Vikan


Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 53

Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 53
Vikan Grœnt og vœnt -ef rétt er Það gerist nú æ tíðara að við viljum losa okkur við gróður úr görðunum okkar vegna þess að hann, og þá ekki síst trén, er vaxinn okkur yfir höfuð. Oft eru trén rifin upp með rótum og þeim síðan ekið á haugana, en slíkt er að sjálf- sögðu hin mesta óhæfa því vel ætti að vera hægt að finna þeim stað annars stað- ar. Ekki er ólíklegt að fólk sem er að koma sér upp garði vildi þiggja eitt og eitt gamalt og glæsilegt tré eða þeir sem hafa eignast sumar- bústaðaland sem ekki veitir af að græða upp. Fólk ætti sem sagt að gera meira af því að flytja þessi gömlu tré. Með natni er hægt að halda í þeim lífi og þá eru þau sannarlega góð búbót í nýju og gróður- snauðu umhverfi. Besti tíminn til þess að gróðursetja tré og færa þau er á vorin þegar klaki er far- inn úr jörð og tréð í þann veginn að byrja að laufgast. Harðgerðar tegundir má þó einnig færa úr stað á haustin, en hvenær svo sem unnið er við gróðursetningu eða flutning trjáa verður að gera það varlega og með hugsun. Verja verður ræturnar Venjulega er tíminn frá því tréð er tekið upp og þar til það er aftur komið í jörð- ina því hættulegastur. Þegar tréð er tekið upp verður að Fríða Björnsdóttir tréð vel fyrst eftir flutning- inn. Þorni það getur það haft slæmar afleiðingar í för með sér. Gæta verður þess vel allt fyrsta vaxtartímabil- ið að tréð þorni ekki upp, síðan nægir að vökva einu sinni í viku og þá rösklega. Ekki er þörf á að bera áburð að nýgróðursettu tré, en það myndi ekki skaða að holan sem gróðursetja á tréð í væri tekin árið áður en tréð er flutt og í botn hennar væri þá settur skítur og mold tii þess að úr yrði eins konar forðabú fyrir tréð þegar það kemur á sinn nýja stað að ári. Sé farið eftir þessum ráð- leggingum segja þeir, sem vit hafa á, að ekki sé nein ástæða til þess að óttast að tréð deyi þótt það sé flutt milli staða. aðfarið gæta þess að eins mikið af rótum þess og frekast er kostur fylgi með. Látið jarð- veginn einnig sitja fast að rótunum og verið ekki að losa hann frá. Sól má alls ekki skína á ræturnar og næðingur gerir þeim heldur ekki gott, svo ekki sé meira sagt. Best er svo að vefja ræturnar inn í rakan striga, eða stinga þeim niður í plastpoka, það er að segja ef tréð er ekki orðið stærra en svo að það sé hægt. Gróðursetjið síðan tréð í létta, góða jörð. Holan, sem tréð er sett í þarf að vera rúmgóð, um það bil 60 sentí- metra djúp og svo víð að nægilegt rúm sé fyrir rætur og þá mold sem þeim fylgir. Gróðursetjið tréð á sömu dýpt og það var á sínum upprunalega stað. Mjög nauðsynlegt er að styðja við tré sem flutt er á milli staða. Best er að binda það upp á þann hátt sem sýnt er hér á teikningunni. Gætið þess vel að böndin sem eru látin halda trénu uppi, skerist ekki inn í stofn- inn. Gott er að hafa gúmmí- pjötlu undir böndunum. Hún kemur í veg fyrir að börkurinn særist. Vel getur verið nauðsynlegt að þessi stuðningur sé hafður við trén í nokkur ár. Best er að stinga staurunum niður í jörðina áður en tréð er sett niður í holuna því annars geta þeir sært ræturnar. Vökvið vel Þegar farið er að setja mold í holuna er rétt að hreyfa tréð lítillega til og lyfta því upp til þess að ræt- urnar falli eðlilega í holuna. Fyllið hana ekki alveg held- ur er rétt að hafa svoh'tið borð á henni þar sem vatn getur safnast fyrir. Mjög nauðsynlegt er að vökva Teikningin sýnir hvernig best er að bera sig að við flutninginn. Vikan 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.