaxin. Eftir 6 vikur fann ég verulegan mun á mér og nú tek ég tvær töflur á dag með mat og mér líður ágætlega." Jana er 60 ára bandarísk kona sem hafði verið á sterk- unr gigtarlyfjum frá árinu 1993 vegna verkja í hnjám. Hún tekur undir með Helen og segist finna svo mikinn mun eftir að hún kynntist engiferlyfinu að hún er farin að nota göngu-/hlaupabraut sér til hressingar og hefur dregið verulega úr notkun á hefðbundnum lyfjum. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.