Vikan


Vikan - 24.05.1999, Page 11

Vikan - 24.05.1999, Page 11
ónusafnið hefur stækkað því nýverið útbjó Sigríður Asta nýja kórónu fyrir sex ára vinkonu sína sem er sann- kölluð prinsessa. Hún mát- aði kórónu á sýningunni og varð alveg sjúk. Kórónan kom svo í afmælispakkan- um. Úr hvaða efnum vinnurðu kórónurnar? „Þær eru aðallega úr vír og steinum. Eg nota gler- steina og smávegis af fjöru- steinum. Glersteinarnir henta hins vegar betur í þær. Ég nota margskonar vír. Blómavír, koparvír, sem not- aður er í vélar og mjög fín- gerðan vír. f eina kórónuna nota ég pottaskrúbb sem ég rakti í sundur. Mér finnst gaman að safna efni úr ólík- um áttum og reyni að nota fjölbreytt efni." Hefurðu fengið pantanir á kórónur? „Já, fyrir sex ára afmælið hennar vinkonu minnar. Annars er ég tilbúin að hanna kórónur fyrir fólk. Ég á þær ekki á lager. Ég vill þá hitta fólkið sjálft og búa þær til eftir persónu- leika hvers og eins." Hvað er fram undan hjá myndlistarnemanum? "Ég er að leggja lokahönd á útskriftarverkefnið mitt sem er litlar helgimyndir. Sumar eru nútímalegar, aðr- ar hefðbundnar. Ég set myndir af frægu fólki sem hefur fengið dýrlingastimpil Prinsessudrauniurinn hennar rætist! á sig t.d Prestley og Monroe. Myndirnar eru úr gipsi og taui. Þær eru bæði útsaum- aðar og málaðar. í rauninni eru þær mjög fjölbreyttar. Að útskrift lokinni langar mig að fara til Danmerkur sem skiptinemi og kynna mér skóla sem ég gæti síðar meir stundað mastersnám við." Við látum þetta verða lokaorð Kórónukonunnar að þessu sinni. Hver veit nema nútímakórónan henn- ar Sigríðar Astu eigi eftir að verða ein af tískubylgjum næstu ára! Vikan 11 Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Hreinn Hreinsson og úr einkasafni

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.