Vikan


Vikan - 24.05.1999, Page 17

Vikan - 24.05.1999, Page 17
□ Áfyrstu myndinni erVala komin í fatnað sem valinn var til að nýtast bæði hverdags og spari. Innst er hún í venjulegum svörtum stretsbuxum og topp sem leggja áherslur á línurnar. Svo skutlar hún yfir sig þunnum siffonkjól og þá er hún orðin fín og tilbúin á árshátíð eða í hvað sem er. Hún er á háum tískuskóm til að halda ung- lingsyfirbragðinu og leggja áherslu á lengd fótleggj- anna. HérerVala kominí sportlegan stíl. Hún er í gallapilsi sem leggur áherslu á hæðina, pilsið er með vasa til að gera það sportlegra. Vala er með alveg sléttan maga þannig að hún þolir vel að hafa vasa og hann gefur klæðnaðinum frjálslegan stíl. Hún er þykkri rauðri og hvítri peysu, rauði liturinn hentar litarhætti hennar vel og gerir hana hraustlegri. Hettan á peysunni breikkar svo- lítið axlarlínuna og gefur Völu fyllri barm. Þverlínan á peysunni, bæði á stroffi og erm- um, hæfir svona grannri stúlku vel. Hárið er tekið frá andlitinu til að leggja áherslu á egglaga andlit, það gefur henni fallega, langa línu niður á hálsinn. Förðunin er eins náttúruleg og hægt er til að leyfa æskublómanum að njóta sín til fulln- ustu. Vikan Umsjón: Anna F. Gunnarsdóttir, Anna og útlitid. Fördun: Snyrtistofan Helena fagra. Hárgreidsla: Þurídur H. Halldórsdóttir, hár- greidslumeistari, Hár og snyrtihús Ónix. Fatnadur: Vero Moda, Laugavegi 95.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.