Vikan


Vikan - 24.05.1999, Síða 12

Vikan - 24.05.1999, Síða 12
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson Margret Sigriður Jóhannsdóttir á Grenivík i M iðgarður hefur alltaf j verið í eigu fjöl- skyldu Margrétar en það voru föðurafi hennar og amma, Stefán og Birna, sem byggðu hann. Húsið var upphaflega torfbær. í dag er það talið dæmigert fyrir byggingarsögu íslend- inga; byggt í hlutum og af vanefnum. Áhersla á varðveislu hússins Foreldrar Margrétar bjuggu í Miðgarði til 1994 en húsið stóð autt til 1996 þegar sú hugmynd kom upp hjá börnum Margrétar að ráðast í endurbætur á því og opna þar gisti- og kaffi- hús. Fjölskyldan hafði þá velt því fyrir sér um tíma hvað ætti að gera við húsið og sá að það yrði henni of- viða að hafa þar engan rekstur sem skila myndi arði upp í kostnað. Elsti hluti Miðgarðs er byggður 1914. Sem torfbær hafði húsið að sjálfsögðu hlóðaeldhús sem var rifið tíu árum seinna og í fram- haldi af því er austurhluti hússins byggður þar sem áður var hlaða og fjós. Hús- ið er því mikil samsuða eins og Margrét segir. "Hjörleifur Stefánsson arkitekt, sem vinnur fyrir Húsfriðunar- nefnd, segir að húsið sé dæmigert fyrir byggingar- sögu þessa tíma. Þá var byggt af miklum vanefnum og alltaf verið að smábæta timburbyggingum við gamla torfbæinn. Vegna þessa var lögð á það áhersla að húsið yrði varðveitt. Við fjölskyld- an urðum við þeirri beiðni og höfum verið að gera húsið upp." Fjölskyldan fékk mann sér til hjálpar, Birki Björns- son sem mikið hefur starfað fyrir Húsfriðunarnefnd, og hann hefur verið hennar hægri hönd við endurbæt- urnar. "Við höfum skipt um þak, einangrað allt, lagfært glugga og sett nýja eins og þá gömlu, við erum að klæða húsið að utan og höfum gert það upp að innan sem er mikil smíðavinna. Við náðum að opna gistiheimilið í júlí 1997 og kaffihúsið um páskana 1998," segir Margrét stolt yfir verkinu. Friður og ró á Grenivík Miðgarður er skemmtilegt gisti- og kaffihús. Ljóst er að vandað hefur verið til verks við endurbæturnar og prýða húsið gamlir og fal- legir munir úr eigu fjölskyld- unnar sem og munir sem fjölskyldunni hafa verið gefnir til að hafa í húsinu. Kaffihúsið er allt timburklætt með viðarhúsgögnum og vel gætt að því að gamli andinn komi þar fram í öllu útliti og hönnun. Gistiheimilið byggist á gömlu herbergjunum og stofunum í Miðgarði og þar eru gömlu húsgögnin höfð til að gera allt heimilislegt en það er einmitt takmarkið hjá Margréti og fjölskyldu. "Við seljum mat til hópa allt árið hér í Miðgarði og sú þjónusta hefur mikið verið notuð. Við höfum eingöngu verið með kaffihúsið opið yfir sumarið en gistinguna allt árið. Fyrsta sumarið sem við höfðum opið var veðrið mjög gott og mikið að gera en í fyrrasumar vor- um við mjög óheppin með <>^veður og það hafði áhrif þar j| sem við stílum að- allega inn á íslend- inga. Þeir fara jú þangað Margrét er fædd og uppalin á Grenivik. Hún og fjöi- skylda hennar ákváðu fyrir nokkrum árum að ráð- ast í það mikla verkefni að gera æskuheimili Mar- grétar upp en húsið er eitt það elsta á Grenivík og heitir Miðgarður. Þar reka þau í dag glæsilegt gisti- og kaffihús. Eigum allt Æ<tkuheimili Margrétar á Grenivík sem hún og tjöl- skylda hennar hafa gert upp en þar reka þau nú gisti- heinúli og kaflihús.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.